Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 29

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 29
YFIRLITSGREIN / INNANKÚPUÞRÝSTINGUR Mynd 3. (a) 77 mynd í þykklarskurði fyrir skuggaefnisgjöf T1 myndir í þykklarskurði (b) og kransskurði (c) eftir skuggaefnisgjöf sýna úlbreidda skuggaefnisupptöku í heilahimnum (hvítar örvar). engin merki um mænuvökvaleka. Eftir það fór líðan sjúklings batnandi og útskrifaðist hún heim skömmu síðar. Yfirlit Orsakir og meinalífeðlisfrœði Arið 1938 lýsti Schaltenbrand fyrstur manna sjálfsprottnum innankúpulágþrýstingi (SIL) (1,2). Orsök lágþrýstingsins var talin stafa af minnk- aðri seytingu æðuflækju og/eða auknu frásogi mænuvökva, en sannanir vantaði. Lekinn er nú oftast talinn stafa af rofi á heilahimnum. Við aðgerð geta sést mismunandi orsakir leka eins og einföld göt á basthimnu, veikleiki eða sekkur á heilahimnu og jafnvel að basthimnan, sem vanalega klæðir hryggjartaugina, sé ekki til staðar. Sýnt hefur verið fram á tengsl milli ýmissa frávika í gerð heilahimna og leka á mænuvökva, en almennt eru þessi frávik sjaldgæf (3, 4). Þekkt er að beinnabbar orsaki mænuvökvaleka með rofi á heilabastshimnum (5,6). Hugsanlegt er að minni háttar hálsmeiðsli hjá slíkum einstaklingi geti valdið mænuvökvaleka. I slíkum tilvikum getur verið nauðsynlegt að gera aðgerð og fjarlægja beinnabbann (4). Tengsl bandvefssjúkdóma og SIL eru þekkt, en allt að þriðjungur sjúklinga með SIL hafa undirliggjandi bandvefssjúkdóm eins og Marfan heilkenni, Ehlers-Danlos heilkenni af gerð 2 eða ofurhreyfanleika liða (8). Mænuvökvaleki sést oftast í háls- eða brjóst- hrygg, en algengastur er hann á mótum háls- og brjósthryggjar. Hjá sjúklingum með SIL safnast vökvi oft aftan við ntænusekk í hæð við fyrsta og annan hálshryggjarlið. Vökvasöfnun á því svæði er ekki öruggt merki um leka frá annarri háls- taugarót heldur getur verið um svokallaða falska staðsetningu að ræða. Líklegast er að vökvasöfn- Mynd 4. (a) TS mœnugangarannsókn með skuggaefni sýnir leka á mœnuvökva frá (hvít ör) íþykktarskurði, (b) sýnir að lekinn erfrá annarri hálsmœnurót hœgra megin (svört ör) auk þess að sýna skuggaefnispollinn aftan við mœnusekkinn (hvít ör) sem sést einnig á mynd (c). Mynd 5. (a) TS mynd afmænuholi með skuggaefni sýnir leka frá áttundu hálstaugarót vinstra megin (svört ör). (b) Sýnir leka frá fyrstu brjósttaugarót vinstra megin (hvít ör). Mynd 6. SÓ mynd sýnir bót í hœð við fyrstti brjósttaugarót vinstra megin (hvít ör). Læknablaðið 2007/93 489
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.