Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2007, Síða 31

Læknablaðið - 15.06.2007, Síða 31
YFIRLITSGREIN / INNANKÚPUÞRÝSTINGUR heilahimna á SÓ rannsókn af heila er það sem helst gefur grun um SIL, en útbreidd skuggaefn- isupptaka í heilahimnum getur einnig orsakast af innanbastsblæðingum, meinvörpum í heilahimnur og vegna bólgusjúkdóma (21). Þessar orsakir valda þó ekki víkkun á utanbastsbláæðum né minnkuðu magni mænuvökva. Meðferð Almennt er mælt með að gera blóðbót við SIL og er árangur hennar ágætur (10). í blóðbót felst að dregið er bláæðarblóð úr sjúklingi. í skyggningu er blóðinu sprautað í utanbastsbil á lekastað, en við storknun þess á gat á mænusekk að lokast. Mikilvægt er fyrir sjúklinga að liggja fyrstu dag- ana eftir blóðbót til þess að þrýstingur byggist upp í mænuvökvarými að nýju. Koffein er oft notað við SIL en lítið er um rannsóknir sem liggja þar að baki. Verkjalyf eru notuð eftir þörfum en hafa takmörkuð áhrif. Sjaldgæft er að gera þurfi skurð- aðgerð, en árangur þeirra er góður. Skurðaðgerð felst meðal annars í því að binda fyrir leka á heilahimnupoka eða pakka með vöðva eða gel- froðu (gelfoam) í utanbastsbilið á lekasvæði (3,4). Það er sjaldgæft að meðferð beri ekki árangur og höfuðverkurinn verði langvinnur, en þekkist þó. Umræða Sjálfsprottinn innankúpulágþrýstingur er sjald- gæf og líklega vangreind orsök höfuðverkja. Sjúkdómurinn hefur sérkennandi klínískt og myndrænt útlit og svarar meðferð vel þegar rétt staðsetning lekans hefur verið greind. í fram- angreindu sjúkratilfelli sást hin hefðbundna dreifða skuggaefnisupptaka í heilahimnum sem náði niður á hálsmænu (mynd 3). Hins vegar var fjórða heilahólf ekki samhverft auk þess sem skuggaefnisupptaka sást neðst og hægra megin í fjórða heilahólfi. Þetta vakti grun höfunda, síðar meir, hvort æðuflækjan hefði togast niður. Þar sem mynd af höfði var ekki endurtekin eftir að einkenni sjúklings gengu yfir er ekki hægt að staðfesta hvort breytingin hafi gengið til baka. Höfundar vita ekki til þess að slíkri breytingu hafi verið lýst áður. Hér er því um nokkuð snúið tilfelli að ræða. Við teljum okkur hafa sýnt fram á að um leka frá þremur bilum hafi verið að ræða. Að öllum lík- indum hefur fyrst lekið frá annarri hálstaugarót hægra megin, en síðar farið að leka frá áttundu hálstaugarót og fyrstu brjósttaugarót vinstra megin. Höfundar telja að ekki hafi verið um svokallaða falska staðsetningu leka að ræða. Það er þekkt að leki geti verið frá fleiri en einum stað samtímis, en höfundum er ekki kunnugt um að lýst hafi verið áður tilfellum þar sem sjálfsprottinn mænuvökvaleki kemur fram á mismunandi stöð- um og á mismunandi tímum. Heimildir 1. Schaltenbrand G. Normal and pathological physiology of the cerebrospinal fluid circulation. Lancet 1953; 1:805-8. 2. Schaltenbrand G. Neure Anschauungen zur Pathophysiologie der Liquorzirkulation. Zentralb. Neurochir 1938; 3:290-300. 3. Schievink WI, Meyer FB,Atkinson JLD, Mokri B. Spontaneous spinal cerebrospinal fluid leaks and intracranial hypotension. J Neurosurg 1996; 84:598-605. 4. Schievink WI, Morreale VM, Atkinson JL, Meyer FB, Piepgras DG, Ebersold MJ. Surgical treatment of spontaneous spinal cerebrospinal fluid leaks. J Neurosurg 1998; 88:243-6. 5. Vishteh AG, Schievink WI, Baskin JJ, Sonntag VK. Cervical bone spur presenting with spontaneous intracranial hypotension. Case report. J Neurosurg 1998; 89:483-4. 6. Eross EJ, Dodick DW, Nelson KD, Bosch P, Lyons MK. Orthostatic headache syndrome with CSF leak secondary to bony pathology of the cervical spine. Cephalalgia 2002; 22:439- 43. 7. Schievink WI. Spontaneous spinal cerebrospinal fluid leaks and intracranial hypotension. JAMA 2006; 19:2286-96. 8. Schievink W, Gordon O, Tourje J. Connective tissue disorders with spontaneous spinal cerebrospinal fluid leaks and intracranial hypotension: a prospective study. Neurosurgery 2004; 54:65-71. 9. Schievink Wouter I, Maya M, Tourje J. False localising sign of Cl-2 cerebrospinal fluid leak in spontaneous intracranial hypotension. J Neurosurg 2004; 100:639-44. 10. Rando TA, Fishman RA. Spontaneous intracranial hypotension-report of 2 cases and review of the literature. Neurology 1992; 42:481-7. 11. Monro-Kellie Fishman RA, Dillon WP. Dural enhancement and cerebral displacement secondary to intracranial hypotension. Neurology 1993; 43:609-11. 12. Mokri B. The Monro-Kellie hypothesis. Applications in CSF volume depletion. Neurology 2001; 56:1746-8. 13. Miyazawa K, Shiga Y, Hasegawa Y, Endoh M, Okita N, Higano S, et al. CSF hypovolemia vs intracranial hypotension in „spontaneous intracranial hypotension syndrome“. Neurology 2003; 60:941-7. 14. Ekstedt J. CSF hydrodynamic studies in man. J Neurol Neurosurg Psychiatry 1978; 41:345-53. 15. Horton JC, Fishman RA. Neurovisual findings in the syndrome of spontaneous intracranial hypotension from dural cerebrospinal fluid leak. Ophthalmology 1994; 101:244-51. 16. Mokri B, Hunter SF, Atkinson JLD, Piepgras DG. Orthostatic headaches caused by CSF leak but with normal CSF pressures. Neurology 1998; 51:786-90. 17. Mokri B. Spontaneous cerebrospinal fluid leaks: from intracranial hypotension to cerebrospinal fluid hypovolemia- evolution of a concept. Mayo Clin Proc 1999; 74:1113-23. 18. Pleasure SJ, Abosch A, Friedman J, Ko NU, Barbaro N, Dillon W, et al. Spontaneous intracranial hypotension resulting in stupor caused by diencephalic compression. Neurology 1998; 50:1854-7. 19. Tosaka M, Sato N, Fujimaki H, Takahashi A, Saito N. Wave- like appearance of diffuse pachymeningeal enhancement associated with intracranial hypotension. Neuroradiology 2005; 47:362-7. 20. Mokri B, Parisi JE, Scheithauer BW, Piepgras DG, Miller GM. Meningeal biopsy in intracranial hypotension: meningeal enhancement on MRI. Neurology 1995; 45:1801-7. 21. Case records of the Massachusetts General Hospital (Case 2- 1998). N Engl J Med 1998; 338:180-8. Læknablaðið 2007/93 491

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.