Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 39

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 39
UMRÆÐA & FRÉTTIR / BUGL félagsþjónustu sveitarfélaga og skóla og samræm- ingarfundir um aðgerðir í hverju tilfelli með þess- um aðilum eru rútína í vinnslu mála hjá okkur.“ Og virkar þetta kerfi þannig að ef ykkar staða vœri betri þá vœri ástandið viðunandi? „í þeim málum sem við náum að sinna gengur yfirleitt vel en sannarlega er víða pottur brotinn. Heilsugæslan er víðast hvar illa í stakk búin til að mæta vandanum og heilsugæslulæknar hafa feng- ið litla þjálfun á þessu sviði. Sveitarfélög í land- inu eru jafn misjöfn og þau eru mörg en stærstu sveitarfélögin eru með öflugustu þjónustuna. Sérfræðiþjónustan er algerlega sprungin og símar barnageðlækna eru rauðglóandi og mjög erfitt að komast að hjá þeim. Okkur vantar hreinlega fleira fagfólk til að mæta þessum vanda og það er vissulega áhyggjuefni hversu fáir ungir læknar virðast hafa áhuga á að leggja barnageðlækningar fyrir sig. Þar sjáum við fram á enn frekari skort en nú er á næstu árum.“ Hvaðan finnið þið helst fyrir þrýstingi um með- ferð? „Það eru foreldrar og skólayfirvöld og sér- fræðiaðilar sem tengjast skólunum og eru að kljást við börn sem þeir telja að séu veik og þurfi þjónustu í samræmi við það. Stundum eru þessi aðilar mjög örvæntingarfullir og það er eðlilegt þegar biðtíminn er kannski á annað ár en við leggjum vinnu í að meta hvert tilfelli og hvort það kalli á forgang í meðferð. Ef um bráðamál er að ræða þá sinnum við þeim strax. Skráð bráðamál hafa verið um 150-200 á ári, en göngudeildarkom- ur í heild hafa verið um 5000. Ný mál eru um 400 á ári, þar af eru tilvísanir um 250 og bráðamál um 150. Þá er einnig hópur af börnum og unglingum sem þurfa eftirfylgd deildarinnar árum saman, sum jafnvel allt til 18 ára aldurs þegar við sleppum hendinni af þeim.“ Forvarnahlutverkið æ mikilvægara Er þetta eðlilegur fjöldi miðað við það sem þekk- ist í nágrannalöndunum sem við miðum okkar gjarnan við? „Þetta er í rauninni lítið miðað við það sem við teljum okkur vita um útbreiðslu geðraskana og ekki væri óeðlilegt að okkur bærust um að minnsta kosti tvöfalt fleiri mál á ári.“ Er þá hægt að álykta að ríflega helmingur geð- raskana barna- og unglinga sé vangreindur? „Það er alltaf visst ósamræmi milli faralds- fræðilegra rannsókna og fjöldans sem leitar eftir þjónustu. í sumum tilfellum skortir upplýsingu til almennings og aðrir kjósa að fara aðrar leiðir þó þeir viti af þjónustunni. Yfirvöld í nágrannalönd- unum hafa sett upp áætlanir um hvernig mæta skuli þessum vanda og leggja sérstaka áherslu á forvarnahlutverk barna- og unglingageðlækninga vegna þess að með síaukinni þekkingu á geðsjúk- dómum vitum við að geðraskanir á eldri unglings- árum og fullorðinsárum eiga sér oft rætur í æsku. Ekki eingöngu í þeim hefðbundna skilningi sem lagður var í áhrif umhverfis og uppeldis heldur í líffræðilegum orsökum þar sem erfðafræðilegir þættir sem gera einstaklinga útsettari fyrir geð- röskunum birtast strax í bernsku og þá með nokk- uð öðrum hætti en síðar. Það er því mjög mikilvægt að auka þekkinguna á þessu sviði og vita hvernig eigi að bregðast við. Þá er ég ekki endilega að tala um læknisfræðilegt inngrip með lyfjameðferð eða slíku, heldur líka hvernig samfélagið bregst við með þjálfun og stuðningi við börn með þekkta áhættuþætti og fjölskyldur þeirra, þannig að draga megi úr líkum á að þau veikist síðar. Þekkingu innan barnageðlæknisfræðinnar fleygir sífellt hvað þetta varðar.“ Læknablaðið 2007/93 499
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.