Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.06.2007, Blaðsíða 41
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL leyti við 15 ára aldur. Ég vann á sumrum í síld á Raufarhöfn en einnig á Siglufirði, var í mennta- skóla á veturna og á þeim sumrum kynntist ég byggðinni og landinu vestan við Eyjafjörðinn.” Eins orðs Ijóð Valgarður hefur skrifað talsvert um byggðirnar beggja vegna Eyjafjarðar og er meðal annars höf- undur stórs hluta Árbókar Ferðafélags íslands árið 2000 þar sem hann fléttar saman mannlífi, sögu og lýsingum á náttúrfari á sérlega skemmtilegan og læsilegan hátt. Þetta er ómissandi lesning fyrir þá sem hyggja á ferð á þessar slóðir. Nema auðvitað að þeir ráði Valgarð sem leiðsögumann í ferðina þá fá þeir fræðsluna beint af vörum hans. „Já, ég byrjaði á því að fylgja fólki um þetta svæði eftir að ég flutti heim frá London eftir sérnám rétt fyrir 1980. Smám saman vatt þetta upp á sig og varlega áætlað er ég búinn að leiða vel á annað þúsund manns um þessar slóðir. Ég geng þarna um á hverju sumri og nýt þess alltaf jafn- mikið. Alltaf er eitthvað nýtt að sjá og upplifunin er aldrei söm.” fívað er það sem helst einkennir svœðið? „Þetta var geysilega harðbýlt land og síðustu bæir á Látraströndinni fara í eyði 1942 og í Fjörðum 1944. Þarna er mjög snjóþungt og snjóa leysir seint. Láglendi lítið. Vegna snjóþyngsla var engin vetrarbeit svo gróðurfar er allt annað og meira en til dæmis í innsveitum Eyjafjarðar. Þar sést varla lyngtutla, aðeins blásnir melar langt inn til fjalla en í Fjörðum er lyng og skógviðarbróðir upp um allar hlíðar. Landbúnaður var því erfiður á þessum slóðum og fólkið treysti á sjóinn eftir lífsbjörg- inni.” Örnefni eru Valgarði hugleikin og hann orðar það þannig að falleg örnefni séu „eins orðs ljóð”. „Þetta er reyndar kapphlaup við tímann því örnefnin hverfa hratt með þeim kynslóðum sem nú eru elstar. Margt er reyndar þegar horfið en þó hefur verið unnið mikið starf við að safna og varðveita örnefni. Ég hef sett fram þá kenningu að Alinn upp sem utanhús- tegund og ekki vanur stofuhita í híbýlum,” segir Valgarður Egilsson. Læknablaðið 2007/93 501
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.