Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 42

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 42
UMRÆÐA & FRÉTTIR / ÁHUGAMÁL Fjörður og Flateyjardalur við örnefnagift þá eru menn að persónugera land- séð utan tír Grímsey. ið um leið. Auðvitað er margt annað sem hefur áhrif en þetta er eitt helsta einkenni örnefnagiftar. Allir drangar heita „karlar” og „kerlingar”, sker heita „sveinar og systur”, „kerling” og „jómfrú” eru beint fyrir ofan Akureyri og þannig má áfram telja. Svo er svipur á fjöllum sem þau taka nafn af, „yggla” og nær allir líkamshlutar mannsins eiga sér samsvörun í örnefnum. Það er nánast hægt að byrja á hvirflinum og fikra sig niður eftir líkaman- um og alls staðar finnast hliðstæður í örnefnum. Höfuð, hnakki, hvirfill, enni, brúnir, augu, nef, nasir, kinn, kjálki, háls, axlir, bringa, hryggur, lend, mjöðm, eistu, læri, hné, sköflungur, hæll, rist, il, tá svo fátt eitt sé nefnt. Og síðan eru öll örnefnin sem draga nafn af búsmalanum. Sjálfur man ég eftir því að hafa persónugert allt í kringum mig og var alinn upp við slíka hugsun;manni fannst vindurinn hafa sjálfstæðan vilja og ætla að rífa þakið af hús- inu og bólgnir lækirnir á vorin voru staðráðnir í að brjótast yfir bakkana og dreifa möl og aur um gróið land. Allt var lifandi í kringum mann og birtist í nafngiftum á landslagi og fyrirbærum nátt- úrunnar. Landið fær allt aðra mynd í huga manns þegar örnefnin eru kunn.” Breytingar á örnefnum hafa sumstaðar orðið í gegnum tíðina og Valgarður rifjar upp að í Náttfaravíkum er áin Purká. „Þetta er enska orðið „pork” en í sóknarlýsingu frá 1840 kemur í ljós að áin hét áður Svíná og dalurinn Svínárdalur, nú Kotadalur, og hvers vegna þetta breyttist er ekki vitað. En þetta er merkileg breyting sem þarna hefur orðið og í rauninni furðulegt að eldri örnefn- in skuli hafa horfið svona gersamlega. Þá eru líka ótalin öll örnefnin sem menn notuðu til að stað- setja fiskimið og tóku þá gjarnan mið af tveimur eða fleiri sjónpunktum úr landi. Stundum höfðu fjöll sín sérstöku örnefni utan frá sjó séð sem Styrkur göngustafur sem einnig má nota til að verjast úti- legumönnum. voru aldrei notuð í öðru samhengi. Þessi örnefni á grunnslóð í kringum landið eru óðum að hverfa og mörg eru alveg týnd.” Spáði fyrir um Kárahnjúka Ritstörf hafa verið Valgarði hugleikin um langa hríð og hann er meðal annars höfundur tveggja leikrita Dags hríðar spor og Maðurinn er normal. Hið fyrrnefnda var sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins 1981 í leikstjórn Brynju Benediktsdóttur og vakti talsverða athygli enda gerólíkt því sem aðrir leik- ritahöfundar íslenskir voru að fást við á þeim tíma. Verkið er ljóðrænt og ást höfundarins á náttúrunni er dylst engum. Þar reyndist Valgarður merkilega sannspár um hver þróunin yrði í umgengni við íslenska náttúru þegar stóriðju yxi fiskur um hrygg. „Það er næstum hægt að segja að þetta sé leikrit um Kárahnjúkaævintýrið í smáatriðum,” segir hann sposkur. Hann segir leiklist hafa fangað hug sinn því fallega fluttur texti á Ieiksviði hafi heillað sig um- fram annað. Hann teiknar líka og lýsir því þannig að þegar hann vilji vera alvarlegur þá skrifi hann prósa en þegar léttúð færist yfir þá grípi hann teiknipennann. Svo skemmtilega vill til að að einmitt núna í lok maí kom út hjá JPV útgáfu ljóðabók eftir Valgarð sem hann hefur unnið að undanfarin ár og því vaknar sú spurning hvort vísindamaðurinn J. 502 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.