Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 46

Læknablaðið - 15.06.2007, Qupperneq 46
UMRÆÐA & FRÉTTIR / EYÐING STÚLKUBARNA Þáttur heilbrigðisstétta í eyðingu stúlkubarna Jóhann Ágúst Sigurðsson PRÓFESSOR HEIMILISLÆKNISFRÆÐl/ LÆKNADEILD HÍ OG Heilsugæslu HÖF- UÐBORGARSVÆÐISINS, SÓL- VANGI, 220 HaFNARFIRÐI. johsig@hi.is Linn Getz TRÚNAÐARLÆKNIR Landspítala OG DÓSENT við Institutt for Samfunnsmedisin, Norges Tlknisk- Naturvitenskapelige Universitet, Þrándheimi, Noregi. Anna Luise Kirkengen PRÓFESSOR Institutt for Samfunnsmedisin, Universitetet I Tromsó, Noregi. Don't say that he’s hypocritical, Say rather that he’s apolitical. „ Once the rockets are up, who cares where they come down? That’s not my department, “ says Wernher von Braun. Tom Lehrer: Wernher von Braun, 1965 HÁrr hlutfall ungbarnadauða má oftast nær rekja til fátæktar, stríðsástands, menntunarskorts, bágbor- innar heilbrigðisþjónustu eða ýmiss konar faraldra. Á síðustu áratugum hefur hins vegar önnur orsök hás ungbarnadauða skotið upp kollinum sem rekja má til pólitískra ákvarðana, menningar og tækniframfara í læknisfræði. Hér er einkum átt við þá uggvænlegu þróun sem birtist í röskun á kynjahlutfalli; fækkun stúlkubarna miðað við sveinbörn í Austur- og Suður Asíu (1-3), sér- staklega í Indlandi (4-6) og Kína (7,8). Vandamálið „horfin stúlkubörn” (á ensku eru oft notað „female infanticide", „sexicide" eða tölfræðilega hugtakið „missing girls“) er nú mikið til umfjöllunar í virtum fræðiritum í læknisfræði (2-10). Þar er meðal ann- ars bent á að fjöldi horfinna stúlkubarna sé nú um 80 milljónir eingöngu í Indlandi og Kína (9). Kynjahlutfall fæddra barna er skilgreint sem fjöldi fæddra drengja fyrir hverjar 100 fæddar stúlkur. Þetta hlutfall hefur hækkað jafnt og þétt undanfarin ár í þessum löndum. Sem dæmi má nefna að árið 1991 var hlutfall drengja 114 á móti hverjum 100 stúlkum á aldrinum 0-6 ára í Punjab héraði í Indlandi. Tíu árum síðar (árið 2001) var hlutfallið orðið 126:100. Innan skamms verða um 12-15% fleiri karlar en konur komnir á gifting- araldur á mörgum svæðum með ófyrirsjáanlegum samfélagslegum afleiðingum (9,10). Það gefur auga leið að þessi þróun er ekki eðlilegur gangur náttúrunnar. Önnur öfl standa þar að baki. Þar ráða miklu pólitískar ákvarð- anir frá níunda áratug síðustu aldar um eitt barn á fjölskyldu, svo og menningarleg viðhorf þessara þjóða um að drengir séu mun æskilegri en stúlkur. Athyglisvert er að hvarf stúlkubarna í Indlandi er algengara meðal vel menntaðra kvenna borið saman við ómenntaðar konur (6). Einnig skiptir máli hvort og hve mörg börn fjölskyldan á fyrir. Rannsóknir sýna til dæmis að ef um fyrsta barn er að ræða í fjölskyldunni er hlutfall drengja á móti stúlkum að meðaltali 105:100, en fer allt upp í 132:100 ef um fjórða barn er að ræða (9). í lok síðustu aldar voru skýringar á ójöfnu kynjahlutfalli 0-6 ára barna meðal annars þær að fædd stúlkubörn voru oftar vanrækt en drengirnir og dánartíðni stúlkubarna á fyrstu æviárunum hærri en hjá drengjum.Talið er að náðst hafi góður árangur varðandi bættan hag stúlkubarna á fyrstu árum ævi sinnar og að dánartíðni ungra stúlkna umfram drengi hafi minnkað (9). Hins vegar hefur þessi ávinningur þurrkast út, tölfræðilega séð, með tilkomu háþróaðrar tækni við kynjagreiningu snemma á fósturskeiði og eyðingu stúlkubarna í kjölfarið (5). Læknar, aðrar heilbrigðisstéttir og hátækniiðnaður tengdur læknisfræði (the medical industrial complex) eru þannig orðinn snar þáttur í þessari helför gegn stúlkubörnum. Aðkoma þess- ara stétta að málinu krefst því nánari umræðu. Nú kann einhver að hugsa sem svo að Indland og Kína séu svo fjarlæg okkur að málið varði vart vestrænar læknastéttir. Því miður er málið ekki svo einfalt. Sem dæmi má nefna að árið 1998 voru formannaskipti í alþjóðasamtökum um óm- skoðanir í meðgöngu- og kvensjúkdómafræðum (International Society of Ultrasound in Obstetrics & Gynecology; ISUOG) og við tók læknir frá Norðurlöndunum. í viðtali við hinn nýja formann um helstu framtíðarverkefni samtakanna lagði hann áherslu á að samtökin þyrftu að hafa hönd í bagga með fræðslu og þjálfun þeirra sem sjá um ómskoðanir víða um heim, meðal annars í Kína og nýta sér sambönd í gegnum Hong Kong í sam- vinnu við framleiðendur og seljendur tækjabún- aðarins (II). Við erum ekki að gera því skóna að þessi samtök hafi neitt illt í hyggju, heldur benda á þá ábyrgð sem á herðum þeirra hvílir. Það er þó vert að hugleiða hvaða öfl hafa þarna hagsmuna að gæta og hvað getur hlotist af nýtingu þessarar þekkingar og tækni. I inngangi þessara skrifa er hluti af sönglaga- texta Toms Lehrer frá 1965, en hann starfaði einnig sem prófessor í stærðfræði við Harvard háskóla. Lehrer víkur að Von Braun í sönglagatexta sínum, en hann var sem kunnugt er forystumaður í sveit Hitlers við þróun árásareldflauga. Árið 1945 hvarf von Braun af sjónarsviðinu en skaut síðar upp koll- inum sem forstöðumaður við geimferðaáætlanir Bandaríkjamanna. Lehrer bendir með kaldhæðn- islegum hætti á að „hlutleysi vísindamanna” eigi 506 Læknablaðið 2007/93
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.