Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 37
UMRÆÐA & FRÉTTIR / SMITSJÚKDÓMAR skæðasta drepsótt sem herjað hefur á mannkynið í nútímanum, en talið er að um 50 milljónir manna hafi látist af völdum hennar á örfáum mánuðum árið 1918. Röskun af völdurn veikinnar var rniklu meiri en heimstyrjaldarinnar fyrri sem var að ljúka þegar veikin kom fram og e.t.v. átti veikin sinn þátt að styrjöldinni lauk. Það er margt mjög sérstakt við spænsku veik- ina og eitt af því er að enginn veit hvaðan hún kom, þó að nýlegar rannsóknir bendi til þess að að þetta hafi verið veira sem kom úr fuglurn. Það er mjög heillandi saga á bakvið rannsóknirnar sem beindust að því að finna veiruna eftir öll þessi ár en vísindamenn grófu upp lík þeirra sem létust úr veikinni, upp úr sífreranum í Alaska til að tjasla veirubútunum saman. Eitt af því sem er sérstakl við spænsku veikina er að hún lagði fyrst fremst ungt og hraust fólk í valinn, gagnstætt öðrum inflúensufaröldrum. Enginn veit hvernig á þessu stóð. Hvort það var tengt veirunni sjálfri, hvort hún hafði lag á því að drepa frekar hraust fólk en þá sem eru veikari fyrir, en allt þetta hefur gert spænsku veikina að ögrandi viðfangsefni til rann- sókna. Hér á íslandi vitum við nákvæmlega hvernig hún barst til landsins og síðan er hægt að gera sér grein fyrir því hvernig veikin lamaði þjóðfélagið frá degi til dags, þar sem samtímaheimildir eins og Morgunblaðið og Heilbrigðisskýrslur eru mjög greinargóðar. Það er nánast hægt að kortleggja út- breiðslu veikinnar frá upphafi til enda því þetta er rakið skilmerkilega í þessum heimildum. Einnig er til nokkuð nákvæm skrá yfir þá sem létust. Við erum með mjög nákvæmar upplýsingar úr Islendingabók Islenskrar erfðagreiningar og einnig um um greftrunardag og greftrunarstað þeirra sem létust úr veikinni. Þegar þetta er allt tekið saman opnast möguleikinn á því að gera sér grein fyrir atburðarásinni eins og hún var; við getum greint nákvæmlega hverjir dóu, hvenær, hvar þeir voru búsettir. jafnvel hverjir voru þar aðrir til heimilis. Með því að nota þessar upplýs- ingar var unnt að reikna út áhættuna á dauðs- föllum af völdum veikinnar innan fjölskyldna og á grundvelli skyldleika. Þetta er í rauninni ein- stakt að hafa möguleika á að skoða gögnin með þessum hætti því upplýsingar erlendis eru mun grófari, þar eru einungis til tölur um heildardán- artíðni í einstökum borgum en upplýsingar um einstaklinga eru ekki fáanlegar með sama hætti. Niðurstöður okkar eru þær að erfðaþættir virtust skipta tiltölulega litlu máli en það er hugsanlegt að smitmagnið sem hver einstaklingur komst í snert- ingu við í upphafi veikindanna hafi verið það sem spáði best fyrir um hvernig honum reiddi af. Ef til vill náði lítið smitmagn að kitla ónæmiskerfið nægilega mikið til að það myndaði mótefni en mikið smitmagn í upphafi var svo yfirþyrmandi fyrir ónæmiskerfið að fólk fékk lungnablæðingar með öndunarbilun og dó. Þetta er ein ályktunin sem draga má af þessunr niðurstöðum.” Magnús segir að áhugi manna á heimsfar- aldrinum 1918 hafi aukist á undanförnum árum einmitt vegna þess að menn telja að hliðstæður far- aldur geti komið upp á næstu árum eða áratugum. „Hvort það verður H5N1 veiran sem veldur honum eða annar stofn er óljóst og hvenær það gerist er einnig óljóst en það má draga mikinn lærdóm af þessari sögu. Hvernig útbreiðslunni er háttað, hverjir eru í mestri hættu á að deyja, og hvernig tímasetningar á íhlutandi aðgerðum, forvörnum, skila misgóðum árangri eftir því hvenær er gripið til þeirra. Það er t.d. ekki raunhæft að einangra alla því þá sitjum við uppi með tifandi tímasprengju sem mun springa á endanum. Spurningin er hvern- ig svona bylgju er hleypt í gegnum samfélagið og reyna að draga sem mest úr eyðileggingaráhrifum hennar um leið. Er hægt að hægja á bylgjunni, draga úr krafti hennar, lækka öldutoppinn. Þetta er eitt af því sem menn hafa verið skoða varðandi spænsku veikina. í Bandaríkjunum var dánartíðni í einstökum borgum mjög mismunandi eftir því hvernig yfirvöld á staðnum brugðust við. Sumir brugðust við alltof seint, aðrir jafnvel of snemma og allt þar á milli og það hafði mjög misjöfn áhrif sem lærdómsríkt er að skoða. Hér á Islandi var gripið til mjög róttækra ráðstafana, samkomur féllu að mestu sjálfkrafa niður í Reykjavík sem var um seinan og hafði því mjög lítið að segja. Samgöngubann hinsvegar á Holtavörðuheiði og við Múlakvísl hafði hinsvegar þau áhrif að veikin barst hvorki til Norður- né Austurlands. Eftir því sem ég best veit þá er það einsdæmi í þessum alheimsfaraldri 1918 að tekist hafi að einangra hálft land með svo afgerandi ár- angri. Annars staðar tókst í fáeinum tilvikum að einangra afskekkt þorp eða hverfi en þetta er al- gjörlega einstakt og má draga mikilvægan lærdóm af því. Það yrði reyndar mjög erfitt að einangra landið fyrir umheiminum nú vegna þess hversu tíðar samgöngur við alla heimshluta eru, en allar aðgerðir sem gætu seinkað komu slíks faraldurs til landsins væru af hinu góða.” Berskjölduð gegn bólusótt Verkefnið sem rannsóknin á spænsku veikinni er hluti af er fjórþætt að sögn Magnúsar. „Þar er líka um að ræða rannsókn á alvarlegum bakteríusýk- ingum af völdum hjúpaðra baktería, t.d. pneumó- kokka sem valda heilahimnubólgu og mjög slæmri lungnabólgu, berkla og aukaverkanir kúabólusetn- Læknablaðið 2007/93 621
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.