Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2007, Side 20

Læknablaðið - 15.09.2007, Side 20
FRÆÐIGREINAR / SJÚKDÓMUR CAROLIS Mynd 1. ERCP frá 1997 sem sýndi skjóðulaga víkk- un á gallgöngum í vinstra lifrarblaði sem talin var dœmigerð fyrir staðbund- inn Carolis sjúkdóm. geiraskipta og skjóðulaga víkkun á stærri gall- göngum í lifur (multifocal, segmental, saccular dilation of large intrahepatic bile ducts). Síðar var lýst heilkenni Carolis þar sem meðfædd lifr- artrefjun er einnig til staðar (Congenital hepatic fibrosis) (1, 2). Sjúkdómur Carolis er talinn orsakast af atviki í fósturlífi þar sem endurmótun á pípluþynnu (ductal plate) stöðvast við myndun stærri gallganga innan lifrarinnar. I heilkenni Carolis er talið að þessi endurmótun stöðvist á öllum stigum galltrésins (2). Sjúkdómurinn erfist bæði víkjandi og ríkjandi en víkjandi formið er talið algengara (l-4).Tengsl við nýrnablöðrusjúkdóm eru talin vera í 60-80% tilvika og þá oftast tengsl við víkjandi nýrna- blöðrusjúkdóm (Autosomal recessive polycystic kidney disease) (1). Einnig geta gallrásarblöðrur (choledochal cysts) verið til staðar (8-53%) (2, 5). Nýgengi sjúkdómsins er óþekkt þar sem rann- sóknir hafa að mestu verið byggðar á sjúkratilfell- um eða rannsóknum með færri en 10 sjúklingum. Árið 1998 hafði aðeins 150 tilfellum verið lýst (2). Gallinn er aðallega í geiragallrásunum (seg- mental bile ducts) en getur verið í hægri og vinstri lifrarrás (hepatic ducts) og greinum geiragall- rásanna (2). Megingallrásin er eðlileg (5). Þekja gallganganna getur verið ofvaxin (hyperplastic) og með sárum (ulcerated) (3). Breytingarnar geta verið dreifðar um alla lifrina eða einskorðast við eitt lifrarblað eða geira, oftar vinstra megin (2). I heilkenni Carolis er oftar meiri útbreiðsla í lifr- inni (1). Sjúkdómurinn getur komið fram á hvaða aldri sem er (3, 5) en langflestir (80%) veikjast fyrir 30 ára aldur (1). Helstu einkenni sjúkdómsins má rekja til útvíkkunar á gallgöngum, stöðnunar á galli og myndunar á gallsteinum sem valda kviðverkjum, gulu og jafnvel bráðabrisbólgu. Endurteknar sýk- ingar, jafnvel graftarmyndun í lifur, eru algengar (6). Síðkomnir fylgikvillar eru gallskorpulifur með portæðaháþrýstingi og mýlildi (amyloidosis) vegna síendurtekinna sýklasótta (2). Sjö prósent sjúklinga fær gallgangakrabbamein sem er meira en hundraðföld áhætta miðað við nýgengi í almennu þýði (0,05%) (7, 8). Sjúkdómurinn er oftar greindur nú til dags vegna bættrar mynd- greiningartækni (2). Lifrarpróf geta verið eðlileg en algengari eru merki um gallstíflu með eða án hækkunar á transamínösum (2). Lifrarstækkun kann að vera til staðar (3). Grunur um sjúkdóm Carolis vaknar oft í ómskoðun við uppvinnslu á gallstíflu og gallrás- arbólgu ef blöðrusvæði (cystic areas) og ómsnauð svæði (anechoic areas) sjást í lifrinni (1, 2, 9). Greining er staðfest með ERCP eða PTC með því að sýna fram á skjóðulaga fyrirferðir sem tengjast gallgöngum innan lifrarinnar (1, 2, 5). Mikilvægt er að sýna fram á tengsl skjóðanna við gallgangakerfið til að aðgreina sjúkdómin frá fjöl- blöðru lifrarsjúkdómi (polycystic liver disease) og fjölhreiðra lifrarígerð (multiple hepatic abscesses) (2.9) . Litarefnissteinar (black-pigmented calcium bilirubinate stones) eru algengir og birtast sem fyllingareyður í galltrénu. Þrengingar og óreglu- legt útlit gallganganna kunna að sjást í kjölfar endurtekinna gallrásarbólga. Sumir höfundar telja að ekki eigi að nota greiningaraðferðir með inn- gripum eins og ERCP eða PTC nema um gallrás- arbólgu sé að ræða vegna hættu á að valda slíkri bólgu og hugsanlegum fylgikvillum s.s. sýklasótt, gallleka, blæðingu eða dauða með um 3% tíðni (2.10) . Sýnt hefur verið fram á að hægt sé að nota gallgangamyndatöku með segulómtækni í stað þeirra. Einnig geta sindurmyndun (scintigraphy) og tölvusneiðmynd með skuggaefni í gallgöngum komið að gagni við greiningu. Lifrarsýni ætti ekki að taka vegna hættu á myndun gallfistils og sýkingar í kjölfarið (11). Meðferðin er fyrst og fremst fólgin í því að koma aftur á eðlilegu gallflæði (1, 2). ERCP er árangursríkt við að fjarlægja gallleðju og steina úr megingallrás en hefur takmarkaða þýðingu við að tæma blöðrur innan lifrarinnar. PTC gagnast betur í þeim tilgangi og fækkar þar með tilvikum gallrás- 604 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.