Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 44

Læknablaðið - 15.09.2007, Blaðsíða 44
UMRÆÐA & FRÉTTIR / VINNUTÍMI var af deildarlæknum sem ráku deildirnar meira og minna undir handleiðslu sérfræðinga. Peir voru með mikla viðveru á deildunum en sérfræðing- arnir höfðu meiri tíma til að sinna handleiðslu, fræðastörfum og kennslu. Staðan í dag er gerbreytt hvað þetta varðar, deildarlæknum hefur fækkað og eru að auki mikið burtu vegna breyttra hvíld- artímaákvæða í kringum vaktir. Sérfræðingarnir vinna alla pappírs- og grunnvinnu á deildum og samtímis hefur álagið á móttökudeildirnar aukist og er orðið miklu meira en áður. Daglegt álag er miklu meira en áður var en þó er rétt að taka fram að þetta er ekki bara vandi okkar hér á geðdeild Landspítala, heldur er þetta meira og minna vandi alls spítalans. Ef læknir tekur næturvakt þá á hann frí bæði virkan dag á undan og eftir vaktinni. Pegar fáir deildarlæknar þurfa að taka margar vaktir og allir þurfa sín frí þá gefur augaleið að viðvera á dagvinnutíma er stundum ansi lítil. Af þessum ástæðum lendir meginþungi dagvinnu á sérfræðingunum sem eru hér á þessum tíma. Við höfum reyndar haft nokkrar áhyggjur af því að mikið vaktaálag á deildalæknum bitni á starfsnámi þeirra því lækningar eru svo miklu meira en bara bráðalækningar,” sagði Guðlaug Þorsteinsdóttir. „Það er alveg óhætt að fullyrða að sérfræðing- um þykja þetta hin mestu ólög,” segir Jóhannes. Umtalsverður kostnaðarauki „Tilskipunin hefur mest áhrif á vinnutíma aðstoð- ar- og deildarlækna og veldur því að oft reynist erfitt að fullmanna dagvaktir. Þetta gildir að lang- mestu leyti um þennan hóp en þó eru ákveðnar sérgreinar þar sem sérfræðilæknar ganga bundnar vaktir, t.d. svæfingalæknar, þar sem þetta kemur fram með sama hætti.” Pað liggur í orðanna hljóðan að hvíldartíminn skuli vera fyrir og eftir vakt til að lœknir sé í sem bestu formi til að vinna vinnu sína. Hefur verið sóst eftir að „safna” hvíldartímanum til að geta tekið lengra frí? „Nei, enda er það ekki heimilt samkvæmt reglunum. I upphafi þessara reglna þá skapaðist talsvert mikill frítökuréttur hjá ákveðnum hópum sérfræðinga sem gengu bundnar vaktir. Þetta var einkum á árunum rétt fyrir 2000 og það eru hópar sem eiga mikið af uppsöfnuðu fríi og það er skuld sem fellur fyrr en varir og verður spítalanum býsna dýr því dæmi eru um lækna sem eiga allt að 2 ár af óteknu fríi. Margir hverjir hafa hugsað sér að taka það út við starfslok.” Hefur ykkur tekist að komast fyrir þetta? „Að mestu leyti hefur það tekist, já.” Hver er kostnaðarauki Landspítalans við þetta fyrirkomulag? „Hann er að líkindum umtalsverður en erfitt að reikna nákvæmlega. Mér telst svo til að unglæknum sem starfa við spítalann hafi fjölgað um 20 ársverk frá ársbyrjun 2005. Að því gefnu að sú fjölgun tengist mestmegnis EES ákvæðunum má ætla að kostnaðaraukinn nemi grunnlaunum þessa hóps auk launa- og réttindatengdra gjalda sem er nálægt 90 - 100 milljónum króna á ári. Otalinn er þá kostnaður af verkum sem kunna að falla á aðra sem áður voru unnin af unglæknunum. Það voru aldrei settir sérstakir peningar í þetta þó öllum sé ljóst að þetta krefjist umtalsvert meiri mönnunar með viðeigandi kostnaði en þetta er allt gert í því skyni að vinnuálag sé ekki úr hófi og ungt fólk gerir vaxandi kröfu um slíkt,” segir Jóhannes. Bjarni Þór Eyvindarson. þáverandi formaður Félags ungra lækna, orðaði skoðun sína á þessu einmitt ágætlega í viðtali í 8. tbl. Læknablaðs- ins 2006. „Imyndin sem unglæknar höfðu á sér var að þeir ynnu myrkranna á milli og á frekar lélegum launum. Okkur hefur þó tekist að breyta þessari ímynd og breyta starfs- og launakjörum unglækna í þá veru að þetta sé fólki bjóðandi. Lengi var sú hugmynd uppi að til þess að verða fullnuma sérfræðingur í læknisfræði þá þyrfti fólk að ganga í gegnum eins konar hreinsunareld yfirgengilegrar vinnu um nokkurra ára skeið. Við höfum viljað beita okkur fyrir því að kjör unglækna séu með þeim hætti að ungt og efnilegt fólk treysti sér í læknisfræði þó það sé ekki tilbúið að fórna samveru við fjölskyldu langtímum saman vegna starfsins. Unglæknar eiga að geta notið starfsins og annarra gæða sem lífið hefur að bjóða rétt eins og aðrir.” Undir þetta tekur Jóhannes „Viðhorfin til þessara löngu viðvista sem tíðkuðust þegar mín kynslóð var að hefja störf sem læknar eru ger- breytt. Það er sem betur fer horfið að unglæknar standi vaktir allt upp í þrjá sólarhringa samfellt. Hinsvegar hefur þetta áhrif á samfellu starfsins og skapar erfiðleika á öðrum sviðum. Það er t.d. erfitt fyrir unglækni að fylgja eftir sjúklingum sem þeir hafa séð og eiga í rauninni að læra af þegar þeir missa kannski úr tvo daga á undan og eftir einni næturvakt. Þá hefur teymisvinna við lækningar þróast á undanförnum árum og það reynist oft erfitt að halda teymunum saman vegna fjarvista. Nefna má sem dæmi um þetta að í lyflækningum er mikið byggt á teymisvinnu. Þar eru teymin samsett af einum sérfræðingi og tveimur aðstoð- ar- eða deildarlæknum. Iðulega vantar annan þeirra og stundum báða. Þetta truflar sannarlega þá starfsrútínu sem hefur skapast á deildunum og sérfræðingunum þykir með réttu sem ýmis hefðbundin störf sem aðstoðar- og deildarlæknar 628 Læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.