Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.09.2007, Side 13

Læknablaðið - 15.09.2007, Side 13
FRÆÐIGREINAR / FÓSTURKÖFNUN út frá venjubundinni 19 vikna ómskoðun. Apgar stig <6 fintm mínútum eftir fæðingu og að barnið hefði fengið ICD-10 greininguna fósturköfnun með greiningarnúmerum P21.0, P21.1 eða P21.9. Klínískar upplýsingar Upplýsingum var safnað um meðgönguna, fæð- inguna og atburði eftir fæðingu úr mæðraskrám og úr sjúkraskrám barnanna. Upplýsingar um meðgöngu voru aldur og reykingar móður, meðgöngulengd og sjúkdóm- ar móður, svo sem meðgöngueitrun, sykursýki, háþrýstingur fyrir meðgöngu, meðgönguháþrýst- ingur, magn legvatns og hvort um einbura eða fjölbura var að ræða. Skráð var hvort fæðing var framkölluð, hríðaörvun notuð og þá hvorl of miklir samdrættir væru í legvöðva (oförvun; e. hyperstimulation), skilgreint sem meira en fimm samdrættir á 10 mínútum í meira en 20 mínútur samfleytt (9) og litur legvatnsins flokkaður í tært, grænt þunnt eða grænt þykkt. Lesið var úr fóst- urhjartsláttarritum allra fóstranna rneð tilliti til þess hvort dýfur voru í ritinu, hraður hjartsláttur, hægur hjartsláttur eða óeðlilegur breytileiki (10) (tafla I). Þá voru ritin flokkuð í óeðlileg sam- kvæmt eftirfarandi: 1) <30 mínútur fyrir fæðingu, 2) 30-60 mínútur fyrir fæðingu, 3) >60 mínútur fyrir fæðingu eða 4) óeðlilegt rit frá komu á fæð- ingardeild. Rit flokkuð sem óeðlileg voru með of hægan eða hraðan hjartslátt í >10 mínútur, seinar og breytilegar dýfur eða snemmdýfur sem stóðu >1 klukkustund, jafnvel þó samdrættir væru tíðir. Rit með minnkuðum breytileika var einnig talið óeðlilegt. Ótúlkanlegt rit, það er að segja rit þar sem hraði hjartsláttar sveiflaðist svo mikið að ekki var hægt að greina grunntíðni þar sem skráning á samdráttum kom ekki fram eða þar sem blekið hafði dofnað fóru í sérstakan flokk. Við úrlestur ritanna var stuðst við lýsingu í sjúkraskrá sem skrifuð var af þeim fæðingarlækni sem tók á móti viðkomandi barni. Öll rit sem erfitt var að túlka voru yfirfarin að auki af einum höfunda (HH). Niðurstaða blóðsýnis úr kolli barns í fæðingu var skráð, ef það hafði verið tekið. Fæðingarinngrip voru flokkuð í fæðingu með sogklukku, töng eða bráðakeisaraskurði (keisaraskurður ákveðinn eftir að fæðing hefst). Eftir fæðingu var Apgar stigun við eina, fimm og tíu mínútur skráð. Flokkun Sarnat og Sarnat var notuð til að skilgreina hvaða börn fengu HIE og aðgreina þau í þrjú stig. Fyrsta stig einkennist af ofurertanleika, líflegum taugavið- brögðum, auknum einkennum frá semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins og einkenni vara skemur en 24 klukkustundir. Annað stig einkennist af vöðvaslekju, kreppum í fjarlægari liðamótum og Tafla II. Óeðlilegt FHR (fósturhjartsláttarrit) í fæðingu, merki um álag á fóstur með fósturköfnun, með og án heilakvilla af völdum súrefnisþurrðar (hypoxic ischemic encephatopathy). Hjartsláttarmynstur í FHR* Tilfelli (n=127) Nýburar með HIE (n=19) Nýburar án HIE (n=108) Óeðlilegt FHR 84 (66%) 15 (79%) 69 (64%) Hraður hjartsláttur 35 (28%) 4 (21%) 31 (29%) Hasgur hjartsláttur 24 (19%) 5 (26%) 19 (18%) Seinar dýfur 46 (36%) 6 (32%) 40 (37%) Snemmkomnar dýfur 25 (20%) 3 (16%) 22(20%) Breytilegar dýfur 16 (13%) 3 (16%) 13 (12%) Dýfur >60 mín fyrir fæðingu** 54 (43%) 6 (32%) 48 (44%) Minnkaður breytileiki 19 (15%) 5 (26%) 14 (13%) *FHR = fósturhjartsláttarrit **Hvaóa tegund dýfa sem er í meira en 60 mínútur fyrir fasðingu Tafla III. Fæðingar með inngripum og tvíburafæðingar. Tegund inngripa Rannsóknar- hópur (n=127) Tíðni Aðrar fæðingar LSH (n=14090) Tíðni p-gildi Framkölluö fæðing 31 24% 1851 13,1% 0,001 Fasðing með sogklukku 28 22% 955 6,8% <0,001 Bráöakeisaraskuröur 25 19,7% 1601 11,4% 0,008 Fæðing með fæðingartöng 8 6,3% 145 1,03% <0,001 Tvíburafæðing 11 8,7% 321 2,28% <0,001 flogum sem eiga upptök á fleiri en einum stað í heila. Priðja stig einkennist af meðvitundarleysi og viðbragðaleysi hjá nýburanum (11). Stuðst var við upplýsingar úr sjúkraskrá og greiningin end- urmetin í öllum tilvikum af tveimur höfunda (AD og PP). Tölfrœði og úrvinnsla Við úrvinnslu var notað eftir því sem við átti Mann-Whitney próf, t-próf, kíkvaðrats- og Anovapróf í tölfræðiforritinu SPSS. Leyfi fyrir rannsókninni voru fengin frá Persónuvernd og Siðanefnd Landspítala. Leyfi til athugana á sjúkra- skrám voru fengin hjá vörslumönnum sjúkra- skráa á Kvennasviði Landspítala og Barnaspítala Hringsins. Nidurstöður Á rannsóknartímabilinu var heildarfjöldi fæddra barna á Kvennasviði Landspítala 14.217 þar af 13.495 fullburða (>37 vikna meðganga). Á þessum tíma fengu 248 börn greininguna fósturköfnun og 132 samræmdust inntökuskilyrðunum. í fimm tilvikum voru upplýsingar ófullnægjandi og því voru 127 börn í rannsóknarhópnum. Hin 116 voru ýmist fyrirburar, fædd á öðrum sjúkrahúsum eða höfðu fengið fleiri en sex Apgar stig við fimm mín- útna aldur. Nítján börn voru með HIE (mynd 1). Læknablaðið 2007/93 597

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.