Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 2
Nóatún 17 · 105 Reykjavik · S. 571 9905 www.spekoppar.is
Opið
Mán.-Föst. 11 - 17
Laug. 11-14
Lokað á laugardögum í ágúst
Nýjar vörur
frá Frugi
komnar
Fötin eru unnar úr
100% lífrænni bómull
Væntanlegar vörur frá
Katvig, Småfolk og
Melton
Vefverslun okkar er opin
allan sólarhringinn
Sendum frítt um allt land
S takur tími hjá sálfræðingi kostar um 11-13 þúsund krónur en hið opinbera
hefur enn ekki tekið það skref
að niðurgreiða sálfræðiþjónustu,
líkt og flesta aðra þjónustu innan
heilbrigðiskerfisins. Sálfræði-
meðferð er fyrsta val við kvíða og
þunglyndi samkvæmt klínískum
leiðbeiningum landlæknis. Í leið-
beiningum vegna almennrar kvíð-
aröskunar segir: „Árangursríkasta
meðferðin er sálfræðimeðferð –
hugræn atferlismeðferð (HAM).“
Lyfjameðferð kemur þar á eftir en
notkun geðlyfja er mest hér á landi
meðal OECD-ríkjanna.
Hrund Þrándardóttir, formaður
Sálfræðingafélags Íslands, segir
baráttu fyrir því að sálfræðiþjón-
usta sé niðurgreidd sé komin það
langt að ekki þurfi lengur að færa
rök fyrir nauðsyn þess. „Það er
okkur mikið hjartans mál að að-
gengi almennings að sálfræðiþjón-
ustu batni, að sálfræðingum verði
fjölgað á grunnþjónustustöðvum á
borð við heilsugæslu og að til komi
niðurgreiðsla frá ríkinu til sálfræð-
inga á stofum,“ segir hún.
Þingmenn úr fjórum flokkum
lögðu fram þingsályktunartillögu
þann 4. apríl um aðgerðaáætl-
un um geðheilbrigðisþjónustu
fyrir börn, unglinga og fjölskyldur
þeirra, þar sem meðal annars var
fjallað um bætt aðgengi að sál-
fræðiþjónustu. Ekki var fjallað
um tillöguna áður en þingið fór í
sumarfrí.
Í þingsályktunartillögunni segir
að í kjölfar efnahagskreppunnar
hafi komið fram sterkar vísbend-
ingar um að tilfinningavandi barna
hérlendis hafi aukist. „Samkvæmt
HeilbrigðiSmál gegn kvíða er Sálfræðimeðferð árangurSríkuSt
Takmarkað aðgengi
að sálfræðiþjónustu
Bæta þarf aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu með því að fjölga sálfræðingum á
heilsugæslustöðvum og niðurgreiða sálfræðitíma á einkastofum. Stakur tími á einkastofu kostar
yfir 10 þúsund krónur. Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis er sálfræðimeðferð fyrsta
val þegar kemur að þunglyndi og kvíða.
Hrund Þrándardóttir, formaður Sálfræð-
ingafélags Íslands.
bestu mögulegu þekkingu á
að bjóða upp á gagnreynda
sálfræðimeðferð, nánar
tiltekið hugræna atferlis-
meðferð, áður en gripið
er til annarra úrræða eins
og lyfjagjafar,“ segir þar
ennfremur og bent er á að
erlendis hafi verið reiknað
út að það sé þjóðhagslega
hagkvæmt að ráðast í átak
til þess að sporna við alvar-
legum afleiðingum tilfinn-
ingavanda og bjóða upp á
bestu mögulegu meðferð í
samræmi við klínískar leið-
beiningar.
Hrund segir fulltrúa Sál-
fræðingafélagsins hafa átt
fundi með ráðherrum félags-
og heilbrigðismála. „Við
höfum mætt þar ákveðnum
skilningi og boðið fram
krafta okkar til að útfæra til-
lögur. Það er óþarfi að ætla
að finna upp hjólið. Ef við lít-
um til hinna Norðurlandanna
þá er þar alls staðar betra
aðgengi að sálfræðiþjónustu
en hér, ýmist vegna niður-
greiðslna eða auknum fjölda
sálfræðinga á heilsugæslu-
stöðvum,“ segir hún.
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Sálfræði-
þjónusta er
ein af fáum
tegundum
þjónustu
innan
heilbrigðis-
kerfisins
sem er ekki
niður-
greidd.
Ljósmynd/
NordicPhotos/
Getty
Samkvæmt
bestu mögulegu
þekkingu á að
bjóða upp á
gagnreynda sál-
fræðimeðferð.
Söfnun kittý Safnaði Sjálf fyrir grunnrannSóknum á krabbameini
Skipulagði minningargöngu um dóttur sína
„Kitty lést 44 ára úr brjóstakrabba-
meini árið 2009. Hún hefði orðið
fimmtug í ár og mig langaði að minn-
ast hennar á eftirminnilegan hátt,“
segir Sigurlaug Haraldsdóttir, móðir
Kristbjargar Marteinsdóttur – Kit-
týjar, sem lést eftir 6 ára baráttu við
krabbamein. Kittý barðist mikið fyr-
ir grunnrannsóknum á krabbameini
og því ákvað móðir hennar að efna til
söfnunar- og minningargöngu um
dóttur sína sem var félagi í styrktar-
félaginu Göngum saman og skipu-
lagði marga fjáröflunarviðburði á
vegum félagsins.
Í meðferðarferlinu lagði Kittý
áherslu á að láta ekki sjúkdóminn
stjórna lífi sínu heldur lifa til fulls.
Hún stundaði göngu og setti sér það
markmið að ganga daglega undir
kjörorðunum „eitthvað á hverjum
degi“. Hún var fædd og uppalin á
Siglufirði en minningargangan
verður farin í gegnum Héðinsfjarð-
argöng laugardaginn 30. ágúst.
Eftir gönguna verður seld súpa og
brauð við íþróttamiðstöðina að Hóli
og kvöldskemmtun í Allanum þar
sem aðgangseyrir er 2.500 kr. Þá
hefur verið stofnaður styrktarreikn-
ingur í Sparisjóði Siglufjarðar 1102-
26-121264, kt. 250645-3179. Allur
ágóði rennur óskiptur til grunn-
rannsókna á brjóstakrabbameini.
-eh
Þessi mynd af Kitty var tekin eftir að
hún lauk 63 kílómetra göngu á vegum
Avon í New York til að safna fyrir grunn-
rannsóknum á brjóstakrabbameini.
Kitty var þá í miðri lyfjagjöf og lést ári
síðar. Mynd úr einkasafni
Ársskýrsla Landsvirkjunar tilnefnd til verðlauna
Rafræn ársskýrsla Landsvirkjunar hefur
verið tilnefnd til verðlauna í hinni al-
þjóðlegu og virtu Digital
Communication Awards
keppni, í flokki rafrænna
ársskýrslna. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslenskt
fyrirtæki er tilnefnt til
verðlaunanna.
„Tilnefningin er mikil
viðurkenning fyrir Lands-
virkjun og viðleitni okkar til að auka
skilning og sýnileika á stefnu og starfsemi
fyrirtækisins með auknu gegnsæi í
rekstrinum, opnum sam-
skiptum og virkri upplýs-
ingamiðlun til hagsmuna-
aðila og almennings,“ segir
Hörður Arnarson, forstjóri
Landsvirkjunar. Síðasta
ársskýrsla Landsvirkjunar
var einungis gefin út á
rafrænu formi en það er í
fyrsta sinn sem sá háttur er hafður á. - eh
Opið hús í utanríkis
-ráðuneytinu
„Við erum dipló“ er yfirskrift opins húss í
utanríkisráðuneytinu í tengslum við dag-
skrá Menningarnætur, á morgun 23. ágúst.
Ráðuneytið opnar húsið upp á gátt milli
klukkan 14 og 17 og kynnir starfið í máli og
myndum, að því er fram kemur á síðu þess.
„Diplómatían,“ segir
þar, „hefur áhrif á
alla Íslendinga,
hvern einasta dag,
allan ársins hring.
Árið um kring gætir
utanríkisráðuneytið,
sendiskrifstofur þess
og þéttriðið net ræðis-
manna hagsmuna Íslendinga. Ráðherra og
starfsfólk utanríkisráðuneytisins taka vel á
móti gestum, kynna hið fjölbreytta starf og
svara spurningum. Dagskráin samanstend-
ur af fræðslusýningum, örfyrirlestrum
og á vefsíðu ráðuneytisins verður bein
útsending frá Berlín og Kíev. Í garðinum
óma Bartónar, DJ Yamaho, Nordic Playlist
og djass. Þá verður efnt til matarkynningar
í samstarfi við MATÍS .“ -jh
Sjö nýir framkvæmda-
stjórar á Landspítalanum
Sjö nýir framkvæmdastjórar klínískra sviða
hafa verið ráðnir á Landspítalann. Alls bár-
ust 25 umsóknir frá 19 einstaklingum en
ráðningarferlið hefur staðið yfir í sumar.
Nýir framkvæmdastjórar eru Guðlaug
Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri
flæðissviðs (bráða, öldrun, endurhæfing),
Hlíf Steingrímsdóttir, framkvæmdastjóri
lyflækningasviðs, Lilja Stefánsdóttir,
framkvæmdastjóri skurðlækningasviðs,
Jón Hilmar Friðriksson, framkvæmdastjóri
kvenna- og barnasviðs, María Einisdóttir,
framkvæmdastjóri geðsviðs, Alma D.
Möller, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs
og Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri
rannsóknarsviðs. - eh
Þrír nýir frisbígolfvellir
Þrír nýir frisbígolfvellir hafa bæst við
í Reykjavík í sumar og eru þeir því alls
orðnir fimm talsins. Nýju vellirnir eru í
Laugardal við Holtaveg, í Fossvogsdal, við
göngu-og hjólastíginn vestast í dalnum
við skógræktarsvæði borgarinnar, og svo í
Elliðaárdal, sunnan við Fella- og Hólakirkju.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vígði
völlinn í Laugardal í gær en hann segir
borgarbúa hafa tekið frisbígolfvöllum
fagnandi. Frítt er inn á alla vellina, ekki
þarf að bóka tíma og reglurnar eru
einfaldar og ekki þarf meiri búnað enn
einn frisbídisk. Frisbígolfið hentar öllum
aldurshópum og þegar einstaklingar með
mismunandi hæfni eða reynslu spila byrja
þeir á mismunandi teigum. Fyrir voru
frisbígolfvellir á Gufunesi, við Gufunesbæ-
inn, en þar voru körfur og brautir endur-
bættar í sumar, og svo á Klambratúni,
austan við Kjarvalsstaði. - eh
2 fréttir Helgin 22.-24. ágúst 2014