Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 6
DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 HE ILS UD ÝN UD AG AR Nature’s Rest Stærð cm. Verð Dýnudagar 100x200 72.900,- 61.965,- 120x200 79.900,- 67.915,- 140x200 92.900,- 78.965,- 160x200 99.900,- 84.915,- 180x200 117.900,- 100.215,- Nature’s Comfort Stærð cm. Verð Dýnudagar 100x200 99.900,- 84.915,- 120x200 119.900,- 101.915,- 140x200 138.900,- 118.065,- 160x200 149.900,- 127.415,- 180x200 164.900,- 140.165,- Nature’s Luxury Stærð cm. Verð Dýnudagar 120x200 129.900,- 110.415,- 140x200 155.900,- 132.515,- 160x200 169.900,- 144.415,- 180x200 189.900,- 161.415,- P eningastefnunefnd Seðlabankans ákvað að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum með ákvörðun sinni síðastliðinn miðvikudag. Efnahagshorfur til næstu þriggja ára eru, sam- kvæmt nýrri spá bankans, svipaðar og í maí. Horfur eru þó á að vöxtur innlendrar eftir- spurnar verði ívið meiri í ár og út spátímann. Verðbólgu- horfur hafa heldur batnað frá maíspá og útlit er fyrir að verðbólga verði nálægt mark- miði á spátímanum. Fram- leiðsluspenna myndast seinna og verður ekki eins mikil og í síðustu spá, segir í yfirlýsingu Peningastefnunefndarinnar. Tónninn í yfirlýsingu nefndarinnar hefur verið mild- aður og eru það stóru tíðindin í yfirlýsingunni, að mati Grein- ingar Íslandsbanka. „Í yfir- lýsingunni segir að miðað við grunnspá bankans sé útlit fyr- ir að núverandi vaxtastig dugi til að halda verðbólgu í mark- miði. Í síðustu yfirlýsingu nefndarinnar í júní var hins vegar tekið fram að aukinn vöxtur innlendrar eftirspurnar á komandi misserum myndi að öðru óbreyttu krefjast þess að raunvextir Seðlabankans hækkuðu frekar, og það færi eftir framvindu verðbólgu og verðbólguvæntinga hvort það yrði í formi hækkunar stýrivaxta á næstunni,“ segir greiningardeildin. Seðlabankinn er því bjart- sýnni á verðbólguhorfur en í undanförnum spám. „Er spá bankans nú að verðbólgan verði við verðbólgumark- miðið út spátímann, sem nær til ársins 2017.“ „Vegur þessi breyting þungt í því hvers vegna bankinn er að lækka verðbólguspá sína og pen- ingastefnunefndin að milda vaxtahækkunartóninn,“ segir enn fremur í mati greiningar- deildar Íslandsbanka. „Gjaldeyrisviðskipti Seðla- bankans undanfarið ár hafa stuðlað að auknum stöðug- leika krónunnar. Á þessu ári hefur bankinn keypt gjaldeyri verulega umfram það sem hann hefur selt bæði í reglu- legum kaupum og óreglu- legum viðskiptum. Stefnt er að því að regluleg kaup haldi áfram í núverandi umfangi svo lengi sem aðstæður breytast ekki umtalsvert. Eftir sem áður mun Seðlabankinn beita  Stýrivextir Seðlabankinn mildar tóninn Vaxtastigið dugar til að halda verðbólgumarkmiði Gjaldeyrisviðskipti Seðlabankans auka stöðugleika krónunnar. Reiknað með 3,4 prósent hagvexti. óreglulegum viðskiptum í því skyni að draga úr sveiflum í gengi krónunnar,“ segir einnig í yfirlýsingu Peninga- stefnunefndar Seðlabankans. Seðlabankinn spáir nú 3,4% hagvexti í ár en í reiknaði með 3,7% hagvexti í spá sinni í maí. Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Már Guðmundsson seðlabankastjóri kynnti vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar Seðlabankans. Már var endurráðinn til fimm ára á dögunum. Stýrivextir Vextir Seðlabanka Íslands: Daglán: 7,0% 7 daga veðlán: 6,0% Viðskiptareikningar: 5,0% 7 daga bundin innlán: 5,25% Gómsætt grænkál í Laugargarði. Garðurinn er í Laugardal, við enda Holtavegar skammt frá Langholtsskóla. Uppskeru- hátíðin er frá klukkan 11 til 17 á sunnudaginn. Ljósmynd/Auður Inez Sellgren  Sjálfbærni UPPSkerUhátíð í laUgargarði á SUnnUdaginn Grænmeti úr samfélagsreknum matjurtagarði Uppskeruhátíð og bænda- markaður verður í Laugar- garði, fyrsta samfélags- rekna matjurtagarði Íslands, á sunnudag. Á staðnum verður selt beint úr garðinum en auk þess verður gefins súpa frá Café Flóru úr hráefni úr garðin- um. Meðal þess sem ræktað hefur verið í Laugargarði í sumar er grænkál, spergil- kál, rauðrófur og radísur, auk ýmissa kryddjurta. Garðurinn er tilrauna- verkefni fjögurra nemenda úr Listaháskólanum og Landbúnaðarháskólanum með það að markmiðið að skapa vettvang til borgarbú- skaps og auka aðgang al- mennings að ferskum mat. Auður Inez Sellgren, nemi í vöruhönnun við Listaháskólann, er ein þeirra sem koma að verk- efninu sem er alls ekki lok- ið. „Þetta hefur gengið vel og við lítum á sumarið sem undirbúning fyrir næsta ár. Þá vita vonandi fleiri af garðinum og enn fleiri taka þátt í ræktuninni,“ segir hún. Hugsjónin að baki garð- inum er sjálfbærni, lífræn ræktun og samfélag sem lærir hvert af öðru. Sam- kvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er áhersla lögð á sjálfbærni borgarinnar og borgarbú- skap. Laugargarður er því í samræmi við framtíðarsýn borgarinnar. - eh 6 fréttir Helgin 22.-24. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.