Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 60
F ranska barnaleikritið Litli Prins-inn, í leikgerð Stefáns Halls Stefánssonar, verður frumsýnt í september í Kúlu Þjóðleikhússins og Ævintýrin í Latabæ, í leikstjórn Rún- ars Freys Gíslasonar, verður einnig frumsýnt í september í Þjóðleikhúsinu. Æfingar standa yfir þessa dagana og er búist við miklum látum í Latabæ í vetur. Brúðusýningarnar Umbreyting og Klókur ertu Einar Áskell í leikgerð Bernd Ogrodnik verða einnig í Þjóð- leikhúsinu í vetur. Í Borgarleikhúsinu verður Lína Langsokkur frumsýnd í september og er það Ágústa Eva sem leikur Línu. Leikgerðin verður í sömu höndum og þeirra sem stóðu að Mary Poppins svo það má búast við stórri sýningu. Söngleikurinn Billy Elliot verður frumsýndur eftir áramót í leikgerð Bergs Ingólfssonar. Enn er ekki komið á hreint hverjir hreppa hlutverk Billy en sex ungir drengir hafa eytt sumrinu í æfingabúðum, eins og við greindum frá í síðustu viku. Kenneth og Karítas Af öðrum verkum má nefna nýtt ís- lenskt verk sem opnar leikárið hjá Borgarleikhúsinu. Verkið heitir Flækj- ur og er það sett upp af Kviss Búmm Bang hópnum. Kenneth Máni, sem margir þekkja úr kvikmyndinni Bjarnfreðarson, er einleikur sem verður einnig í Borgar- leikhúsinu og er það Björn Thors sem leikur Kenneth, sem fyrr. Í Þjóðleikhúsinu kennir ýmissa grasa og þar má helst nefna verk Hall- gríms Helgasonar Konan við 1000 gráður sem frumsýnt verður í septem- ber og Karítas eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í leikgerð Ólafs Egils- sonar. Gísli Örn Garðarsson mun svo leika aðalhlutverkið í Fjalla Eyvindi sem sett verður á fjalirnar eftir áramót. Stórar jólasýningar Jólasýning Borgarleikhússins er Dúkkuheimili Ibsens í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín. Með hlutverk Nóru fer Unnur Ösp Stefánsdóttir og önnur hlutverk eru í höndum Ingvars E. Sigurðssonar, Hilmis Snæs Guðna- sonar, Þorsteins Backmann og Arn- dísar Hrannar Egilsdóttur. Leikstjóri verður Harpa Arnardóttir og Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) mun sjá um tónlist. Jólasýning Þjóðleikhúsins að þessu sinni verður Sjálfstætt fólk eftir Hall- dór Laxness í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar. Hlutverk Bjarts í Sumar- húsum verður í höndum Atla Rafns Sigurðssonar. Þetta er aðeins brot af því sem leik- húsin munu bjóða upp á í vetur en þau munu kynna dagskrá sína nánar á næstu vikum. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Sýning um Auði Laxness á Gljúfrasteini verður opnuð í dag, föstudaginn 22. ágúst, í Listasal Mosfellsbæjar. Þessi sýning markar ákveðin tíma- mót í sögu safnsins því í fyrsta sinn er saga Auðar sögð í formi sýningar. Undirtitill sýningar- innar „Fín frú, sendill og allt þar á milli“ er tilvísun í þau mörgu hlutverk sem Auður á Gljúfrasteini gegndi. Sýningin er einskonar inn- setning þar sem gefur að líta verk Auðar, munstur eftir hana, ljósmyndir, hljóðmyndir og gripi sem tengjast minn- ingum um Auði. Fjölmargir hafa komið að undirbúningi sýningarinnar sem byggir á meistararitgerð Mörtu Guð- rúnar Jóhannesdóttur í safnaf- ræði. Fjölskylda og nánustu ættingjar Auðar hafa lagt til gripi og textabrot. Þannig eru sagðar margar, skemmtilegar og ólíkar sögur um húsfreyj- una á Gljúfrasteini. Sýningin stendur frá 22. ágúst – 28. september í Lista- sal Mosfellsbæjar, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Fín frú, sendill og allt þar á milli  LeikList Leikár stóru Leikhúsanna gert opinbert Klassík í hávegum höfð fyrir börn og fullorðna Á haustin kynna leikhúsin hvað verður á boðstólum fyrir leikhúsþyrsta landsmenn. Stærstu leik- húsin, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið, verða eins og áður með gríðarlega metnaðarfulla dag- skrá og greinilegt að markhópur leikhúsanna eru þeir yngstu, þeir elstu og allir þar á milli. Unnur Ösp Stefáns- dóttir. Halldór Laxness Ibsen Atli Rafn Sigurðs- son 60 menning Helgin 22.-24. ágúst 2014 SALA ÁRSKORTA ER HAFIN WWW.LEIKHUSID.IS Gómsæ og glútenlaust H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð H E L G A R B L A Ð Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S Ó K E Y P I S ÓKEYPIS ÓKEYPI S Heilsukai Föstudaginn 29. ágúst verður veglegur sérkai um heilsu í Fréttatímanum. Leitað verður ráða hjá ýmsum fagaðilum og kappkostað að alla um heilsu á sem víðtækastan máta. Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa auglýsingu hafðu þá samband við auglýsingadeild Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is eða í síma 531-3310.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.