Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 62

Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 62
 Í takt við tÍmann Ísak Einar rúnarsso Best að kaupa föt hjá Bóbó Ísak Einar Rúnarsson er 22 ára gamall Garðbæingur sem stundar hagfræðinám við Háskóla Íslands. Síðast- liðið vor var hann kjörinn formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann og aðrir stúdentaráðsliðar standa í ströngu við að undirbúa Októberfest sem haldið verður 11.-13. september. Ísak er einn af bestu kúnnum Dominos á Íslandi. Staðalbúnaður Maður hefur nú ekki efni á að lifa neinu lúxuslíferni sem námsmaður og ég get varla talist stórkaupandi þegar föt eru annars vegar, en það er sér- staklega gott að versla hjá honum Bóbó í Karlmönnum á Laugaveg- inum. Það getur verið skemmti- leg upplifun að fara þangað inn því það er eins og Bóbó finni á sér að maður sé á leiðinni. Hann er alltaf með réttu flíkina og í réttri stærð tilbúna þegar maður mætir í hús. Hugbúnaður Það getur verið rosa- lega gott að kíkja í Stúdentakjallarann á kvöldin og það er alltaf góð stemning þar. Kjallarinn er besti staðurinn til þess að fá sér að borða og jafnvel einn kaldan með, í góðra vina hópi. Ég reyni að mæta í ræktina reglulega en ég mætti vera duglegri, núna er það aðallega hann bróðir minn, Þorri Geir, sem sér um íþróttaiðkun í fjölskyld- unni. Hann spilar fótbolta með Stjörnunni en eins og víðfrægt er orðið keppir liðið við Inter Milan í Evrópukeppninni um þessar mundir. Vélbúnaður Ég er mikill Apple maður og á bæði iPhone og MacBook en það eru hlutirnir sem ég nota mest. Satt best að segja fer ég eiginlega ekki út úr húsi án þess að hafa hvort tveggja með mér, tölvuna og símann. Síðustu mán- uði hef ég verið forfallinn yfir tölvuleiknum 2048, en ég er sennilega einn af fáum sem enn spilar þann leik. Við Björn Már, fram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs, höfum háð mik- ið einvígi, sem helst mætti líkja við einvígi Bobby Fischers og Boris Spassky, um það hvor kemst lengra í leiknum og því miður hefur Björn Már vinninginn sem stendur. Það mun þó breytast á næstu vikum ef ég fæ einhverju um ráðið. Aukabúnaður Mér þykir lambakjöt hrikalega gott en ég væri að ljúga ef ég segðist ekki vera mikill skyndibitamaður og ég er sennilega einn af bestu viðskiptavinum Dominos á Íslandi. Í næstu viku er ég á leið til heimalands pítsunnar, Ítalíu, til að horfa á leik Stjörn- unnar og Inter á San Siro leikvanginum. Það er spurning hvort Dominos sé með útibú í Mílanó? Ljósmynd/Hari  appafEngur MoMA Hefur þig alltaf langað að heimsækja Nútímalista- safnið í New York, MoMA, en hefur ekki efni á flugmiða til Banda- ríkjanna? Nú geturðu heimsótt Museum of Modern Art í símanum þínum! Appið MoMA gefur þér tækifæri til að skoða safnið í sím- anum þínum, hlusta á við- töl við lista- menn og sýn- ingarstjóra, og halda utan um þín uppáhalds verk. Tilvalið er að vera með appið þegar safnið er heimsótt og nota það sem leiðsögn en það er líka stórfínt að skoða safnið yfir hafið í sím- anum eða spjaldtölvunni. Menningarvitar hvaðanæva að geta nú kynnt sér Vatnaliljur Monet, Ungfrúrnar frá Avignon eftir Picasso og Stöðugleika minnisins eftir Dali á glænýjan hátt. Til að nota appið þarf að vera nettengdur. - eh 62 dægurmál Helgin 22.-24. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.