Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 59

Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 59
Eldborg 24. ágúst kl. 19:30 Hinn ástsæli fiðlukonsert Tchaikovskys í D-dúr verður fluttur undir stjórn Peter Oundjian af einleikaranum James Ehnes. Að sögn The Guardian er Ehnes einstaklega ljóðrænt undrabarn sem lætur hárin rísa. www.harpa.is/tso Tryggðu þér miða í síma 528 5050, á midi.is og harpa.is Rússnesk rómantík í Hörpu Toronto Symphony Orchestra Þjóðarhljómsveit Kanada B ra n d en b u rg DON CARLO eftir Giuseppe Verdi www.opera.is Frumsýning 18. október kl. 20 Miðasala í Hörpu og á harpa.is Miðasölusími 528 5050  TónlisT MeðliMir hljóMsveiTarinnar Majór Pink Fá góða hjálp frá Barða í Bang Gang Hljómsveitin Major Pink er afsprengi þeirra Gunnars Inga Valgeirssonar og Daníels Guðnasonar sem árið 2012 byrj- uðu að leika sér að semja músík. „Við höfum verið að leika okkur að þessu og í mars á þessu ári settum við saman band til þess að taka þátt í Músíktil- raunum. Við komumst ekki í úrslit en ákváðum að gefast ekki upp og í sumar sendum við frá okkur okkar fyrsta lag,“ segir Gunnar sem verður fyrir svörum. Lagið heitir Hope og hefur fengið fína spilun á Rás 2 og Xinu og komst inn á vinsældalistann fyrr í sumar. „Þegar við erum að semja tónlist- ina þá er þetta í átt við einhverskonar elektróník, en þegar bandið er með okk- ur breytist þetta í mikið rokk og ról.“ Þessa dagana er Major Pink í stúd- íói og þeir ákváðu að fá hjálp frá reynd- ari mönnum. „Barði Jóhannsson er að vinna með okkur tvö lög, sem við erum að taka upp í stúdíóinu hans. Annað lagið er smellur sem við ætl- um að setja beint í útvarp. Það er mjög gaman að vinna þetta með Barða og við erum þakklátir fyrir það að hann vilji vinna með okkur. Hann nennir ekkert að vinna með öllum. Stefnan er að gera plötu sem snýst öll um ævi Major Pink sem er karakter sem við bjuggum til.“ Major Pink mun koma fram á tón- leikum á skemmtistaðnum Bar11 á Menningarnótt um helgina. Sveitin ætlar einnig að vera dugleg að koma fram í vetur og fyrirhugaðir eru tónleikar á Dillon og skemmti- staðnum Húrra í september. - hf Ólöf og Skúli í Mengi Á Menningarnótt munu listamenn- irnir Skúli Sverrisson og Ólöf Arn- alds leiða saman krafta sína og bjóða upp á sambland af nýju og eldra efni úr lagasöfnum sínum. Tónleikarnir fara fram í húsnæði Mengis að Óðinsgötu 2 klukkan 21. Ólöf Arnalds og Skúli Sverrisson hafa starfað saman í rúman áratug. Samstarf þeirra hefur m.a. leitt af sér plöturnar Seria I, Seria II, Við og við, Innundir Skinni og Sudden Elevation. Þau hafa nýlokið við tök- ur á næstu sólóplötu Ólafar, sem ber nafnið Palme, og kemur út 29. september næstkomandi. Fjöllistahátíðin Mucho Grandi Mucho Grandi er f jöllistahátíð sem haldin verður í húsalengju við Hólmaslóð á Grandasvæði Reykjavíkur á Menningarnótt. Há- tíðin er samstarfsverkefni Festis- valls, Reglu hins öfuga pýramída, Skiltamálunar Reykjavíkur og Járn- brautar. Rýmin í húsalengjunni eru vinnustofur listamanna megnið af árinu en þeir ætla að opna dyr sín- ar, færa fróðleik og skemmta öllu áhugafólki um menningarlegt líf- ríki Grandans þennan dag. Lifandi tónlist, einstakar upp- ákomur, stór myndlistarsýning í öllum rýmum og veitingasala verð- ur opin frá klukkan 14 og fram eftir kvöldi. Fjöldi listamanna af yngri kynslóðinni sýnir verk sín og kem- ur fram, en þátttakendur hátíðar- innar eiga það sameiginlegt að hafa starfrækt iðju sína á svæðinu und- anfarin ár. Hugmyndin er að sýna þá miklu grósku sem á sér stað við hafið og deila þeim mikla arfi sem vex á svæðinu með öllum sem eiga leið hjá Grandanum á Menningar- nótt 2014. Meðal tónlistarmanna sem koma fram á Mucho Grandi eru Grísalappalísa, Útidúr og Just Another Snake Cult. menning 59 Helgin 22.-24. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.