Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 38
38 námskeið Helgin 22.-24. ágúst 2014  námskeið aldrei of seint að byrja að læra ný tungumál Tungumálanám gott fyrir heilann Stýring verkefna og ábyrg fjármálastjórn e ndurmenntun HÍ býður í haust upp á nýja námslínu fyrir fólk sem vill öðlast hag- nýta þekkingu á sviði fjármála og stýringu verkefna og þarf að halda utan um kostnað og nýtingu fjár- magns. Mikilvægur hluti af hverju verkefni er að stýra fjármálum þess, svo sem tekjum, kostnaði, áætl- anagerð, greiningu, mati og vali á kostum. Hægt er að sækja námið í staðnámi eða fjarnámi. Kenn- arar námskeiðsins búa yfir mikilli reynslu. Einn þeirra er Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri rekstrar- og öryggis- lausna hjá Reiknistofu bankanna. „Útgangspunkturinn á námskeið- inu er hagnýt verkefnastjórnun með áherslu á fjármál. Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem þurfa, starfa sinna vegna, að hafa innsýn í þessa tvo nátengdu hluti. Áætlanir eru afleiðing verkefna sem ákveðið er að hrinda af stað og getur fram- ganga verkefna haft mjög mikil áhrif á fjármál fyrirtækja og stofn- ana,“ segir hann. Námið fer fram í formi fyrirlestra og er lögð áhersla á opnar umræður í tímum. „Námið er mjög hagnýtt og munu nemendur gera mikið af verklegum æfingum saman í tímum til að leggja áherslu á mikilvægustu atriðin við stýringu verkefna. Fólk skiptist á skoðunum og fær góða endurgjöf og getur tekið dæmi úr sinni vinnu sem við ræðum.“ Námslínan hentar þeim sem hafa fengið aukna ábyrgð á sviði fjár- mála í störfum sínum eða stefna á slík störf. Námið er eitt misseri og hefst kennsla föstudaginn 26. september og lýkur laugardaginn 29. nóvember. Kennt verður á föstu- dögum frá klukkan 16.15 til 19.15 og á laugardögum frá 9.30 til 12.30. Umsóknarfrestur er til 8. septem- ber. Nánari upplýsingar má nálgast á www.endurmenntun.is – vef End- urmenntunar. Unnið í samstarfi við Endurmenntun HÍ Vegna mikillar eftirspurnar býður Endurmenntun Háskóla Ís- lands nú upp á nýja námsleið um stýringu verkefna og ábyrga fjármálastjórn. Námið er hagnýtt og hentar öllum sem bera ábyrgð á sviði fjármála í störfum sínum eða stefna á slík störf. Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri rekstrar- og öryggis- lausna hjá Reiknistofu bankanna, er einn kennara nýrrar námslínu hjá Endur- menntun um stýringu verkefna og ábyrga fjármálastjórn. Heilanum hefur oft verið líkt við vöðva og þá þarf vitaskuld að þjálfa. Með því að leggja málfræðireglur og orðaforða á minnið þjálfast heil- inn svo tungumálanám er hin besta heilaleikfimi. Útkoman er sú að minnið almennt verður betra. Rann- sóknir hafa sýnt fram á að heili fólks sem talar tvö eða fleiri tungumál virkar á annan og skjótari hátt en þeirra sem tala aðeins eitt. Ekki er of seint að læra nýtt tungumál á fullorðinsaldri og er til mikils að vinna bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að meðalaldur fólks sem byrjar að finna fyrir Alzheimers- sjúkdómnum er 71,4 ár hjá fólki sem talar aðeins eitt tungumál en 75,5 ár hjá fólki sem talar fleiri en eitt tungumál. Glerbræðsla leirmótun keramikmálun tiany´s glerskurður skartgripagerð o.. Námskeiðin okkar eru að heast Höfum allt efni til glervinnslu, leirvinnslu og skartgripagerðar. Laugavegi 32 - S:553-2002 Mán-lau 10:00-18:00 Sun 13:00-17:00 Hefur þú komið í Hrím Eldhús? ÁSKRIFTARKORT 14.500 kr. Fjórar nýjar sýningar Bestu sætin, á okkar besta verði. Þín föstu sæti á sýningar á Stóra sviðinu, leikskrá og kaffibolli á hverri sýningu. UNGMENNAKORT 9.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali, fyrir 25 ára og yngri LEIKHÚSKORTIÐ 11.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali FRUMSÝNINGARKORT 23.000 kr. Fjórar frumsýningar á Stóra sviðinu KÚLUKORT 5.500 kr. Þrjár sýningar í Kúlunni og á Brúðuloftinu ÁRSKORT NÝR VALKOSTUR Tryggðu þér þitt sæti á sýningar vetrarins. WWW.LEIKHUSID.IS WWW.LEIKHUSID.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.