Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 38

Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 38
38 námskeið Helgin 22.-24. ágúst 2014  námskeið aldrei of seint að byrja að læra ný tungumál Tungumálanám gott fyrir heilann Stýring verkefna og ábyrg fjármálastjórn e ndurmenntun HÍ býður í haust upp á nýja námslínu fyrir fólk sem vill öðlast hag- nýta þekkingu á sviði fjármála og stýringu verkefna og þarf að halda utan um kostnað og nýtingu fjár- magns. Mikilvægur hluti af hverju verkefni er að stýra fjármálum þess, svo sem tekjum, kostnaði, áætl- anagerð, greiningu, mati og vali á kostum. Hægt er að sækja námið í staðnámi eða fjarnámi. Kenn- arar námskeiðsins búa yfir mikilli reynslu. Einn þeirra er Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur og fram- kvæmdastjóri rekstrar- og öryggis- lausna hjá Reiknistofu bankanna. „Útgangspunkturinn á námskeið- inu er hagnýt verkefnastjórnun með áherslu á fjármál. Námskeiðið er ætlað einstaklingum sem þurfa, starfa sinna vegna, að hafa innsýn í þessa tvo nátengdu hluti. Áætlanir eru afleiðing verkefna sem ákveðið er að hrinda af stað og getur fram- ganga verkefna haft mjög mikil áhrif á fjármál fyrirtækja og stofn- ana,“ segir hann. Námið fer fram í formi fyrirlestra og er lögð áhersla á opnar umræður í tímum. „Námið er mjög hagnýtt og munu nemendur gera mikið af verklegum æfingum saman í tímum til að leggja áherslu á mikilvægustu atriðin við stýringu verkefna. Fólk skiptist á skoðunum og fær góða endurgjöf og getur tekið dæmi úr sinni vinnu sem við ræðum.“ Námslínan hentar þeim sem hafa fengið aukna ábyrgð á sviði fjár- mála í störfum sínum eða stefna á slík störf. Námið er eitt misseri og hefst kennsla föstudaginn 26. september og lýkur laugardaginn 29. nóvember. Kennt verður á föstu- dögum frá klukkan 16.15 til 19.15 og á laugardögum frá 9.30 til 12.30. Umsóknarfrestur er til 8. septem- ber. Nánari upplýsingar má nálgast á www.endurmenntun.is – vef End- urmenntunar. Unnið í samstarfi við Endurmenntun HÍ Vegna mikillar eftirspurnar býður Endurmenntun Háskóla Ís- lands nú upp á nýja námsleið um stýringu verkefna og ábyrga fjármálastjórn. Námið er hagnýtt og hentar öllum sem bera ábyrgð á sviði fjármála í störfum sínum eða stefna á slík störf. Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri rekstrar- og öryggis- lausna hjá Reiknistofu bankanna, er einn kennara nýrrar námslínu hjá Endur- menntun um stýringu verkefna og ábyrga fjármálastjórn. Heilanum hefur oft verið líkt við vöðva og þá þarf vitaskuld að þjálfa. Með því að leggja málfræðireglur og orðaforða á minnið þjálfast heil- inn svo tungumálanám er hin besta heilaleikfimi. Útkoman er sú að minnið almennt verður betra. Rann- sóknir hafa sýnt fram á að heili fólks sem talar tvö eða fleiri tungumál virkar á annan og skjótari hátt en þeirra sem tala aðeins eitt. Ekki er of seint að læra nýtt tungumál á fullorðinsaldri og er til mikils að vinna bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að meðalaldur fólks sem byrjar að finna fyrir Alzheimers- sjúkdómnum er 71,4 ár hjá fólki sem talar aðeins eitt tungumál en 75,5 ár hjá fólki sem talar fleiri en eitt tungumál. Glerbræðsla leirmótun keramikmálun tiany´s glerskurður skartgripagerð o.. Námskeiðin okkar eru að heast Höfum allt efni til glervinnslu, leirvinnslu og skartgripagerðar. Laugavegi 32 - S:553-2002 Mán-lau 10:00-18:00 Sun 13:00-17:00 Hefur þú komið í Hrím Eldhús? ÁSKRIFTARKORT 14.500 kr. Fjórar nýjar sýningar Bestu sætin, á okkar besta verði. Þín föstu sæti á sýningar á Stóra sviðinu, leikskrá og kaffibolli á hverri sýningu. UNGMENNAKORT 9.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali, fyrir 25 ára og yngri LEIKHÚSKORTIÐ 11.500 kr. Þrjár sýningar að eigin vali FRUMSÝNINGARKORT 23.000 kr. Fjórar frumsýningar á Stóra sviðinu KÚLUKORT 5.500 kr. Þrjár sýningar í Kúlunni og á Brúðuloftinu ÁRSKORT NÝR VALKOSTUR Tryggðu þér þitt sæti á sýningar vetrarins. WWW.LEIKHUSID.IS WWW.LEIKHUSID.IS

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.