Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Page 39

Fréttatíminn - 22.08.2014, Page 39
 námskeið námskeið í japönsku hafa notið vinsælda hjá mími símenntun síðasta áratug Götutískan vekur áhuga á japönsku námskeið 39Helgin 22.-24. ágúst 2014 Námið miðar að því að nemendur: n Þekki helstu hugtök og kenningar í fjármálafræðum og kunni að beita þeim í daglegum rekstri. n Tileinki sér ábyrga stjórnun fjár- muna við stýringu verkefna. n Þekki aðferðir við gerð fjárhags- áætlana, kostnaðargreininga og nýti þær við ákvarðanatöku. n Þekki uppbyggingu ársreiknings og kunni að lesa úr mikilvægum upplýsingum. n Öðlist færni í áætlanagerð og þekki muninn á aðfangamiðaðri og árangursmiðaðri rekstraráætlun. n Hafi þekkingu á helstu aðferðum verkefnastjórnunar ásamt ferlum og ferlastjórnun. n Þekki árangursríkar leiðir til markmiðasetningar, áætlun um framvindu og eftirlit með árangri verkefna. Kennarar námskeiðsins Bjarni Frímann Karlsson, viðskiptafræð- ingur og lektor við viðskiptafræðideild HÍ. Einar Birkir Einarsson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri rekstrar- og öryggis- lausna hjá Reiknistofu bankanna. Jón Hreinsson, fjármálastjóri hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands. Japanska götutískan og Manga teiknimyndir hafa vakið áhuga margra Íslendinga á Japan og námi í japönsku. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages Boðið hefur verið upp á námskeið í japönsku hjá Mími símenntun undanfarin tíu ár og eru þau sér- staklega vinsæl hjá ungu fólki. „Það er töluvert af ungu fólki sem hefur áhuga á Japan og tengist það oft Manga teiknimyndum og jap- anskri götutísku,“ segir Sólborg Jónsdóttir, deildarstjóri tungumála- og fjölmenningardeildar hjá Mími símenntun. Margir nemendanna stefna að háskólanámi í Japan eða í japönsk- unám við Háskóla Íslands. Í haust verður boðið upp á japönsku I og II en stundum hefur þriðja nám- skeiðinu verið bætt við. „Einu sinni vorum við líka með japönsku fyrir unglinga og var það mjög vinsælt.“ Japönskukennarinn hjá Mími notar ýmsa samskiptaleiki svo nemendur læra ekki aðeins japönsku stafrófin, heldur byrja strax að nota þau með ýmsum spilum og leikjum.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.