Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 30
Með augum annarra E Erlendir ferðamenn streyma til landsins til þess að njóta fallegrar náttúru – og eftir atvikum góðra daga í Reykjavík. Við tökum vel á móti gestum og vonum að þeim líði vel meðan á dvölinni stendur og fari heim með ljúfar minningar. Gestrisni er góð. Ísland hefur upp á margt að bjóða, náttúruundur eins og fossa og hveri, víð- erni, litskrúðug fjöll, jökla, vötn og tærar lindir. Hitti menn á gott veður er það sælutíð – sé veðrið verra er það samt upp- lifun. Þeir sem sækja Ísland heim verða að vera búnir undir alls konar veður og veðrabrigði, jafnvel þótt hásumar sé. Það rignir og blæs í bland við sólardaga. Ég tel mig þekkja landið bærilega eftir ferðalög um það þvert og endilangt, ýmist í fríi eða vinnu. Á unglingsárum vann ég við það að mála vita á annesjum. Það var lærdómsríkt. Dalatangi er þess vegna ekki bara nafn í veðurfréttum. Þar dvaldi ég í mánuð sem strákur og naut stórbrotinnar náttúru, ók í gegnum óðal Vilhjálms heitins Hjálmarssonar í Brekku í Mjóafirði þar sem veðurfar er mildara en á Dalatanga en það breytti því ekki að eiginkona vitavarðarins á Dala- tanga átti sér í skjóli suðrænan aldingarð. Ræktunaráhugann bar hún með sér frá Þýskalandi þaðan sem hún kom sem ung stúlka. Suðrænan og hlýjan vind fann ég fyrst á Máná á Tjörnesi. Reykjavíkurdrengur- inn hafði aldrei upplifað slíka dásemd, vind sem hlýnaði á leið yfir landið. Þá var það nýlunda að vakna á Egilsstöðum í 26 stiga hita. Upp á slíkt býður höfuðborgin ekki, ágæt sem hún er. Síðar á lífsleiðinni hef ég verið í meiri hita í suðlægari lönd- um – en í minningunni slær það hvorki út hnúkaþeyinn á Tjörnesi né morgunblíð- una á Héraði. Þótt ferðamönnum hafi á liðnum miss- erum og árum fjölgað umtalsvert er Ísland stórt og ber marga gesti. Vissu- lega verðum við að vernda náttúruperlur okkar, gæta þess að göngustígar beri þungann svo náttúran fái notið sín, hvort heldur er hver eða foss sem skoða skal. Gaman væri að setja sig í spor gesta okkar, horfa á landið okkar með þeirra augum. Vafalaust finnst mörgum hraunið og mosinn annars heims á leiðinni frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur. Þeir sem koma við í Bláa lóninu upp- lifa magnað umhverfi sem varla finnst annars staðar. Hallgrímskirkja laðar að í borginni. Þangað þyrpast ferðamenn og mynda meistaraverk Guðjóns Samú- elssonar – og sjálfa sig á kirkjuhlaðinu. Margir skoða útsýnið úr kirkjuturninum. Skólavörðustígurinn, Laugavegurinn, Kvosin – og nú Hverfisgatan eru að- dráttarafl borgarinnar, smáverslanir og fjöldi veitingastaða. Sjálfgefið er fyrir flesta, sem hingað koma í fyrsta sinn, að fara Gullhringinn svokallaða, heimsækja Gullfoss og Geysi. En hversu oft skoðum við sjálf þessar borgarperlur annars vegar og náttúru- undur hins vegar. Ég hef einu sinni kom- ið í Hallgrímskirkjuturn – fyrir mörgum árum. Ég man að útsýni yfir borgina var stórkostlegt – en síðan hef ég ekki hugleitt heimsókn þangað. Ég á erindi í miðborg Reykjavíkur, eins og hver annar, en viðurkenni að fara sjaldan þangað til þess eins að skoða borgina. Það er á mörkunum að ég teljist utanbæjarmað- ur, þótt Kópavogsbúi sé, enda vinn ég í Reykjavík. Sem íbúi í vesturbæ nágranna- sveitarfélagsins er ég mun nær miðbæ Reykjavíkur en margir íbúar hennar sem austar búa. Ég hef komið í Bláa lónið, en aðeins einu sinni, rétt eins og í Hallgrímskirkju- turn. Það var að sönnu skemmtilegt en heimsókn þangað að nýju er ekki í dagskrá, fremur en í kirkjuturninn. Við hjónakornin eigum okkur afdrep tiltölu- lega skammt frá Gullfossi og Geysi. Samt eru ár og dagar síðan við heimsóttum þessar helstu náttúruperlur landsins. Á því varð örlítil breyting síðastliðinn sunnudag þegar við áttum erindi að Geysi. Á meðan við biðum fundarfélaga þar röltum við um hverasvæðið í veður- blíðu og nutum þess sem fyrir augu bar þar sem Strokkur var í aðalhlutverki. Við gengum að Geysi sjálfum en þar voru fáir. Sá gamli dormar en lifir á fornri frægð. Fjöldinn beið við Strokk, vopnaður myndavélum. Rútur og bílaleigubílar streymdu að með erlenda gesti. Inn á milli röltu íslenskar fjölskyldur í sumar- eða helgarleyfi. Strokkur, prinsinn á svæðinu í leyfi konungs, stóð fyrir sínu og gaus reglu- lega. Við dáðumst að náttúruundrunum, eins og aðrir, um leið og við furðuðum okkur á því að skjótast ekki oftar þennan spöl sem er að hverasvæðinu. Þar sem við stóðum við Strokk reyndi ég að setja mig í spor þeirra útlendu gesta sem þarna voru staddir í fyrsta – og í flestum tilfellum líklega – eina sinn. Ég sneri mér því við, horfði ekki á hverinn heldur fólkið sem beið með eftirvæntingu eftir næsta gosi. Nánast allir voru vopn- aðir myndavélum eða símum og mynd- uðu í gríð og erg. Fjölskyldumeðlimir voru hafðir með á myndunum. Þetta var greinilega einstök upplifun enda hrópaði fólk upp yfir sig af hrifningu þegar hver- inn gaus og klappaði jafnvel saman höndunum. Það hef ég hvergi annars staðar séð við skoðun á náttúrufyrir- brigðum. Það sem við tökum nánast sem sjálfsagðan hlut, að sjóðandi vatn spýtist upp úr jörðinni, er það ekki í augum gesta okkar sem sjá slíkt í fyrsta sinn. Það er stór- kostleg upplifun, einstök minn- ing sem fylgja mun fólk- inu heim. Það er ekki mikið lengra að Gullfossi en Geysi frá bústaðnum okkar. Þangað verðum við að gera okkur erindi hið fyrsta og njóta tröllaukinnar fegurðar fossins. Kannski maður snúi sér líka við þar og horfi á langt að komna gesti fylgjast með Hvítá steypast fram af hamrastálinu ofan í þröngt gljúfrið. Það er mögnuð upplifun – en hávaðinn í fossinum kemur sennilega í veg fyrir að lófatakið heyrist. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 13.08.14 - 19.08.14 1 2 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World - lítil Sigurgeir Sigurjónsson Síðasti hlekkurinn Fredrik T.Olsson Iceland Small World - stór Sigurgeir Sigurjónsson Lífið að leysa Alice Munro Afdalabarn Guðrún frá Lundi Amma biður að heilsa Fredrik Backman Úlfshjarta Stefán Máni Ljósa Kristín Steinsdóttir Con Dios - fermingarfræðsla Fangi himinsins Carlos Ruiz Zafón 30 viðhorf Helgin 22.-24. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.