Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 8
Emily Logan, umboðsmaður barna á Írlandi og Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna í Íslandi, kynntust í gegnum störf sín og eru góðar vinkonur í dag. Emily heimsótti Ísland á dögunum til að ganga Laugaveginn með Margréti. Ljósmynd/Teitur Börnin ráða í starf umbans Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna á Íslandi og Emily Logan, umboðsmaður barna á Írlandi segja þátttöku barna í ýmiskonar stjórnsýslu og opinberum ákvarðanatökum mikilvæga. Þegar Emily sótti um starf umboðsmanns tóku börn þátt í ráðningarferlinu og síðar voru börn fengin til að aðstoða við að innrétta húsakynni nýs umboðsmanns. Margrét María segir þetta vera eitt af því sem við gætum tekið upp hérlendis til að auka þátttöku barna. E mily Logan hefur gegnt starfi umboðsmanns barna á Ír-landi síðan 2004 og er fyrsta manneskjan til að gegna því starfi á Írlandi. „Það sem er sérstakt við umboðs- mann barna á Írlandi, og núna á Englandi, Wales og Skotlandi, er að það eru börn sem ráða í starfið. Ríkisstjórnin, í samstarfi við ýms- ar hjálparstofnanir, auglýsti eftir börnum sem væru áhugasöm um að taka þátt í ferlinu. Það var ákveð- ið að þetta yrði hópur sextán barna sem þyrftu geta að talað máli ólíka þjóðfélagshópa. Ferlið var mjög langt og útkoman mjög fjölbreyttur hópur barna.“ Hefur látið loka mörgum barnafangelsum Emily segir það hafa verið sér- staka upplifun að taka þátt í þessu ferli og láta börn meta sig í starfs- viðtali. „Ferlið var langt og strangt og það voru þrjú stig sem við þurft- um að fara í gegnum. Börnin byrj- uðu á því að spyrja allskyns spurn- inga sem þau sjálf höfðu búið til og svo fórum við í hlutverkaleik. Börnin, sem voru á aldrinum 6 til 17 ára, léku börn sem þau töldu þurfa á hjálp að halda og komu svo í viðtal til mín á meðan ég lést vera umboðsmaður þeirra. Svo var eitt lokaviðtal sem þrír fullorðnir og þrjú börn tóku við mig. Þetta var gefandi og lærdómsrík reynsla, allt var svo miklu heiðarlegra, hreinna og beinna en í þeim starfsviðtölum sem maður á að venjast og ég fann hvað ég var ósjálfrátt einlæg og blátt áfram.“ Eftir þetta langa og stranga ferli var Emily ráðin í starfið, sem alls 97 manns höfðu sótt um. „Þegar ég svo tók við starfinu þá hjálpuðu börnin mér að innrétta skrifstofuna eftir sínu höfði. Það eru frekar sterkir og skemmtilegir litir á veggjunum, mikið af baunapokum til að sitja í og svo eru allir veggir skreyttir með myndum eftir börn. Mér finnst um- hverfið mjög afslappað og þægilegt og börnunum virðist finna það líka.“ Umboðsmaður barna á Írlandi er skipaður til sex ára í senn og má sitja í tvö tímabil. Emily klárar annað tímabilið sitt á næsta ári. Hún segir sitt stærsta verkefni á þessum árum hafa verið að loka barnafang- elsum, fyrir börn á aldrinum 16 til 18 ára. „Þegar ég byrjaði var þó nokkuð af börnum í fangelsi. Minn fyrsti fókus í starfinu var að vinna með þessum börnum og með ríkis- stjórninni í að loka barnafangelsun- um, en nú er aðeins eitt eftir. Þar að auki voru 10 heimili fyrir ólöglega innflytjendur án forráðamanna í Du- blin, en við höfum látið loka þeim öllum og fundið þeim fósturforeldra í staðinn. Þetta er árangur sem við erum mjög ánægð með.“ Læra af hvor annarri Margrét María og Emily kynntust árið 2008 í gegnum starfið en um- boðsmenn barna í Evrópu hittast einu sinni á ári. Þær náðu strax vel saman og hafa verið góðar vinkon- ur síðan, heimsótt hvor aðra og nú síðast gengu þær saman Laugaveg- inn. Þær segjast hafa lært mikið af reynslu hvor annarrar í starfi. „Ég er afskaplega hrifin af því hvernig Írar reyna að vinna sem mest með börnum,“ segir Margrét María. „Skrifstofa Emily stendur til dæm- is fyrir því að setja á fót kosningar þar sem börn geta haft áhrif á það hvaða málefni eigi að setja á odd- inn. Við erum að mörgu leyti kom- in lengra á veg í málefnum barna en Írar eru komnir lengra á veg þegar kemur að þátttöku barna,“ segir Margrét en bætir því við að það sé verið að þróa þessar aðferð- ir á Íslandi. „Ég fer til að mynda í skóla og hef reynt að stuðla að því að sveitarfélögin stofni ungmenn- aráð sem geti svo tekið þátt í þeirra störfum. Þegar stjórnlagaráðið var að vinna í stjórnarskránni var tveimur fulltrúum allra ungmenn- aráða boðið að taka þátt í starfs- degi. Við vorum mjög ánægð með það samstarf. Annað dæmi er vinna sem við fórum í síðastliðið haust með börnum sem eru aðstandend- ur alkóhólista. Árangurinn af því eru skilaboð sem börnin bjuggu til handa foreldrum og fagfólki um það hvernig er að vera að aðstand- andi alkóhólista og hvað þau vilja að haft sé í huga. Þannig að við erum að f ikra okkur í þessa átt.“ Gætum gert betur á Íslandi Margrét i f innst að við eigum að taka upp þá um- ræðu að hafa börn meira með í ráðum. Spennandi væri að taka upp form Ír- anna og hafa börn með í ráðningar- ferli næsta umboðsmanns barna á Íslandi. „Það er alveg í samræmi við barnasáttmálann. Börn eiga rétt á að tjá sig og það er skylda fullorð- inna að taka tillit til þess hvað þeim finnst. Það er í raun mjög skrítið að allir geti gefið kost á sér í stjór- nlagaráð nema þessi eini hópur sem eru einstak- lingar undir 18 ára. Þau hafa enga leið til þess að hafa áhrif en samt er þetta hópurinn sem á eftir að lifa lengst með þess- ari stjórnarskrá.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Meginhlutverk umboðsmanns barna er að vinna að bættum hag barna og standa vörð um hagsmuni, þarfir og réttindi þeirra. Umboðsmanni barna er ætlað að vekja athygli á rétt- inda- og hagsmunamálum barna almennt, jafnt á opinberum vett- vangi sem og hjá einkaaðilum. Honum ber að vinna að því að tekið sé tillit til hagsmuna barna við lagasetningu, ákvarðanatöku og skipulagningu í þjóðfélaginu. HLutvErk uMboðSMannS barna Fararstjóri: Guðbjörn Árnason Jólaferð til München Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Glæsileg jólaferð til München, helstu lista- og menningar- borgar Þýskalands. Angan af ilmandi jólaglöggi í bland við steiktar pylsur á fjölbreyttum jólamörkuðum borgarinnar koma öllum í jólaskap. Gist verður í 3 nætur á hóteli í miðbænum. Verð: 104.400 kr. á mann í tvíbýli. Skoðunarferð um München innifalin! Sp ör e hf . 27. - 30. nóvember 20% afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. Höfuðborgar- svæðið Austurver Domus Medica Eiðistorg Fjörður Hamraborg JL-húsið Kringlan Landsbyggðin Glerártorg Akureyri Hrísalundur Akureyri Dalvík Hella Hveragerði Hvolsvöllur Keflavík Selfoss Vestmannaeyjar Þorlákshöfn 8 fréttaviðtal Helgin 22.-24. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.