Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 66
Danni Bít og Bibbi Barti í jökkunum goðsagna- kenndu. Þeir passa ennþá í jakkana þó nær tuttugu ár séu liðin síðan sveitin lagðist í dvala. Ljós- mynd/Hari  Dansleikur Brim á sörfBalli í iðnó á menningarnótt Passa ennþá í jakkana Goðsagnakennda hljómsveitin Brim er komin saman aftur og mun halda brjálað stuðball í Iðnó á Menningarnótt. Brimbrettahljómsveit allra landsmanna starfrækja þeir Bibbi Barti, Kafteinn Skeggi, Óli Raki, Hrafninn og Danni Bít en hún var áberandi á árunum 1995-1997 H ljómsveitin var stofnuð í kennaraverkfallinu langa árið 1995,“ segir trommu- leikari hljómsveitarinnar Brims, Danni Bít. „Foreldrar mínir voru erlendis og skildu mig eftir einan heima með 100 hamborgara, svo það eina sem við gerðum í verkfallinu var að æfa og borða hamborgara,“ bætir gítarleikarinn Bibbi Barti við. „Hljómsveitin lagðist í dvala árið 1997 vegna annarra verkefna meðlimanna. Margir okkar fluttu utan og þá fórum við í pásu, en svo spiluðum við á 10 ára afmæli hljómsveitarinnar á Innipúkanum árið 2005, en síðan höfum við verið í annarri pásu. Þangað til núna,“ segir Bibbi. Sömu jakkarnir Brim var þekkt fyrir óviðjafnan- lega stemningu á böllum og tón- leikum og skærbláir hljómsveitar- búningar þeirra renna fólki seint úr minni. „Við erum enn í sömu jökkunum sem passa allir ennþá. Ég þurfti að vísu aðeins að stækka minn því hann var svo stuttur um axlirnar að ég náði ekki að spila á allt trommusettið,“ segir Danni. „Svo það var spurning um að stækka jakkann eða minnka trommuleikinn og við ákváðum að stækka jakkann,“ segir Bibbi. Brim leikur ósungna og hressa sörftónlist af hreinustu gerð og gaf út plötuna Hafmeyjar og hana- stél hjá Smekkleysu árið 1996. „Þessi tónlist er svo skemmti- leg blanda af rokki, pönki og almennri gleði. Það finnst öllum gaman að hlusta á þetta og stemn- ingin verður oft mjög víruð og skemmtileg. Við komum allir úr jaðarsenunni svo það verður alltaf ákveðin gredda í gangi og fallegur hráleiki,“ segir Bibbi. „Platan er að vísu ófáanleg. Hún var bara gefin út í takmörkuðu upplagi, en það sem var eftir af henni var urðað á vegum Smekk- leysu. Örugglega til þess að búa til geymslupláss. Pabbi minn, sem er mikill aðdáandi, hefur þó verið að gera „bootleg“ útgáfur fyrir þá sem vilja,“ segir Danni. Beikon og sörftónlist passa vel saman „Við komum fram á Beikonhá- tíðinni sem var um síðustu helgi og fannst það mjög viðeigandi vettvangur fyrir Brim og það var frábært. Um kvöldið vorum við með leyniball á skemmti- staðnum Paloma og það var eins og við hefðum aldrei hætt. Sama ruglaða sviðsframkoman og sama frábæra stemningin var í gangi. Það var ótrúlega gaman að sjá hvað allir voru glaðir og brosandi,“ segir Bibbi. „Þeir tónleikar voru nokkurskonar æfing fyrir það sem koma skal í Iðnó á Menningarnótt,“ bætir Danni við. Dansleikurinn hefst um leið og flugeldasýningin er búin og stendur fram á rauða nótt. Sérstakur gestur í hléi er hin bráðskemmtilega DJ. Flugvél og geimskip en hún hefur vakið mikla athygli upp á síðkastið fyrir sérstaka og skemmtilega sviðs- framkomu. Forsala aðgöngumiða er á Midi.is en takmarkaður fjöldi miða er til sölu. Miðaverð er 2500 krónur í forsölu en 3000 krónur við inngang. Allar nánari upplýsingar má finna á glænýrri Facebook-síðu hljómsveitarinnar. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ivan Kouma- ev hefur samið dans fyrir Justin Timberlake. Hann verður með frítt námskeið í DanceCenter Reykjavík.  Dans ivan koumaev með námskeið í Dancecenter reykjavík Danshöfundur Justin Timberlake kennir sporin frítt DanceCenter Reykjavík stendur fyrir dansnámskeiði með danshöfundinum Ivan Koumaev á morgun, laugardag. Koumaev er danshöfundur og dansari poppgoðsins Justin Timberlake og er staddur hér á landi vegna tónleika hans í Kórnum á sunnudag. Á námskeiðinu verða spor popp- goðsins kennd og mun sýningarhópur DanceCenter halda sýningu í anda Timberlake. Koumaev komst á topp tíu lista sjónvarpsþáttarins „So You Think You Can Dance?“ árið 2006 og segir Júlí Heiðar Halldórsson, kennari við DanceCenter, heimsóknina vera mikinn feng fyrir alla þá sem hafa áhuga á dansi á Íslandi. „Ég líki þessu oft við fótboltann, því þetta væri svipað og að fá David Beckham til þess að vera með knatt- spyrnunámskeið á Íslandi. Allt svona eflir áhugann á íþróttagreininni og er nauðsynlegt til þess að viðhalda áhuga þeirra sem æfa,“ segir Júlí. Viðburðurinn verður opinn öllum og engin aðgangseyrir að námskeiðinu. „Við gerum út á æskulýðsstarf og viljum sá fræjum í dansmenningu lands- ins og gera öllum, ekki bara börnum og unglingum, kleift að stunda dans, óháð efnislegum aðstæðum. Allir eiga að fá tækifæri til þess að upplifa dansgleð- ina,“ segir Júlí. Námskeiðið byrjar klukkan 16.45 og stendur til klukkan 19. Þeir sem hafa skráð sig á haustönn skólans fá forgang því búist er við gríðarlegum fjölda. „Þetta verður ótrúlega skemmtilegt og allir sem taka þátt verða tilbúnir með sporin, hvort sem þeir eru að fara á tón- leikana eða bara að hlusta á plöturnar. Koumaev er ótrúlega flottur og spenn- andi að fá að hitta hann, og dansa með honum,“ segir Júlí. Fyrir þá sem vilja skrá sig á námskeið- ið er bent á heimasíðu DanceCenter Reykjavík www.dancecenter.is til þess að skrá sig. -hf Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Lokaútsala enn meiri verðlækkun 70% afsláttur af öllum útsöluvörum (reiknast af upphaflegu verði) Verslunin Belladonna Stærðir 38-58 Grínistinn Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, gengur í heilagt hjónaband með Magneu Guðmunds- dóttur um helgina. Tæp tvö ár eru síðan þau trúlofuðu sig í Moskvu og brúðkaupsveislan verður í Tjarnarbíói á laugardagskvöld. Veislustjórar eru þau Jóhann Alfreð Kristjánsson, félagi Dóra í uppistands- hópnum Mið-Íslandi, og Rún Ingvarsdóttir fréttakona. Rún er tvíburasystir Ránar, konu Bergs Ebba, þriðja félagans í Mið-Íslandi, en Dóri og Magnea kynntust einmitt í brúðkaupi Ránar og Bergs. Boston-mæðgin með nýjan stað Nýr skemmtistaður verður opnaður á næstunni efst á Klapparstíg þar sem Pasta Basta var á árum áður. Það eru Boston-mæðginin Sigga og Jóel sem reka staðinn og verður Hawaii-þema á honum. Sænska hljómsveitin The Knife treður upp á Iceland Airwa- ves-hátíðinni í nóvember. Þetta er í fyrsta skipti sem The Knife kemur fram á Íslandi og verða tónleik- arnir auk þess þeir síðustu á Shaking The Habitual-tón- leikaferðalag- inu sem hófst á síðasta ári. Nútíminn í loftið Atli Fannar Bjarkason, fjölmiðlamaður og fyrrum framkvæmdastjóri Bjartrar framtíðar, setur í loftið nýjan vefmiðil eftir helgi. Miðillinn kallast Nútíminn. Brúðkaupsveisla í Tjarnarbíói The Knife á Airwaves 66 dægurmál Helgin 22.-24. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.