Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 4
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Blíðuveður og víðast léttskýjað. HöfuðBorgarsvæðið: Áfram sólríkt og hægur vindur sv-átt og sólríkt norðan- og austanlands. HöfuðBorgarsvæðið: skýjað að mestu, en þurrt. strekkingsvindur um landið nv-vert og rigning. annars þurrt. HöfuðBorgarsvæðið: þungbúið og smÁ rigning annað veifið. skýjað, þurrt og hæglátt á menningarnótt Áframhald er á góðviðrinu í dag og fram á morgundaginn, en síðan verða breytingar. ákveðnari sv-átt og bjartviðri norðan- og austanlands. skýjabakki kemur úr vestri á laugardag. í reykjavík verður skýjað að mestu, en úrkomulaust. ef til vill smá suddi seint um kvöldið. vindur fremur hægur, en á sunnudag verður kominn strekk- ingur, einkum um norðvestanvert landið og þar rigning sem og norðanlands. komandi vika gæti orðið vætusamari s- og v-lands. 13 12 12 15 13 11 10 15 14 14 11 10 10 13 12 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is I nnkaupalistar grunnskóla-barna eru mjög misjafnir eftir skólum en samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla, sem gefin er út af menntamálaráðu- neytinu og kveður á um mark- mið og fyrirkomulag skóla- starfs, er óheimilt að krefja nemendur í skyldunámi um greiðslu fyrir kennslu, náms- gögn eða annað sem þeim er skylt að nota í náminu. Á innkaupalistum grunn- skólabarnanna er samt sem áður að finna hluti sem börnun- um er skylt að nota í náminu. Sem dæmi má nefna innkaupa- lista fyrir 1. bekk í Árbæjar- skóla; 1 lausblaðamappa, 1 harðspjaldamappa, 1 stk. tíma- ritabox, netpoki með renni- lás, 4 þunnar plastmöppur, 5 plastvasar, A4 verkefnabók, A5 bók, Sögubókin mín, litabók, íþróttafatnaður, íþróttataska, sundfatnaður og sundgler- augu, auk pennaveskis með pennum, litum, strokleðri, ydd- ara og skærum. Á Heimkaup.is kosta þessar vörur um 11.000 krónur. Í 31. grein grunnskólalaga frá árinu 2008 segir að skyldu- nám skuli veitt nemendum að kostnaðarlausu en sveitar- félögum sé ekki skylt að leggja nemendum til ritföng, pappír og önnur gögn sem eru til pers- ónulegra nota, eins og sundföt og leikfimiföt. Þorgeir Ólafsson, upp- lýsingafulltrúi hjá mennta- málaráðuneytinu, segir þessi lög veita svigrúm til fleiri en einnar túlkunar en ráðuneytið hafi hins vegar enga sérstaka skoðun á því hvaða ritföng séu nauðsynleg, fagmennska kenn- ara og skynsemi verði þar að ráða för. „Þessi lög eru á mjög gráu svæði. Sérstaklega ef skólinn lítur á þessa innkaupalista sem óhjákvæmilegan hlut af náms- gögnum.“ Dagný Annasdóttir, skóla- stjóri Melaskóla, segir náms- gögnin á listunum vissulega vera nauðsynleg en að aldrei hafi borist kvartanir vegna innkaupalistanna. Vestur- bæjarskóli hefur farið þá leið að innheimta eitt fast námsgagnagjald fyrir árið, 7000 krónur, í samstarfi við foreldrafélögin. „Allir vita að gjaldtaka er óheimil og eins að það er óheimilt að láta fólk kaupa þetta sjálft,“ segir Þóra leiðréttingbeiðni frá vatíkaninu Rúm­lega­fimm­tíu­þúsund­um­sókn­ir­ fyr ir um átta tíu þúsund kenni töl ur hafa borist til rík is skatt stjóra um leiðrétt ingu á höfuðstóls lækk un verðtryggðra lána. um sókn ar frest ur renn ur út þann 1. sept em ber næst- kom andi, en opnað var fyr ir um sókn ir um miðjan maí . í kjöl farið, þ.e. eft ir 1. sept em ber, munu fyrstu niður- stöður leiðrétt ing ar inn ar liggja fyr ir. Um­sókn­ir­hafa­borist­frá­yfir­hundrað­ lönd um, þar á meðal vatíkan inu. 36 þúsund króna sumargjöf ríkisstofnanir gáfu starfsmönnum sínum 63,5 milljónir króna af skattfé á síðasta ári. fram kom í morgun- blaðinu að embætti rík is skatt stjóra notaði í fyrra 10,1 millj ón króna í gjaf- ir, eða sem nem ur 37 þúsund krón um á hvern starfs mann. til viðbótar fengu starfsmenn Áfengis- og tób- aksversl unar rík is ins í ár sum ar gjöf, gönguskó­og­flíspeysu,­sem­kostaði­ 36 þúsund krón ur. kostnaður Átvr vegna þessa nam 13,5 milljónum króna. smáís gjaldþrota stjórn smáís, samtaka myndrétthafa á íslandi, hefur óskað eftir að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Ástæðan er sögð vera brot fyrrver- andi framkvæmdastjóra samtakanna, sem stjórnin segir hafa viðgengist í mörg ár. fjórir nýir stjórn- endur hjá deloitte Ágúst heimir ólafsson, jónas gestur jónasson, Pálína Árnadóttir og þor- steinn guðjónsson taka við nýjum störfum hjá deloitte. Ágúst tekur við­starfi­sviðsstjóra­ráðgjafasviðs,­ Jónas­við­starfi­sviðsstjóra­viðskipta- lausnasviðs, Pálína er ráðin áhættu- og gæðastjóri og þorsteinn tekur við starfi­sviðsstjóra­endurskoðunar­og­ reikningsskilasviðs.  skólar Útgjöld vegna námsgagna geta verIð yFIr tíu þÚsund krónur Nemendur kaupa námsgögn þó aðalnámskrá kveði á um annað samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla er óheimilt að krefja nemendur í skyldunámi um greiðslu fyrir námsgögn. þrátt fyrir það er nemendum afhentur innkaupalisti við upphaf hvers skólaárs, en­þeir­eru­mismunandi­eftir­skólum.­Kostnaðurinn­getur­verið­yfir­tíu­þúsund­krónur.­ Björk Guðmundsdóttir, aðstoðar- skólastjóri Vesturbæjarskóla. „Þess vegna gerum við þetta í samráði við foreldrana. Við sjáum um að kaupa þetta ódýrt í heildsölum og þá þurfa börnin ekki að mæta með neitt.“ Anna Margrét Sigurðardóttir, sem situr í stjórn Heimilis og skóla, segir það vera til eftirbreytni að eitt gjald skuli ganga yfir alla, en hún segir Heimili og Skóla ekki taka af- stöðu til þess hvort gjaldtaka af for- eldrum vegna námsgagna sé eðlileg eða ekki. „Nokkrir skólar láta for- eldra borga ákveðna upphæð á ári sem svo nýtist til kaupa á ritföng- um. Mér finnst það sniðugt kerfi því þá sitja allir við sama borð.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is samkvæmt grunnskólalögum á réttur allra til náms að vera jafn og skyldunám að vera veitt nemendum að kostnaðar- lausu. Ljósmynd/Hari  1 stk. a5 stílabók  1 stk. a5 reikningsbók (reikningsbókin mín, 1x1 cm)  1 stk. a5 sögubók (sögubókin mín)  3 stk. a4 tveggjagata plastmöppur: rauð, blá, hvít  1 stk. a4 plastvasi (l – vasi)  1 stk. teygjumappa fyrir heimavinnu (skilaboðaskjóða)  2 stk. a4 verkefna og úrklippubók  3 stk. blýantar  2 stk. strokleður  1 stk. yddari  8-24 stk. vaxlitir  8-24 stk. trélitir (sverir)  skæri  2 límstifti  Plastglas merkt barninu innkaupalisti 1. Bekkur melaskóla verðdæmi, 1. Bekkur  Árbæjarskóli ......................... 11.000 kr.  melaskóli ............................... 8.500 kr.  hlíðaskóli .............................. 7.000 kr.  breiðholtsskóli ..................... 3.600 kr.  vIkan sem var 46% verðmunur hæsta verð á nýjum skólabókum var allt að 46% hærra en lægsta verð, samkvæmt nýrri verðkönnun así. verðlagseftirlit así kannaði á þriðjudag verð á nýjum og notuðum skólabókum fyrir fram- haldsskóla í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. nýjar skóla- bækur voru oftast ódýrastar hjá Griffli.­17­bækur­af­þeim­32,­sem­ skoðaðar voru, voru ódýrastar þar. mestur verðmunur var á bókinni „uppspuni: nýjar íslenskar smásögur“ en hún kostaði 4.299 krónur hjá eymundsson en­2.950­krónur­hjá­Griffli­sem­er­1.349­króna­verðmunur,­eða­46%. 4 fréttir helgin 22.-24. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.