Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 19
Það er aðeins einn sigurvegari. Spanhelluborðin frá Siemens eru afbragðsgóð. www.sminor.is Siemens er í forystusætinu við framleiðslu á spanhelluborðum rétt eins og ýmsu öðru. Það er því auðveld ákvörðun að velja spanhelluborð frá Siemens í eldhúsið. Siemens þróar, hannar og framleiðir spanhelluborð sín í eigin verksmiðjum en það færir kaupendum ávallt nýjustu tækni. Glæsileg hönnun, gegnheil gæði og frábærir kostir spanhelluborðanna frá Siemens tryggja fyrsta flokks frammistöðu í hvert sinn sem þau eru notuð. Það kom okkur því ekki á óvart að eitt þeirra span- helluborða, sem við höfum á boðstólum í verslun okkar (EH 651FE17E), hlaut hæstu einkunn í nýjustu prófunum Testfakta í Svíþjóð (www.testfakta.se). Siemens. Framtíðin flyst inn. hvetja fólk til að gera sitt til að draga úr mengun. Við getum öll stigið skref í þá átt og það er mjög auðvelt. Þáttur neytenda er nefni- lega risastór. Út frá þessum pæling- um setti ég mig í samband við Rak- el Garðarsdóttur hjá Vesturporti og stofnanda Vakandi sem eru samtök sem vekja athygli á gríðarlegri mat- arsóun. Ég hef verið að hjálpa henni með heimildarmynd sem hún er að gera um sóun á mat og í vor fékk hún þá hugmynd að gefa út bók. Ég byrjaði að skrifa og nú er handritið komið til Sölku sem ætlar að gefa bókina út,“ segir Margrét. „Þetta er nokkurskonar handbók þar sem farið er yfir það hvernig fólk byrjar á því að minnka plast- neyslu, til dæmis. Hjálpartæki fyrir fólk sem vill hefja sjálfbæra neyslu, stíga lítil skref heima fyrir til að byrja með, skref sem eru samt risastór fyrir jörðina. Leiðarstefið í bókinni er setning Hattarans í Lísu í Undralandi þegar hann segir við Lísu að hún hafi tapað miklinu sínu. Þessi setning skaut mig í hjartastað fyrir nokkrum árum síðan. Mað- ur má ekki tapa miklinu sínu. Við erum voldugust hvert og eitt. Ekki fyrirtækin og ekki stjórnmála- mennirnir, heldur við.“ Margrét er mjög umhugað um hvernig má breyta og bæta um- hverfið með breyttum áherslum. „Þessi áhugi minn byrjaði fyrir nokkrum árum. Ég fór að hugsa um mataræðið mitt, tók út unnar kjötvörur og stuttu seinna kjöt al- veg. Þá fór ég að lesa um mengun af völdum matvælaiðnaðarins um allan heim og þá leiddi bara eitt af öðru. Snyrtivörur, hreingern- ingarvörur, flokkun umbúða og fleira. Þetta varð bara mitt stóra áhugamál og mig langaði að fjalla um þetta út frá neytendum. Við Ís- lendingar erum lélegir neytendur. Dóttir mín er grænmetisæta og tók upp á því sjálf 13 ára því hún er svo mikill dýravinur svo þetta var ekk- ert erfitt. Ég er ekkert fanatísk, á alveg vini sem borða kjöt sko,“ seg- ir Margrét glottandi. „Það er ekki aftur snúið þegar maður byrjar og eitt leiðir af öðru. Ég kaupi ekki einnota vörur, kaupi náttúrulegar snyrtivörur og hreinsiefni eða bý þetta til sjálf. Og þetta er svo skemmtilegt og líka ódýrara. Plastpoka hef ég ekki notað í nokkur ár. Og það er ótrúlega auðvelt að sleppa þeim. Það er eitthvað rangt við það að Íslend- ingar nota 140 þúsund plastpoka á dag.“ Vert í þorpinu Bróðir Margrétar er fyrrum knatt- spyrnumaðurinn og athafnamaðurinn Pétur Marteinsson sem ásamt Gísla Marteini Baldurssyni og fleirum eru að opna Kaffihús Vesturbæjar í húsnæði sem hýsti Apótek Vesturbæjar á Melun- um. Sami hópur stendur einnig að KEX Hostel sem stendur við Skúlagötu. „Ég mun stýra þessu fallega kaffihúsi. Pétur bróðir segir að ég verði vert sem mér finnst mjög fallegt og skemmtilegt orð, nóg af stjórum og stýrum út um allt,“ segir Margrét og brosir út að eyrum. Það er ekkert töff að vera töffarinn sem djöflast áfram. „Það er langt síðan að strákarnir fóru að tala um það að þá langaði til þess að sjá kaffihús hérna og við deilum öll þeim áhuga að bæta nærumhverfið. Maður á ekki alltaf að þurfa að fara inn í bíl til þess að sækja allt það sem okkur van- hagar um, ég hef til dæmis ekki verið á bíl í um eitt ár. Það er fyrst og fremst umhverfisvænt, hollt fyrir hjartað og svo frelsar það mann frá óþarfa skutli og veseni sem er stóri bónusinn. Kaffihúsið gengur út á þorpsstemninguna, hún er í sundlauginni og hún er í Melabúðinni og svo verður hún hér. Ég þurfti ekkert að hugsa mig um þegar þeir buðu mér starfið. Bróðir minn og vinir hans eru eigend- ur, Brynjólfur Þór, barnsfaðir minn, er að smíða hérna og ég verð að afgreiða, svo það er mikil vinátta og ást í þessu hjá okkur. Ég bý hérna rétt hjá með börn- unum mínum svo ég verð tvær mínútur að labba í vinnuna,“ segir Margrét sem á tvö börn, þau Rakel sem er 19 ára og Martein Elí sem er 11 ára. Þú ert ekkert smeyk við það að reka kaffihús þar sem vinnutíminn getur ver- ið langur? „Nei. Þetta verður mjög gaman. Ég hef alltaf kunnað vel við verklegt álag, þá er allt í fókus. Svo finnst mér gaman að gefa fólki góðan mat og gott kaffi í góðu and- rúmslofti. Mig hefur lengi langað til þess að opna gistiheimili og tilhugsunin um að setja hrein lök á rúm gefur mér sælu- hroll,“ segir Margrét með sælubros. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is viðtal 19 Helgin 22.-24. ágúst 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.