Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 22.08.2014, Blaðsíða 44
44 heilsa Helgin 22.-24. ágúst 2014  Heilsa Góða matsveppi má finna í náGrenni HöfuðborGarinnar Stuðningur fyrir hlaupin Mikið úrval af stuðningshlífum frá Sporlastic. Vandaðar vörur á góðu verði. Komdu og skoðaðu úrvalið - við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig. F A S TU S _H _3 3. 08 .1 4 Komið í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is Hnéhlíf Ökklahlíf Hásinahlíf Bakbelti Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:00 í sal Fossvogsskóla Tímabil 2. sept. til 11. des. leikfimi - dans - jóga Verð: 16000 Kennarar: Ásdís Halldórsdóttir og Gerða Jónsdóttir íþróttafræðingar ásamt gestakennurum Upplýsingar og skráning á netfangið asdishall@gmail.com og 777-2383 Kvennaleikmin " Fimleikaólur" hefst þridjudaginn 2. september H ugmyndin er að kynna fyrir fólki helstu matsveppi sem er að finna í nágrenni Reykjavík- ur,“ segir Gísli Már Gíslason, prófessor við líf- og umhverfisvísindasvið Há- skóla Íslands, sem ásamt Silke Werth nýdoktor leiðir sveppatínsluferð um Heiðmörk á laugardag. Ferðin er sam- starfsverkefni Ferðafélags barnanna, Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands, og á annað hundrað manns mættu í slíka ferð síðasta haust. Þó að margir sveppir séu afar bragð- góðir geta aðrir verið varasamir og því þarf að læra hvaða sveppi má borða og hverja ekki. Þeir sveppir sem væn- legastir eru til átu og má reikna með að finna í Heiðmörk eru lerkisveppur, kúalubbi, furusveppur, gulbroddur og merarostur. „Almennt má segja að þeir sveppir sem eru ætir séu pípusveppir. Ef þeir eru með fellingar eru þeir gjarnan beiskir, fyrir utan gulbroddinn og auð- vitað kantarelluna en hún vex ekki í ná- grenni höfuðborgarinnar,“ segir Gísli. Sjálfur fer Gísli yfirleitt á haustin og tínir sveppi fyrir veturinn. „Ég sker Sveppatínsla í Heiðmörk Sveppatínsla nýtur fádæma vinsælda en mikilvægt er að kynna sér vel hvaða sveppir eru góðir til átu. Ferðafélag barnanna, Ferða- félag Íslands og Háskóli Íslands standa á laugar- dag fyrir fræðslu- ferð í Heiðmörk þar sem fólki er leiðbeint við tínsluna. Tilvalið er að tína eigin sveppi og frysta eða þurrka til að eiga í sósur og súpur í vetur. þá smátt, steiki í smjöri og frysti í plastpokum. Ég á þá sveppi til að nota í súpur og sósur. Sumar sveppategundir er vel hægt að þurrka en ég hef ekki farið út í það. Það er fljótlegast bara að steikja þá í smjöri og svo sjóða þeir í eigin vökva þegar þeir linast,“ segir hann. Þátttakendur mæta við Öskju, náttúrufræðihús HÍ, klukkan 11 á laugardag og þaðan er farið á einka- bílum upp í Heiðmörk. Gert er ráð fyrir að ferðin taki um 3 klukku- stundir en þátttaka er ókeypis. „Þetta er fín heilsubótarganga með fræðslu,“ segir Gísli. Hann mælir með því að fólk taki með sér körfur eða bréfpoka, og þeir sem eiga sveppabækur eru eindregið hvattir til að taka þær með. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Líf og fjör var í sveppatínsluferðinni í Heiðmörk á síðasta ári þegar á annað hundrað manns tóku þátt. Ljósmynd/Björk Sigurðardóttir Gísli Már Gíslason er hér að veita fræðslu um sveppi. Ljósmynd/Björk Sigurðardóttir Lerkisveppur dregur nafn sitt af því að hann vex eingöngu í námunda við lerkitré.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.