Fréttatíminn - 22.08.2014, Side 60
F ranska barnaleikritið Litli Prins-inn, í leikgerð Stefáns Halls Stefánssonar, verður frumsýnt í
september í Kúlu Þjóðleikhússins og
Ævintýrin í Latabæ, í leikstjórn Rún-
ars Freys Gíslasonar, verður einnig
frumsýnt í september í Þjóðleikhúsinu.
Æfingar standa yfir þessa dagana og
er búist við miklum látum í Latabæ í
vetur.
Brúðusýningarnar Umbreyting og
Klókur ertu Einar Áskell í leikgerð
Bernd Ogrodnik verða einnig í Þjóð-
leikhúsinu í vetur.
Í Borgarleikhúsinu verður Lína
Langsokkur frumsýnd í september og
er það Ágústa Eva sem leikur Línu.
Leikgerðin verður í sömu höndum og
þeirra sem stóðu að Mary Poppins svo
það má búast við stórri sýningu.
Söngleikurinn Billy Elliot verður
frumsýndur eftir áramót í leikgerð
Bergs Ingólfssonar. Enn er ekki komið
á hreint hverjir hreppa hlutverk Billy
en sex ungir drengir hafa eytt sumrinu
í æfingabúðum, eins og við greindum
frá í síðustu viku.
Kenneth og Karítas
Af öðrum verkum má nefna nýtt ís-
lenskt verk sem opnar leikárið hjá
Borgarleikhúsinu. Verkið heitir Flækj-
ur og er það sett upp af Kviss Búmm
Bang hópnum.
Kenneth Máni, sem margir þekkja
úr kvikmyndinni Bjarnfreðarson, er
einleikur sem verður einnig í Borgar-
leikhúsinu og er það Björn Thors sem
leikur Kenneth, sem fyrr.
Í Þjóðleikhúsinu kennir ýmissa
grasa og þar má helst nefna verk Hall-
gríms Helgasonar Konan við 1000
gráður sem frumsýnt verður í septem-
ber og Karítas eftir Kristínu Marju
Baldursdóttur í leikgerð Ólafs Egils-
sonar. Gísli Örn Garðarsson mun svo
leika aðalhlutverkið í Fjalla Eyvindi
sem sett verður á fjalirnar eftir áramót.
Stórar jólasýningar
Jólasýning Borgarleikhússins er
Dúkkuheimili Ibsens í nýrri þýðingu
Hrafnhildar Hagalín. Með hlutverk
Nóru fer Unnur Ösp Stefánsdóttir og
önnur hlutverk eru í höndum Ingvars
E. Sigurðssonar, Hilmis Snæs Guðna-
sonar, Þorsteins Backmann og Arn-
dísar Hrannar Egilsdóttur. Leikstjóri
verður Harpa Arnardóttir og Margrét
Kristín Blöndal (Magga Stína) mun sjá
um tónlist.
Jólasýning Þjóðleikhúsins að þessu
sinni verður Sjálfstætt fólk eftir Hall-
dór Laxness í leikstjórn Þorleifs Arnar
Arnarssonar. Hlutverk Bjarts í Sumar-
húsum verður í höndum Atla Rafns
Sigurðssonar.
Þetta er aðeins brot af því sem leik-
húsin munu bjóða upp á í vetur en þau
munu kynna dagskrá sína nánar á
næstu vikum.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Sýning um Auði Laxness á
Gljúfrasteini verður opnuð í
dag, föstudaginn 22. ágúst, í
Listasal Mosfellsbæjar. Þessi
sýning markar ákveðin tíma-
mót í sögu safnsins því í fyrsta
sinn er saga Auðar sögð í formi
sýningar. Undirtitill sýningar-
innar „Fín frú, sendill og allt
þar á milli“ er tilvísun í þau
mörgu hlutverk sem Auður á
Gljúfrasteini gegndi.
Sýningin er einskonar inn-
setning þar sem gefur að líta
verk Auðar, munstur eftir
hana, ljósmyndir, hljóðmyndir
og gripi sem tengjast minn-
ingum um Auði. Fjölmargir
hafa komið að undirbúningi
sýningarinnar sem byggir á
meistararitgerð Mörtu Guð-
rúnar Jóhannesdóttur í safnaf-
ræði. Fjölskylda og nánustu
ættingjar Auðar hafa lagt til
gripi og textabrot. Þannig eru
sagðar margar, skemmtilegar
og ólíkar sögur um húsfreyj-
una á Gljúfrasteini.
Sýningin stendur frá 22.
ágúst – 28. september í Lista-
sal Mosfellsbæjar, Þverholti 2,
Mosfellsbæ.
Fín frú, sendill og allt þar á milli
LeikList Leikár stóru Leikhúsanna gert opinbert
Klassík í hávegum höfð
fyrir börn og fullorðna
Á haustin kynna leikhúsin hvað verður á boðstólum fyrir leikhúsþyrsta landsmenn. Stærstu leik-
húsin, Þjóðleikhúsið og Borgarleikhúsið, verða eins og áður með gríðarlega metnaðarfulla dag-
skrá og greinilegt að markhópur leikhúsanna eru þeir yngstu, þeir elstu og allir þar á milli.
Unnur
Ösp
Stefáns-
dóttir.
Halldór
Laxness
Ibsen
Atli Rafn
Sigurðs-
son
60 menning Helgin 22.-24. ágúst 2014
SALA ÁRSKORTA
ER HAFIN
WWW.LEIKHUSID.IS
Gómsæ og
glútenlaust
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P I S
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P
I S
H E L G A R B L A Ð
H E L G A R B L A Ð
H E L G A R B L A Ð
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
Ó K E Y P
I S
ÓKEYPIS
ÓKEYPI
S
Heilsukai
Föstudaginn 29. ágúst verður
veglegur sérkai um heilsu í
Fréttatímanum. Leitað verður ráða
hjá ýmsum fagaðilum og
kappkostað að alla um heilsu á
sem víðtækastan máta.
Ef þú hefur áhuga á að kynna starfsemi þína eða kaupa
auglýsingu hafðu þá samband við auglýsingadeild
Fréttatímans auglysingar@frettatiminn.is
eða í síma 531-3310.