Fréttatíminn - 22.08.2014, Síða 35
Hátún 6a • 105 Rvk • Sími: 552 4420 • fonix.is
Mikið úrval af heimilistækjum
Kæli og frystiskápar
Spanhelluborð
Blástursofnar
Uppþvottavélar
Markaðir
Álafosskvos og Mosfellsdal
Barnadagskrá
Hlégarðstúninu
Ullarpartý
Álafosskvos - föstudagskvöld
Stórtónleikar
Miðbæjartorgi laugardagskvöld
Kjúklingafestival
Íþróttasvæðinu að Varmá
Vængir og Vélar
Stórkostleg sýning á ugvélum og fornbílum
www.mos.is/ituninuheima #ítúninuheima Við erum á Facebook
rkaðir
lafo skvos og Mosfellsdal
arnadagskrá
l g rðstúnin
l rpartý
lafo skvos - föstudagskvöld
l i
Miðbæjartorgi laugardagskvöld
j li f ti l
Íþróttasv ðinu að Var á
ir élar
Stórkostleg sýning á flugvélu og fornbílu
w .mos.is/ituninu #ítú inuheima Við erum á Facebook
29. ágúst til 31. ágúst 2014
Á ellefta þúsund þátttakendur
verða í Reykjavíkurmaraþoni Ís-
landsbanka á morgun, laugar-
daginn 23. ágúst. Netskráningu í
hlaupið lauk í gær, fimmtudag, en
síðustu forvöð eru að skrá þátttöku
á seinni degi skráningarhátíðar í
Laugardalshöll í dag, föstudag. Á
þriðjudag höfðu 10.467 skráð sig
til þátttöku, um 8 prósent fleiri
en í fyrra, að því er fram kemur í
tilkynningu frá Reykjavíkurmara-
þoni.
10 km hlaupið er vinsælasta
vegalengdin líkt og undanfarin
ár en rúmlega helmingur skráðra
þátttakenda stefnir á að hlaupa þá
vegalengd eða 5.431. Næst flestir
höfðu á þriðjudag skráð sig í hálft
maraþon, 2.246 hlauparar, og
1.064 höfðu skráð sig í maraþon.
Einnig er hægt að velja um að skrá
sig í 3 kílómetra skemmtiskokk,
Latabæjarhlaup og boðhlaup þar
sem 2-4 skipta á milli sín maraþon-
vegalengdinni. Allir aldurshópar
og getustig ættu því að geta fundið
vegalengd við hæfi.
Skráðir erlendir þátttakendur
eru nú 2.163 og af 60 mismunandi
þjóðernum. Flestir erlendu þátt-
takendanna koma frá Bandaríkj-
unum, 490 manns og næst flestir
frá Bretlandi, 368. Þá eru skráðir
Þjóðverjar 239 talsins, Kanadabú-
ar 200 og Norðmenn 114.
Áheitasöfnun Reykjavíkur-
maraþons Íslandsbanka fer fram á
vefnum hlaupastyrkur.is en 3734
hlauparar eru að safna áheitum á
vefnum. Á þriðjudag höfðu safnast
rúmlega 42 milljónir til góðra mál-
efna en það er 12% hærri upphæð
en búið var að safna á sama tíma
í fyrra. Allir skráðir þátttakendur
geta safnað áheitum til styrktar
góðum málefnum á hlaupastyrkur.
is en hægt er að velja á milli 167
mismunandi góðgerðafélaga.
Skráningarhátíð var haldin í gær
og verður einnig í dag, föstudag,
frá klukkan 14 til 19. Þar fá skráðir
þátttakendur afhent hlaupagögn
sín. - jh
ReykjavíkuRmaRaþon vegalengdiR fyRiR alla
Síðustu forvöð til að skrá sig í Reykjavíkurmaraþonið eru í dag. Í boði eru vega-
lengdir sem henta öllum. Ljósmynd/NordicPhotos/Getty
Þátttakendur á ellefta þúsund
viðtal 35 Helgin 22.-24. ágúst 2014