Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Page 58

Fréttatíminn - 22.08.2014, Page 58
Það er ekki auðvelt að vera dans- ari á Íslandi þó það sé oftast gaman ... En það er mikill kraftur í dönsurum hér og mikil samstaða innan dans- samfélags- ins því okkur er öllum svo annt um dansinn. É g fór nú ekki alveg hefðbundna leið að dansinum. Ég var í fimleikum þegar ég var yngri og dansaði alltaf mikið, en ég fór ekki í hefðbundin dans- skóla fyrr en eftir tvítugt. Dansmenningin hér hefur breyst svo mikið. Það eina sem kom til greina voru klassísku ballettskól- arnir, samkvæmisdans eða djass-ballett, en ég hafði bara engan áhuga á því. Eftir stúdentspróf tók ég tvö ár í að vinna og ferðast um heiminn, því ég vissi ekkert hvað ég vildi gera í lífinu,“ segir Stein- unn og hlær. „Í dag eru svo miklu fleiri möguleikar í dansinum. Í flestum skólum er boðið upp á nútíma-dans til viðbótar við klassískan listdans og nú er meira að segja hægt að mennta sig á háskólastigi í dansinum. Það var bara ekkert í boði hér á landi þegar ég var að útskrifast úr mennta- skóla.“ Úr viðskiptafræði í dansinn Á þessum leitandi árum skráði Steinunn sig í Kramhúsið og segist hafa kynnst dansinum almennilega í gegnum það. „Ég var alltaf eitthvað að dansa í fimleikunum en í Kramhúsinu opnaðist alveg nýr heim- ur fyrir mér. Ég prófaði allskonar tíma þar en var mjög hrifin af afró-dansinum og modern-dansi og bara öllu sem var nýtt.“ Steinunn ákvað samt að hún þyrfti að ná sér í hagnýta menntun og skráði sig í við- skiptafræði, sem hún lauk þremur árum síðar. „Ég fann svo þegar ég útskrifaðist að mig langaði nákvæmlega ekkert að starfa við viðskipti og tilkynnti öllum það í útskriftarveislunni minni að ég ætlaði til New-York í dansnám.“ Á réttri hillu í New York Steinunn útskrifaðist sem dansari frá Hunter Collage í New York árið 2005 og hefur starfað sem dansari, danshöfundur og kennari síðan. Hún segir New York hafa breytt lífi sínu. „Ég var auðvitað eng- inn byrjandi þegar ég kom til New York en ég hafði ekki þennan klassíska bakgrunn. Þegar leið á námið og við fengum tækifæri til að skapa sjálf þá fann að ég væri kom- inn á alveg réttan stað. Námið var mjög einstaklingsmiðað og ég fékk mikið frelsi til að skapa en svo var ég líka í svo góðum hóp. Svo er New York auðvitað frábær staður til að vera á og upplifa, það er allt að gerast þar. Ég var dugleg við að fara á sýningar og kynnast fólki í þessum heimi svo námið náði langt út fyrir skólann.“ Steinunn fékk fasta stöðu við Listahá- skólann síðastliðinn vetur en hún ferðast töluvert með sín eigin verk og segir dans- inn hér heima vera í stöðugt meiri sam- skiptum við umheiminn. „Dansarar vinna mikið í samstarfi við aðra og eru mikið á flakki erlendis. Það kemur lítið af dansi hingað heim svo það er mjög mikilvægt að vera í góða sambandi við það sem er að gerast úti,“ segir Steinunn en bætir því við að það sé mikil gróska í dansinum hér- lendis. „Áhugi á dansinum virðist stöðugt aukast og það hefur verið uppselt á flesta viðburði Reykjavík Dance Festival síðast- liðin ár. Það er svo mikið af áhugaverðum samstarfsverkefnum í gangi og dans- höfundar eru að láta vel til sín taka á svo mörgum sviðum samfélagsins.“ Dansinn vantar fast heimili á Íslandi Steinunn segir það gott að vera dansari á Íslandi í dag þó auðvitað séu alltaf ein- hver mál sem þurfi að berjast fyrir. „Það er ekki auðvelt að vera dansari á Íslandi þó það sé oftast gaman. Hér er styrkjaum- hverfið öðruvísi en í nágrannalöndunum og við erum auðvitað mjög einangruð hér. En það er mikill kraftur í dönsurum hér og mikil samstaða innan danssamfélags- ins því okkur er öllum svo annt um dans- inn. Dansinn á sér til að mynda ekkert fast heimili, við erum oftast gestir í öðrum rýmum svo nú er næsta mál á dagskrá að finna okkur danshús.“ Steinunn Ketilsdóttir frumsýnir tvö verk á Reykjavík Dance Festival. Einstak- lingsverk hennar „This is it“ verður sýnt í dag, föstudaginn 22. ágúst í Kassanum, Þjóðleikhúsinu. Samstarfsverkefni Stein- unnar og Sveinbjargar Þórhallsdóttur, „Reið“, verður sýnt í Borgarleikhúsinu laugardaginn 30. ágúst. Reykjavík Dance Festival stendur yfir frá miðvikudeginum 27. ágúst til laugardagsins 30. ágúst. Allar upplýsingar er hægt að nálgast á vef há- tíðarinnar; reykjavikdancefestival.com. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Dans Reykjavík Dance Festival, 27.-30. ágúst. Viðskiptafræðingur- inn sem varð dansari Þegar Steinunn Ketilsdóttir útskrifaðist sem viðskiptafræðingur tilkynnti hún sínum nánustu að hún ætlaði að verða dansari. Eftir að hafa lært og starfað í New York kom hún aftur til Íslands og í dag starfar hún sem dansari og danshöfundur, auk þess að kenna við Listaháskólann. Hún frum- sýnir tvö ný verk á Reykjavík Dance Festival í næstu viku. Steinunn Ketilsdóttir dansari segir mikinn kraft í búa í íslenskum dönsurum og að mikla samstöðu sé að finna innan hópsins. Nú sé helsta baráttumál íslenskra dansara að fá danshús. Græjaðu skólann! Borgartúni 37 / Kaupangi Akureyri / nyherji.is/skolatolvur Lenovo Yoga 2 13,3” Verð: 154.900 kr. Spjald- eða fartölvu? Sameinaðu kosti beggja með einni græju. 360 Lenovo G50 15,6” Verð: 54.900 kr. Stílhrein námstölva á frábæru verði. Lenovo Yoga 10” HD+ Verð: 51.990 kr. Skærasta stjarnan á svæðinu. Með innbyggðum standi. 18 klst. Allt sem námsmaðurinn þarf 58 menning Helgin 22.-24. ágúst 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.