Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Side 2

Fréttatíminn - 31.10.2014, Side 2
kynntu þér málið! SIÐMENNT w w w . s i d m e n n t . i s Siðmennt styður trúfrelsi og aðskilnað ríkis og kirkju Trúfrelsi Annað þing Arctic Circle hafið Forseti Finnlands, Sauli Niinistö, kom í gær til Íslands til að taka þátt í alþjóðaþingi Arctic Circle – Hringborðs Norðurslóða. Forsetinn hélt ræðu á setningarfundi Arctic Circle í morgun, föstudag, og opnaði sérstakan fund Arctic Circle þar sem gerð var grein fyrir stefnu Finnlands í málefnum Norðurslóða, framtíðarsýn og umsvi- fum. Fyrsta þing Arctic Circle var haldið í Hörpu í fyrra og þingið nú sitja um 1400 þátttakendur frá 34 löndum, ráðherrar, embættismenn, forystumenn í atvinnulífi og vísindum og fulltrúar náttúruverndar- samtaka. - eh Ótengt Fréttatímanum Vefritið Kjarninn ræddi í vikunni við Ólaf M. Magnússon, fyrrum stjórnarformann DV, og hafði eftir honum að Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, hefði þrívegis fundað með sér undir því yfirskini að menn tengdir flokknum vildu kaupa DV. Þar sagði enn fremur: „Ólafur var beðinn um að taka sæti í stjórn DV að nýju eftir að nýir eigendur, undir forystu Þorsteins Guðnasonar, tóku við miðlinum í september. Hann segir að í kjölfarið hafi Þorsteinn sagt honum að í bígerð væri stór sameining DV við annan fjölmiðil. Heimildir Kjarnans herma að fjölmiðlarnir sem Þorsteinn hafi áhuga á að sameinast séu Vefpressan (sem rekur m.a. Eyjuna, Bleikt og Pressuna), Fréttatíminn og/eða Útvarp Saga. Einhverjar viðræður hafa átt sér stað við að minnsta kosti hluta þessarra fjölmiðla.“ Vegna þessa skal það áréttað að þetta er rangt hvað Fréttatímann varðar. Blaðið hefur hvorki tengst slíkum sameiningar- hugmyndum né meintum viðræðum. - jh Barist um formennsku í Norðurlandaráði Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, var í gær kjörinn formaður Norðurlandaráðs. Fyrirfram var reiknað með því að Höskuldur yrði nýr formaður Norðurlandaráðs en í fyrsta skipti fékk forsetaefni Norðurlandaráðs mótframboð, frá Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna. Vísir.is greinir frá því að Steingrímur hafi orðið að láta í minni pokann en meðal þeirra sem hann studdu voru systurflokkar Vinstri grænna á Norðurlöndum en einnig Róbert Mars- hall, þingmaður Bjartrar framtíðar, sem segist ekki geta stutt framsóknarmann til slíkra trúnaðarstarfa á meðan Framsókn hefur ekki svarað skýrt fyrir stefnu sína í málefnum trúfrelsis og byggingar mosku á Íslandi. - eh Titancar í Kópavogi alltaf með lægsta verðið 180% VERðMuNuR á DEKKJASKiPtuM á JEPPA MEð 18” álFElGuM (265/60R18) E nn sem komið er geta kon-ur á Íslandi ekki látið frysta ófrjóvguð egg. Ég á þó von á því að við förum að bjóða upp á þann möguleika, jafnvel strax á næsta ári,“ segir Þórður Óskars- son, læknir og annar eigenda ART Medica – læknastöðvar og tæknifrjóvgunarstofu. „Það er fyrst á síðustu árum sem frysting á ófrjóvguðuðum eggjum er að verða raunhæfur kostur. Lengst af var lélegur árangur af því að frysta ófrjóvguð egg því þau hrein- lega skemmdust. Hins vegar hefur lengi verið hægt að frysta frjóvguð egg sem þá kallast fósturvísar og við gerum það hér,“ segir hann. Fyrr í þessum mánuði bárust fregnir af því að tæknifyrirtæki á borð við Apple og Google ætli að bjóða kvenkyns starfsfólki að frysta úr sér egg til að fresta barn- eignum og helga sig starfsframan- um. Fyrirtækin greiða allan kostn- að við að frysta og geyma eggin, sem samsvarar allt að tveimur og hálfri milljón íslenskra króna. Þórður segist aldrei hafa fengið beiðni um frystingu á eggjum vegna starfsframa viðkomandi og mælir hreint ekki með því. „Þetta er auðvitað lúxusvandamál og ekkert sem við myndum gera út á. Mestar líkur eru á að meðgangan gangi eðlilega fyrir sig þegar konur eru ungar og hraustar. Við myndum ekki hvetja konur til að fresta barneignum og þannig óbeint stuðla að erfiðari og hættu- legri meðgöngu þegar þær verða eldri,“ segir hann. Þeim möguleika að frysta ófrjóvguð egg hér á landi væri fyrst og fremst beint að ungum konum sem greinast með alvarlega sjúkdóma þar sem sjúkdómurinn, eða meðferð við honum, getur skemmt eggjaforða konunnar. „Hingað til hefur eina leiðin verið að frjóvga eggin fyrst. Þá hafa kon- urnar ýmist átt maka eða fengið hefur verið gjafasæði. Það er hins vegar ekki alltaf ákjósanlegt því konan er mögulega komin í annað samband og þá er búið að frjóvga egg með sæði annars manns. Það er fyrst og fremst þessi hópur sem við myndum einbeita okkur að og sem betur fer er hann ekki stór,“ segir Þórður. Ýmsir aðrir kostir eru í boði fyrir fólk vegna frjósemisvanda- mála og á þeim tíu árum sem ART Medica hefur starfað hafa að jafn- aði verið um 450-550 glasafrjóvg- unarmeðferðir á ári og um 600 tæknisæðingar. „Það hefur farið vaxandi að einhleypar konur og samkynhneigðar konur í sambandi nýti sér þessa þjónustu,“ segir hann. Þá hefur það færst í aukana að íslenskar konur gefi egg sem þá nýtist barnlausum pörum. „Þegar konur gefa egg þarf oft ekki að nota öll eggin sem fást og þegar sá möguleiki verður fyrir hendi að frysta ófrjóvguð egg nýtist það einnig í þessu sambandi,“ segir hann. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  FrjósEmi Ekki hEFur vErið hægt að Frysta óFrjóvguð Egg hér Konur geta brátt fryst ófrjóvguð egg Þórður Óskarsson, læknir og annar eigenda ARt Medica, vonast til að geta boðið upp á frystingu ófrjóvgaðra eggja, jafnvel á næsta ári. Erlendis hefur færst í aukana að konur láti frysta egg til að helga sig starfsframanum en Þórður mælir ekki með því. Markhópur þessarar þjónustu hjá ARt Medica væri ungar konur sem greinast með alvarlega sjúkdóma sem hafa áhrif á eggjabúskapinn. læknastofur í Valencia á Spáni eru taldar standa hvað fremst í rannsóknum á frystingu ófrjóvgaðra eggja. Eftir egg- heimtu tekur starfsfólk á rannsóknar- stofu við vökva úr eggbúum og skoðar undir smásjá. NordicPhotos/Getty Þórður Óskarsson, læknir og annar eigenda ARt Medica – læknastöðvar og tæknifrjóvgunarstofu, vonast til að geta boðið upp á frystingu ófrjóvgaðra eggja jafnvel á næsta ári. ljósmynd/Hari Í slenska gámafélagið hefur hafið sölu á burðarpokum úr maís og fjölmargar verslanir bjóða nú upp á þennan umhverfis- væna valkost við afgreiðslukass- ana. Þeirra á meðal eru Krónan, Bónus, Frú Lauga, Kostur, Olís, Vínbúðin og Lyfja. „Núna eru pok- arnir sérmerktir frá okkur en versl- unum býðst að sérmerkja sé pantað í stærra upplagi,“ segir Jón Þórir Fransson hjá Íslenska gámafélag- inu. „Um er að ræða þann poka sem reynst hefur best á Ítalíu en um 10 ár er síðan verslanir þar hættu að bjóða plastpoka undir vörur sínar.“ Stóru verslunarkeðjurnar munu þó ekki taka plastið úr umferð í bráð. „Eins og er vilja verslanir fá reynslu á pokana og viðbrögð frá neytendum áður en farið er í að sér- merkja og panta í stóru upplagi,“ seg- ir Jón Þórir. Guð- mundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, tekur í sama streng. „Við þurfum að fá reynslu á þetta og ef hún verður góð, eins og við auðvitað vonum, þá verðum við fljót að skipta plastinu út fyrir maíspokana.“ Það lít- ur þó ekki út fyrir að við munum fá að sjá gula pokann með bleika grísnum fara úr plasti í maís í bráð. „Það er ekki hægt eins og staðan er í dag því það er ekki um- hver f isvænt að setja litarefni í pokana,“ segir Guðmundur, „en þróunin á nú samt vonandi eftir að verða hröð í þeim efnum.“ Hann bætir því við að viðbrögð neytenda við fjölnota pokunum í Bónus hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það eru komnir yfir 100.000 fjölnota pokar í umferð og plastpokanotkun hefur minnkað í takt við það.“ -hh Fjölmargar verslanir bjóða nú upp á nýja maíspoka frá Íslenska gáma- félaginu við kassana. Stóru verslunar- keðjurnar vilja fá jákvæð viðbrögð við pokunum frá neytendum áður en plastið verður tekið úr umferð. Yfir 100.000 fjölnota Bónuspokar seldir Allt að 9.000 krónu verðmunur er á þjónustu við dekkja- skipti fyrir jeppa af stærri gerðinni með álfelgur af stærð 265/60R18. Þetta kemur fram í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði hjá 27 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið þann 27. október. N1 var oftast með hæsta verðið á þjónustunni en titancar í Kópavogi var alltaf með lægsta verðið. Mestur verðmunur í könnuninni var á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa með 18 tommu álfelgur (265/60R18) sem var ódýrust á 5.000 kr. hjá titancar en dýrust á 14.010 kr. hjá N1. Verðmunurinn var 9.010 kr. eða 180%. - eh 2 fréttir Helgin 31. október-2. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.