Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 14
V Við búum nú við þá óvenjulegu stöðu að verðbólga er engin. Á þetta benda Sam- tök atvinnulífsins sem segja að verðbólgan í október hafi engin verið þrátt fyrir að vísitala neysluverðs hafi hækkað um 0,14% milli mánaða. Skýringin er sú að áhrif vegna lækkunar flugfargjalda voru ofmetin í vísi- tölu síðasta mánaðar um 0,17%. Verðbólgan síðustu 12 mánuði er 1,9% og hefur verið undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 10 mánuði samfleytt. Samtökin benda enn fremur á að verðlag sé stöðugra nú en í heilan áratug og ef hækkanir á hús- næði væru undanskildar hefði verðlag verið óbreytt frá því í desember. Horfur í efnahags- lífinu, miðað við hagspár til komandi ára, eru að óbreyttu bærilegar. Á samningstímanum hefur kaupmáttur aukist en þann árangur þakka samtökin inn- leiðingu nýrra vinnubragða á vinnumark- aði, samhentu átaki aðila á vinnumarkaði, stjórnvalda, fyrirtækja og starfsfólks. Með hvatningu um að launahækkanir hér yrðu sambærilegar og í nágrannalöndunum væri stuðlað að stöðugu verðlagi og aukningu kaupmáttar launa í hægum en öruggum skrefum, eins og annars staðar á Norður- löndunum, en ekki með öfgafullum sveiflum sem tíðkast hafa hér. Síðustu kjarasamningar á almennum markaði, sem gerðir voru til árs, voru hóg- værir, en með fyrrgreind markmið, að auka kaupmátt. Það tókst. Aðrar stéttir, einkum í opinbera geiranum, hafa hins vegar hækkað hlutfallslega meira. Í fréttaskýringu Frétta- blaðsins í gær kom fram að launahækkun félaga í Alþýðusambandi Íslands hefði verið 3,1% á árinu, 4% meðal félags í Bandalagi há- skólamanna, 7,5% meðal grunnskólakennara og 16% meðal framhaldsskólakennara. Þar sagði jafnframt að frá sjónarhóli Alþýðusam- bandsins hefði tilraunin sem gerð var með desembersamningunum síðustu mistekist að stórum hluta því þegar félög á almenna markaðnum höfðu gengið frá sínum samn- ingum hefðu fyrrgreindir hópar, auk flug- manna, samið um mun meiri hækkanir. Þó viðurkenna aðildarfélög Alþýðusambandsins að markmiðið um að ná verðbólgunni niður hefði tekist. Til viðbótar standa nú yfir skæruverkföll lækna. Þeir hafa ekki gefið upp launakröfur sínar en að lágmarki er talið að þeir óski 30% launahækkunar grunnlauna. Sú staða setur allt í uppnám. Heilbrigðiskerfið er ein helsta grunnstoð samfélagsins, stoð sem ekki má bresta. Heilbrigðisstarfsfólk varð að taka á sig skerðingu við hrunið, rétt eins og aðrir, en fólki í þessum geira standa til boða betur launuð störf í nágrannalöndunum. Því hafa margir leitað á þau mið – sem vitaskuld kemur niður á þeirri þjónustu sem þarf að veita hér. Varla þarf að efast um það að sam- staða sé um það meðal almennings að læknar – og aðrar heilbrigðisstéttir – búi við bærileg launakjör en vandinn er geta hins opinbera til að taka þær hækkanir á sig en ekki síður eilífur samanburður milli starfsstétta. Launa- hækkun einnar stéttar hefur keðjuverkandi áhrif. Aðrar heilbrigðisstéttir munu fylgja í kjölfar þess sem læknar ná fram og saman- burðarstéttir meðal annarra opinberra starfs- manna munu síðan fara fram á hið sama. Þá segir sagan okkur að allt fari úr bönd- unum, við taki víxlhækkun kauplags og verðlags og verðbólgudraugurinn lifni á ný. Verkalýðshreyfingin býr sig enda undir harða baráttu í vetur, horfir meðal annars til þess sem er að gerast í opinbera geiranum. Í fyrrnefndri fréttaskýringu er gengið út frá því að dagar samræmdrar launastefnu séu taldir. Fullreynt sé með kjarasamninga sem byggi á hóflegum launahækkunum og vænt- ingum um litla verðbólgu. Það er því hætt við að við stefnum enn á ný inn í tímabil sem við þekkjum af ömurlegri reynslu, óraunhæfa samninga, krónutölu- hækkanir sem hverfa fljótt í óðaverðbólgu og gengifalli krónunnar – sem aftur leiðir til hækkunar gengistryggðra húsnæðislána sem ógna mun afkomu heimilanna. Á það hefur verið bent að verðbólguárin hér skil- uðu Norðurlandameti í launahækkunum en síðasta sætinu í kaupmætti og lífskjörum. Haldi menn aftur á þær slóðir er það ófögur framtíðarsýn. Gamall draugur verður vakinn upp haldi menn á fornar slóðir að nýju Ófögur framtíðarsýn Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. S i g u r b j ö r g Þ r a s t a r d ó t t i r Skandall Lífsgleðin er m argvísleg en mjaðmarbrotn ir gera engan engil í skafl KÁTT SKINN (og g lo r ía ) Sigurbjörg Þrastardóttir hlaut Bókmennta- verðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir skáldsöguna Sólar sögu og tilnefningu til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir ljóðsöguna Blysfarir. Kátt skinn (og gloría) er áttunda ljóðabók hennar. www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu 14 viðhorf Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.