Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Side 20

Fréttatíminn - 31.10.2014, Side 20
Nærandi, orkugefandi og eykur lífsgæði Spírandi ofurfæði Útsölustaðir: Bónus um allt land. Aðrir: Fjarðarkaup, Græni hlekkurinn, Hagkaup, Krónan, Lifandi Markaður, Melabúðin, Nettó og Nóatún.www.ecospira.is Sölustaðir Höfuðborgarsvæðið: Fjarðarkaup, Græni Hlekkurinn, Hagkaup, Lifandi Markaður og Melabúðin. Um land allt: Bónus, Krónan, Nóatún, Kaskó, Nettó, Samkaup Úrval og Strax. É g er ekki alltaf að semja tónlist, þetta birtist í ein-hverjum óróa sem breytist í lag, einhver tilfinningalegur órói“, segir Ragnheiður Gröndal tón- listarkona. „Ég dvel yfirleitt ekki lengi við lagasmíðar og ef þær ganga eitthvað illa þá hendi ég bara hugmyndunum eða bíð eftir því að þær þróist á eðlilegan máta,“ segir Ragnheiður sem var að senda frá sér áttundu plötu sína, Svefnljóð. „Hugmyndin að plötunni varð til út frá ljóðinu Svefnljóð sem er að finna í ljóðabókinni Bréf til nætur- innar eftir Kristínu Jónsdóttur frá Hlíð. Þetta er ótrúlega fallegt og vel ort ljóð sem fangaði huga minn mjög sterkt. Í stuttu máli fjallar það um það hvernig við erum stundum eins og þrælar vinnunnar og hvers- dagsleikans – og hvernig hvíldin endurnærir okkur. Ég hugsa Svefn- ljóð bæði sem plötu sem hægt er að setja á og njóta með fullri athygli, en einnig má nota hana til þess að hjálpa sér að sofna og hvílast vel. Ég lagði áherslu á að öll stemn- ingin á henni virkaði róandi fyrir taugakerfið – og í raun var ferlið ekkert annað en þerapía fyrir sjálfa mig þar sem ég er oft frekar ör og stressuð yfir lífinu almennt. Öll lögin komu mjög auðveldlega og ég man nánast stað og stund fyrir hvert lag.“ Engir stælar í upptökunum Á Svefnljóðum er að finna mörg falleg ljóð eftir ýmsa höfunda, ásamt ljóðum eftir Röggu sjálfa og segir hún lögin oftast verða til í kringum ljóðin. „Stundum kviknar samt ákveðin tilfinning og í kjöl- farið kemur laglína sem svo kallar á texta eftir á. Það er eitt lag sem mig dreymdi á plötunni sem heitir Lifandi vatnið og er við ljóð Sigurðar Pálssonar. Við vorum pöruð saman í verk- efni sem nefnist Sálmafoss og mig dreymdi lagið áður en ég fékk ljóðið sent. Svo kom það og small saman, enda er þetta mjög sterkt ljóð.“ Þú hefur leitað svolítið í Hallgrím Helgason, henta hans ljóð þinni músík vel? „Já, hann er hæfilega húmor- ískur og pínu skrýtinn. Hann er líka orðasmiður, býr til hugtök sem gaman er að vinna með. Svo er þetta líka allt í takt við þær upp- lifanir og reynslu sem ég hef orðið fyrir. Ég eignaðist barn árið 2012 og í kjölfarið leitaði ég meira inn á við og langaði að gera lágstemmda, einfalda plötu,“ segir Ragga. „Ég tók þá ákvörðun að hafa eins litla stæla og ég gat í upptökunum. Á sumum plötunum mínum hef ég verið með hinar og þessar tilraunir, bæði í útsetningum og söngstíl. Núna langaði mig að fara aðeins til baka og hafa sönginn og píanóið sem kjarna og fanga einfaldleik- ann.“ 8 plötur fyrir þrítugt Ragga hefur gefið út 8 sólóplötur á löngum ferli þrátt fyrir að vera ekki orðinn þrítug. Hún nær þremur tugum í desember. „Ég var 18 ára þegar fyrsta platan mín kom út og voru það djass standardar. Þetta hafa ekki allt verið plötur með minni músík en í mínu nafni þó.“ Þú ert orðinn meira en djasssöng- kona eins og þú byrjaðir? „Mig hefur alltaf dreymt um að búa til tónlist þar sem mörgum stílum ægir saman. Fyrir tæpum tíu árum fékk ég brennandi áhuga á íslenskum þjóðlögum og í kjölfarið leitaði ég í að hlusta á þjóðlaga- og heimstónlist frá mörgum og Nýjasta plata Ragnheiðar Gröndal nefnist Svefnljóð, og er það hennar 8. sólóplata. Ragga, eins og hún er kölluð, segist ekki viss hvort hún hefði náð jafn langt hefði hún komið seinna fram á sjónarsviðið. Hún gaf út sína fyrstu plötu aðeins 18 ára gömul og gerði sér enga grein fyrir bransanum sem hún var að demba sér út í. Hún segir djassinn geta verið harðan húsbónda og segir langa leið frá því að læra eitthvað og að geta eitthvað. Svefnljóð er hennar meðal við stressinu sem hún hefur gagnvart lífinu. ólíkum stöðum – og þá einkum til þess að stúdera söngstílinn. Ég er farin að líta á þessar plötur mínar sem litlar etýður og æfingar í því að komast nær mínum kjarna. Auðvi- tað er eina vitið að vera ekki alltaf að rembast við að ætla að búa til meistaraverk, heldur á maður að leyfa sér að flæða þangað sem áhugi manns beinist hverju sinni,“ segir Ragga. Eru Íslendingar kannski ekki með- tækilegir fyrir þjóðlaga- tónlist? „Ég held að ég geti fullyrt það að það er lítill hópur. Íslend- ingum finnst mörgum þetta vera óþægileg músík. Hún er þung og þessi hefð er svo bundin við ljóðin og rímurnar. Stemningin í íslenskum þjóðlögum minnir okkur of harkalega á hvað stutt er síðan við bjuggum í torfkofum. Mér finnst þjóðlögin til dæmis kenna okkur ým- islegt um æðruleysi kynslóðanna á undan okkur. Tek þó fram að ég hefði samt alls ekki viljað vera uppi fyrir tvöhundruð árum síðan og gæti ekki fyrir mitt litla líf komist af án þess að fá mér daglega soja-latte. En hafandi unnið með tónlistarfólki frá ýmsum löndum sem iðkar þjóð- lagatónlist komst ég að því að marg- ir hafa sömu sögu að segja – það er að fólki upp til hópa finnst sín eigin þjóðlagatónlist ekki áhugaverð. Fólk heillast frekar af hefðum sem eru þeim meira fram- andi. En þetta er þó gríðarlega mismunandi eftir löndum og ég er síst einhver sérfræðingur í þessum efnum.“ Þráhyggja fyrir söng Ragga ákvað mjög snemma að hún ætlaði að verða söngkona og þegar hún vann söng- keppni Samfés, 15 ára gömul, var það ráðið. „Þetta lá í kortunum. Ég heillaðist mjög snemma af þessu öllu og fannst bara svo gaman að syngja. Ég er með þráhyggju fyrir söng,“ segir Ragga. „Svo þegar ég hugsa til baka þá finnst mér algert brjál- æði hvað ég byrjaði ung – vaðandi uppi á sjálfs- trausti ungrar sálar en jafnframt vanþroska. Í dag finnst mér ég hafa verið ótrúlega heppin að hafa náð að stimpla mig inn. Ég er ekkert viss um að ég hefði haft sjálfstraustið til þess að vaða í þetta síðar. Þegar maður er 15 ára þá hefur maður enga hugmynd um hvað þetta er erfiður bransi og hvað það getur verið erfitt að komast að. Velgengni veltur mikið til á því hvort maður fái góð tækifæri til að láta ljós sitt skína.“ Af hverju valdirðu djassinn svona snemma? „Það er eiginlega bara Hauki bróður að kenna, og mamma hlustaði líka mikið á djass,“ segir Ragga en bróðir hennar er klarín- ett- og saxófónleikarinn Haukur Gröndal. „Við vorum ekki alin upp við popptónlist. Við erum í grunn- inn algjörir nördar og í dag er ég að uppgötva allskonar músík sem fólki hefur þótt vera klassík í mörg ár. Sem dæmi nefni ég Fleetwood Mac. Ég heillaðist mikið af söng- konum eins og Natalie Cole, Ellu Fitzgerald, Söruh Vaughan og svo Nancy Wilson sem er mín uppá- halds söngkona. Á þetta hlustaði ég daginn út og inn og grenjaði svo yfir Celine Dion, Whitney og Mariuh á hápunkti gelgjuskeiðsins. Þær kenndu mér hinn svokallaða slaufusöng, en þeirri tónlistar- stefnu afneitaði ég þó í mörg ár og reyndi að hafa látleysið í fyrirrúmi í söng mínum.“ Fékk nóg af námi Ragga fór í nám við FÍH strax eftir grunnskóla og kláraði þar nám í söng árið 2005, þá rúmlega tvítug að aldri. „Ég lærði söng hjá Jóhönnu Linnet og Kristjönu Stefáns og hjá Hver er FæðiNGaRdaGuR: 15. desember 1984. Maki: Guðmundur Péturs- son tónlistarmaður. BaRN: Gunnar Magnús 2ja og hálfs árs. StaRF: Tónlistarkona. ÁHuGaMÁl: Heilsa, næringar- fræði, jóga, líkams- rækt og andleg málefni. Matargerð og þá einkum og sér í lagi grænmetis- matargerð. Ragnheiður Gröndal ? Framhald á næstu opnu Þerapía fyrir sjálfa mig Mér finnst bara svo gaman að syngja. Ég er með þráhyggju fyrir söng, segir Ragnheiður Gröndal. Myndir/Hari 20 viðtal Helgin 31. október-2. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.