Fréttatíminn


Fréttatíminn - 31.10.2014, Síða 52

Fréttatíminn - 31.10.2014, Síða 52
G rænkál inniheldur öflug andoxunarefni sem hjálpa líkamanum að verjast krabbameini. Þá hefur það bólgu- eyðandi eiginleika þar sem það inniheldur omega 3 fitusýrur sem geta meðal annars gagnast gegn liðagigt og sjálfsofnæmissjúk- dómum,“ segir Júlía Magnúsdóttir, næringar- og lífsstílsráðgjafi Lifðu til Fulls heilsumarkþjálfunnar. „Í einum bolla af grænkáli ertu með 5 grömm af trefjum og 15% af ráðlögðum dagskammti af kalki og vítamín B6, 40% af ráðlögðum dagskammti magnesíum, 180% af A vítamíni, 200% af C vítamíni og 1,020% af K vítamíni. Grænkál inniheldur einnig járn, kalíum og fosfór,“ segir hún og mælir sannar- lega með neyslu á grænkáli. „Alltaf skal þó leita jafnvægis í neyslu á grænkáli, ef þú upp- lifir viðkvæma meltingu. Þá getur verið betra að blanda grænkálið í drykki og brjóta það niður fyrir meltinguna í blandara í stað þess að neyta meira magns af hráu grænkáli. Ef þú glímir við vanvirk- an skjaldkirtil er eldað grænkál í lagi en ekki er mælt með of miklu af hráu grænkáli vegna áhrifa þess á skjaldkirtilinn,“ segir Júlía. Grænkál er gott í drykki, í safapressu, í ofn/pönnu eða með maríneringu. Júlía gefur hér upp- skrift að góðu grænkálssalati með sykurlausri Sesar salatdressingu. 52 heilsa Helgin 31. október-2. nóvember 2012  Heilsa Grænkál er nærinGarríkt oG HæGt að neyta á fjölda veGu Fjörefni úr frystinum Fæst í verslunum Bónus 498 KRÓNUR H reysti stendur fyrir kenn-aranámskeiði í Jump-Sport fitness, sem er ein vinsælasta nýjungin í heilsurækt- inni um þessar mundir, að sögn Írisar Huldar Guðmundsdóttur íþróttafræðings. Þó svo að líkams- rækt með trampólíni sé ekki ný af nálinni þá hefur þetta líkams- ræktarform gengið í endurnýjun lífdaga undanfarin misseri með nýjum gerðum af trampólínum. Trampólínin sem nú eru notuð eru sterkari og mýkri en þau sem voru notuð áður fyrr og draga verulega úr höggum og álagi á mjaðmir, bak og hné við hopp. Líkamsrækt á trampólíni er al- hliða þjálfun. Æfingarnar auka þol og brennslu en einnig eru gerðar styrktar- og teygjuæfingar á eða við trampólínin, að sögn Írisar. Þetta er í fyrsta sinn sem kenn- aranámskeið í JumpSport fitness er haldið hér á landi. Kennari nám- skeiðsins er margverðlaunaður þjálfari frá Vancouver í Kanada, Krista Popowych. Hún kennir und- ir merkjum JumpSport fitness og munu þeir sem ljúka námskeiðinu fá réttindi til að kenna námskeið undir því nafni. Námskeiðið fer fram í World Class í Laugum þann 8. nóvember. Öllum er heimil þátttaka, jafnt líkamsræktarþjálfurum sem öðru áhugafólki um JumpSport fitness. Nánari upplýsingar veitir Íris Huld Guðmundsdóttir á iris@hreysti.is Unnið í samstarfi við Hreysti Kennaranámskeið í JumpSport fitness BENECOS DAGAR Í HEILSUHÚSINU 30. okt. - 3. nóv. Glæsilegar náttúrulegar snyrtivörur! BENECOS – náttúruleg fegurð Lífrænt vottaðar snyrtivörur þurfa ekki að vera dýrari! Benecos eru frábærar lífrænar snyrtivörur á enn betra verði. Lífrænt vottað Ótrúlegt verð Án parabena 20% Bæði grænkálið og hempfræin í uppskriftinni eru frábær uppspretta af omega 3 fitusýrum sem hjálpa til að vinna bug á liðverkjum og stuðla að léttari líkama. Avocadó og kasjúhneturnar veita líkamanum magnesíum og góða fitu sem hjálpar til að slá á sykurlöngun. Fyrir 2 1 stórt grænkálsbúnt, hreinsað* 1 veglegt avocadó 1/4 gúrka 1-2 tómatar sesamfræ 1 laukur, skorinn niður (val) Dressing: 3 msk hvítt tahini 2 msk eplaedik 1 msk ferskur sítrónusafi 2 tsk lífræn tamarí sósa (glútenfrí soja sósa) 4 msk eða meira ristuð sesamolía eða ólífuolía salt og pipar eftir smekk 1. Undirbúið grænkálið með því að fjarlægja stilkana og skola vel. 2. Blandaðu saman inni- haldsefnum dressingar- innar í litla skál, helltu henni svo yfir grænkálið og mixaðu saman með hreinum höndum. 3. Skerið avocadó út á ásamt gúrku og ferskum tómötum. * Ef þú ert með vanvirkan skjaldkirtil er mælt með að borða síður grænkálið hrátt og því er hægt að gufusjóða það örlítið þar til það verður mýkra eða létt steikja á pönnu. Uppskriftin er fengin úr sykurlausri áskorun Lifðu til Fulls. Áskorunin er hafin og getur hver sem er tekið þátt með skráningu á lifdutilfulls. is og þannig fást fleiri álíka uppskriftir, innkaupalisti og hollráð að sykurfríu líferni. Þátttaka er ókeypis. Gómsætt grænkál Grænkál er gott í drykki, á pönnu eða í salat með maríneringu. Júlía Magnúsdóttir hjá Lifðu til fulls bendir á að grænkál inniheldur mikið magn heilsusamlegra efna og gefur hér uppskrift að sesarsalati með grænkáli. Hún bendir á að þeir sem eru með viðkvæman meltingarveg ættu frekar að neyta grænkáls eftir að það hefur verið brotið niður í blandara. Júlía Magnúsdóttir, næringar- og lífs- stílsráðgjafi Lifðu til Fulls heilsumark- þjálfunnar, mælir með neyslu á grænkáli til heilsubótar. Hér sést skref fyrir skref hvernig er best að búa til salatið. „Grænkáls Sesarsalat“

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.