Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 70
Ragnar Kjartansson talar á You
Are in Control.
Arnar Jónsson, Halldóra Björnsdóttir og Baldur Trausti Hreinsson ásamt leikstjóranum Svölu Arnarsdóttur. Þau ásamt Agli
Ólafssyni og Svandísi Dóru Einarsdóttur koma fram í Hörpu á mánudagskvöld og hylla Einar Benediktsson. Ljósmynd/Hari
Alls eru sjö nýjar bækur
í tíu efstu sætunum á
metsölulista Pennans
Eymundsson þessa vikuna.
Helstu tíðindin
eru þau að Arfur-
inn eftir Borgar
Jónsteinsson
fer beint í fyrsta
sæti listans.
Þetta er fyrsta
bók höfundar
og þar dregur hann
lesandann að hildarleik
heimstyrjaldarinnar síðari
og í ferðalag til Argentínu
tíunda áratugarins. Gunnar
Helgason á fótboltabók í
öðru sæti, Gula spjaldið í
Gautaborg, og í þriðja sæti
er bókin Saga þeirra, sagan
mín, eftir Helgu
Guðrúnu Johnson,
sem er saga
þriggja kvenna
sem einkennist
af sviptivindum
og skörpum and-
stæðum.
Í fjórða og fimmta sæti
eru svo bækurnar Nála
Riddarasaga, eftir Evu
Þengilsdóttur og Nátt-
blinda Ragnars Jónassonar.
Sænska spennusagan Í
innsta hring vermir sjötta
sætið en Koparakur,
ljóðabók eftir Gyrði Elías-
son, stekkur beint í sjöunda
sæti. Í áttunda sæti er
einnig ný bók á lista, Svart-
hvítir dagar, eftir Jóhönnu
Kristjónsdóttur þar sem
Jóhanna segir frá upp-
vaxtarárum sínum.
Nýjasta bók Stefáns
Mána, Litlu dauðarnir,
fer beint í níunda sæti
og verður gaman að sjá
hvernig viðtökur hún fær
næstu vikurnar.
7 nýjar bækur á topp 10 Ráðstefna You aRe In ContRol í næstu vIku
Skapandi fólk sem vinnur þvert á listgreinar
Alþjóðlega ráðstefnan You Are In
Control (YAIC) verður haldin í
Reykjavík í sjöunda sinn dagana 3.
og 4. nóvember næstkomandi í Bíó
Paradís. Sem fyrr mætast á ráð-
stefnunni skapandi greinar; hönnun,
tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leik-
list, kvikmyndagerð og myndlist.
Þemað í ár er Skapandi samsláttur (e.
Creative Synergy), þar sem áhersla er
lögð á verkefni og skapandi fólk sem
vinnur þvert á eða milli listgreina og
rýnt í hvaða nýju tækifæri er að finna í
þessum samslætti.
Meðal fyrirlesara eru Christine
Boland, sem er fræg fyrir svokallað
„Trend Forecasting“ á sviði tísku,
hönnunar og neyslumynstri. Banda-
ríski tónlistarmaðurinn Zebra Katz
sem hefur vakið athygli fyrir að vinna
þvert á listgreinar í tónlist sinni. Hann
kemur einnig fram á Iceland Airwaves
hátíðinni í ár. Nelly Ben Hayoun hefur
verið nefnd „Willy Wonka hönnunar
og vísinda“. Vala Halldórsdóttir, aðal-
ritstjóri QuizUp. Edward Nawotka,
ritstjóri og stofnandi Publishing Per-
spectives og listamaðurinn Ragnar
Kjartansson.
Nánari upplýsingar um fyrirlesara
og fjölmargar vinnustofur ráðstefnunn-
ar má finna á www.youareincontrol.is.
tímamót 150 áRum fagnað með sýnIngu um eInaR BenedIktsson
Eitt besta skáld
sem álfan hefur átt
Í dag, föstudag, eru 150 ár liðin frá fæðingu Einars Benediktssonar skálds og athafnamanns.
Afmælinu verður fagnað á ýmsan hátt um helgina og á mánudagskvöldið verður gestum boðið
í ævintýraferð um ljóðheima skáldsins, þar sem kvæðin kallast á við myndir, leik, hljóð og
tónlist. Einn af þeim sem haldið hefur utan um afmælisdagskrána er Arthúr Björgvin Bollason
sem segir skáldið hafa fallið í gleymsku í menningarlegri umræðu í gegnum tíðina.
Þ etta hófst nú þannig að forsetisráðherra lofaði tvennu í áramótaræðu sinni um síðustu áramót. Annars vegar að fagna
afmæli lýðveldisins og hins vegar 150 ára af-
mæli Einars Benediktssonar. Þetta heyrði fjöl-
skylda hans eins og aðrir
og fór að kanna það hvort
það ætti að efna þetta lof-
orð, sem kom í ljós að stóð
til,“ segir Arthúr Björgvin
Bollason, einn skipuleggj-
enda dagskrár í tilefni
150 ára afmælis Einars
Benediktssonar.
„Fjölskyldan fékk það
hlutverk að leggja sjálf til
hvað væri best að gera.
Þetta lendir á borðinu
hjá mér og konu minni,
Svölu Arnarsdóttur
dramatúrg, en Einar var
langafi hennar. Fyrst var
búin til skýrsla með hug-
myndum að því sem ætti
að gera og við lögðum til
að haldin yrði afmælishátíð og að hús skálds-
ins við Elliðavatn yrði gert að húsi ljóðsins
þar sem verkum hans yrði haldið á lofti með
sýningu eins og gert hefur verið erlendis. Þar
sem gestir upplifðu ljóðin á bæði myndrænan
og gagnvirkan hátt. Síðan yrði húsið tilvalið til
allskyns uppákoma tengdum ljóðum og ljóð-
list, við eigum ekkert ljóðahof hér á landi,“
segir Arthúr.
„Svo lögðum við til að Einari yrði gerður
sá heiður að gera afmælisdag hans, 31.októ-
ber, að degi ljóðsins. Sérstaklega með það að
leiðarljósi að tengja það verkefni inn í skólana,
svo þetta er hugsað sem málræktarátak líka
og ég hugsa að það hafi kveikt í fólki á æðstu
stöðum því þessi hugmynd hefur fengið góðar
undirtektir.“
Á mánudagskvöldið verður haldin Ævintýra-
ferð um ljóðheima skáldsins í Norðurljósasal
Hörpu þar sem leikarar lesa og leikgera ljóðin
undir leikstjórn Svölu. „Þetta verður mikið
sjónarspil sem hefur verið unnið af Jóni Agli
Bergþórssyni kvikmyndatökumanni og Vigni
Jóhannssyni myndlistarmanni og við hugsuð-
um þetta sem upptakt að því sem verður hægt
að sjá í húsi skáldsins,“ segir Arthúr. „Svala
lagði áherslu á það að flestar hliðar Einars
yrðu þarna sýndar svo þarna fáum við að sjá
eldhugann, athafnamanninn, elskhugann og
skáldið Einar. Hann var langt á undan sinni
samtíð hvað varðar hugmyndir og lífssýn.
Hann féll svolítið í gleymsku en útlendingar
sem þekkja mikið til í evrópskum bókmennt-
um segja hann eitt besta skáld sem álfan hefur
átt,“ segir Arthúr Björgvin Bollason.
Sýningin Nú heyrist eldhjarta Íslands slá
verður í Norðurljósasal Hörpu mánudags-
kvöldið 3. nóvember klukkan 20 og er aðgang-
ur ókeypis. Þeir sem koma fram í sýningunni
eru Arnar Jónsson, Egill Ólafsson, Halldóra
Björnsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson og
Svandís Dóra Einarsdóttir.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Einar
Benedikts-
son.
70 menning Helgin 31. október-2. nóvember 2012
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 1/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 16/11 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/12 kl. 13:00 30.k.
Sun 2/11 kl. 13:00 20.k. Lau 22/11 kl. 13:00 23.k. Lau 20/12 kl. 13:00 Aukas.
Fös 7/11 kl. 18:00 Aukas. Sun 23/11 kl. 13:00 24.k. Sun 21/12 kl. 13:00 31.k.
Lau 8/11 kl. 13:00 Aukas. Lau 29/11 kl. 13:00 25.k. Fös 26/12 kl. 13:00
Lau 8/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 30/11 kl. 13:00 26.k. Fös 26/12 kl. 16:00
Sun 9/11 kl. 13:00 21.k. Lau 6/12 kl. 13:00 27.k. Lau 27/12 kl. 13:00
Sun 9/11 kl. 16:00 Aukas. Sun 7/12 kl. 13:00 28.k. Sun 28/12 kl. 13:00
Lau 15/11 kl. 13:00 22.k. Lau 13/12 kl. 13:00 29.k.
Sterkasta stelpa í heimi á Stóra sviði Borgarleikhússins!
Bláskjár (Litla sviðið)
Sun 9/11 kl. 20:30 8.k. Þri 11/11 kl. 20:00 Aukas. Mið 12/11 kl. 20:30 9.k.
Sýningin 11. nóvember. verður textuð á ensku.
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 31/10 kl. 20:00 16.k. Lau 8/11 kl. 20:00 20.k. Fös 21/11 kl. 20:00 24.k.
Lau 1/11 kl. 20:00 17.k. Fim 13/11 kl. 20:00 21.k. Lau 22/11 kl. 20:00 25.k.
Sun 2/11 kl. 20:00 Aukas. Fös 14/11 kl. 20:00 22.k. Sun 23/11 kl. 20:00 aukas.
Mið 5/11 kl. 20:00 Aukas. Lau 15/11 kl. 20:00 23.k. Lau 29/11 kl. 20:00 26.k.
Fim 6/11 kl. 20:00 18.k. Sun 16/11 kl. 20:00 aukas.
Fös 7/11 kl. 20:00 19.k. Fim 20/11 kl. 20:00 aukas.
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Gaukar (Nýja sviðið)
Fös 31/10 kl. 20:00 11.k. Sun 9/11 kl. 20:00 Lau 29/11 kl. 20:00
Lau 1/11 kl. 20:00 12.k. Fös 14/11 kl. 20:00 14.k. Sun 30/11 kl. 20:00
Fim 6/11 kl. 20:00 13.k. Fim 20/11 kl. 20:00
Grátbroslegt verk um karlmenn, tilfinningar og sparakstur
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 31/10 kl. 20:00
Frumsýning
Fös 14/11 kl. 20:00 8.k. Lau 22/11 kl. 20:00 14.k.
Lau 1/11 kl. 20:00 2.k. Lau 15/11 kl. 20:00 9.k. Sun 23/11 kl. 20:00 15.k.
Sun 2/11 kl. 20:00 3.k. Sun 16/11 kl. 20:00 10.k. Fim 27/11 kl. 20:00 16.k.
Þri 4/11 kl. 20:00 4.k. Þri 18/11 kl. 20:00 aukas. Fös 28/11 kl. 20:00 17.k.
Mið 5/11 kl. 20:00 5.k. Mið 19/11 kl. 20:00 11.k. Lau 29/11 kl. 20:00 18.k.
Fim 6/11 kl. 20:00 6.k. Fim 20/11 kl. 20:00 12.k. Sun 30/11 kl. 20:00 19.k.
Fim 13/11 kl. 20:00 7.k. Fös 21/11 kl. 20:00 13.k.
Forsala í fullum gangi - Frumsýning 31. október
Beint í æð – frumsýning í kvöld!
HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
Karitas (Stóra sviðið)
Fös 31/10 kl. 19:30 6.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 12.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 17.sýn
Lau 1/11 kl. 19:30 7.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 13.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 18.sýn
Fim 6/11 kl. 19:30 8.sýn Sun 16/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 29/11 kl. 19:30 19.sýn
Fös 7/11 kl. 19:30 9.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 14.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 20.sýn
Lau 8/11 kl. 19:30 10.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 15.sýn Fös 5/12 kl. 19:30 21.sýn
Fim 13/11 kl. 19:30 11.sýn Lau 22/11 kl. 19:30 16.sýn Lau 6/12 kl. 19:30 22.sýn
Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Nýjar sýningar komnar í sölu.
Konan við 1000° (Kassinn)
Fös 31/10 kl. 19:30 19.sýn Fös 14/11 kl. 19:30 27.sýn Lau 29/11 kl. 19:30 33.sýn
Lau 1/11 kl. 19:30 20.sýn Lau 15/11 kl. 19:30 28.sýn Fim 4/12 kl. 19:30 35.sýn
Fim 6/11 kl. 19:30 23.sýn Fim 20/11 kl. 19:30 Aukas. Fös 5/12 kl. 19:30 36.sýn
Fös 7/11 kl. 19:30 24.sýn Fös 21/11 kl. 19:30 Aukas. Lau 6/12 kl. 19:30 37.sýn
Lau 8/11 kl. 19:30 25.sýn Fim 27/11 kl. 19:30 30.sýn
Fim 13/11 kl. 19:30 26.sýn Fös 28/11 kl. 19:30 31.sýn
5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun.
Ævintýri í Latabæ (Stóra sviðið)
Sun 2/11 kl. 13:00 24.sýn Sun 23/11 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 13:00
Sun 9/11 kl. 13:00 26.sýn Sun 30/11 kl. 13:00 Sun 28/12 kl. 16:30
Sun 16/11 kl. 13:00 Sun 7/12 kl. 13:00
Stórsöngleikur fyrir börn á öllum aldri í Þjóðleikhúsinu.
Hamskiptin (Stóra sviðið)
Mið 19/11 kl. 19:30 Aukas.
Aðeins ein aukasýning í nóvember.
Leitin að Jörundi (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 1/11 kl. 17:00 2.sýn Lau 15/11 kl. 17:00 4.sýn
Sun 2/11 kl. 20:00 3.sýn Sun 16/11 kl. 20:00 5.sýn
Sápuópera um hundadagakonung