Fréttatíminn - 31.10.2014, Blaðsíða 76
HELGARBLAÐ
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Þórhildur Þorkelsdóttir
Bakhliðin
Sveitalegur
fréttahaukur
Aldur: 24 ára
Maki: Hjalti Harðarson.
Börn: Engin.
Menntun: Hvolsskóli, Grunnskólinn á
Flúðum, Menntaskólinn við Hamrahlíð
og er í mann- og fjölmiðlafræði í HÍ.
Starf: Fréttakona á Stöð 2 og einn um-
sjónarmanna Bresta.
Fyrri störf: Umönnunarstörf á elli-
heimili og leikskóla, umsjón með
tjaldsvæði, afgreiðsla í bakaríi og
afgreiðslustörf í hinum ýmsu sjoppum,
veitingastöðum og tískuverslunum.
Áhugamál: Fjölmiðlar, ferðalög, tónlist,
tíska og hestamennska.
Stjörnumerki: Meyja.
Stjörnuspá: Þú ert orkumikill og
vilt koma sem flestu í verk á sem
skemmstum tíma. Ekkert er eins vont
og óvissan.
Þórhildur er mjög ákveðin kona, svo ekki sé meira sagt,“ segir María Lilja
Þrastardóttir, samstarfskona
og vinkona Þórhildar. „Hún er
skemmtileg og góð og gríðarleg-
ur kattavinur, ást hennar á kett-
inum sínum er nánast skringileg.
Hún er sveitastúlka og henni ferst
gríðarlega vel úr hendi að moka
skít,“ segir María Lilja.
Þórhildur Þorkelsdóttir hefur, þrátt fyrir
ungan aldur, vakið athygli fyrir vasklega
framgöngu sem fréttakona á Stöð 2 síð-
astliðið ár, en hún er 24 ára. Þá er hún
einnig einn umsjónarmanna fréttaskýr-
ingaþáttarins Bresta sem hóf göngu sína í
síðustu viku og hefur vakið mikla athygli.
Hrósið ...
... fær íslenska landsliðið
í handknattleik sem vann
til baka trú landsmanna með
öflugum 17 marka sigri á Ísrael
í Laugardalshöllinni í vikunni.
Silfurrefur
Laugavegur 45
Sími: 519 66 99
Vefverslun: www.myconceptstore.is
Verð 14.900,-
Mikið úrval af skinnvöru