Vísbending


Vísbending - 24.12.2012, Side 17

Vísbending - 24.12.2012, Side 17
17 Ég sÉ Ég horfi á himininn hvíta, ég horfi á skýin grábláu, ég horfi á blóðrauða sól. Svo þetta er þá veröldin. Svo þetta er þá heimbyggð hnattanna. Regndropi! Ég horfi á húsin háreistu, ég horfi á gluggana ótalmörgu, ég horfi á kirkjuturninn í fjarska. Svo þetta er þá jörðin. Svo þetta er þá heimbyggð mannfólksins. Skýin grábláu þykkna. Sólin hvarf sýnum. Ég horfi á herramennina velklæddu, ég horfi á dömurnar sem brosa, ég horfin á hestana lotlegu. Hve skýin grábláu sortna. Ég sé, ég sé... Mig hefur víst borið á skakkan hnött! Hér er svo annarlegt... ÞRJú LJÓð Sigbjørn Obstfelder (1866-1900) er það skáld í Noregi sem framar öðrum ruddi þar braut módernískri ljóðhugsun í anda nýrómantískrar stefnu. á hróður hans hefur engum fölskva slegið síðan. Obstfelder var mikið tízkuskáld síns tíma í norrænum bókmenntum. Og má geta þess að Sigurður Nordal áleit að Jóhann Sigurjónsson hefði ort hið fræga ljóð sitt Sorg undir áhrifum frá skáldskap Obstfelders. Þessar þýðingar hafa ekki birst áður á prenti. sálmur Við tárið fyrsta sem þiðnar brestur sorgin. Ó guð, gef þú mér tárið fyrsta. Tár mitt, það er frosið og sorg mín er frostrós. Tár mitt, það er frosið og hjarta mínu er kalt. Svefn er af augum. Nýr dagur breiðir yfir mig blóm sitt með angan sólskinshugsana. Hlustir mínar hafa upplokizt fyrir söngljóðum vatna og vinda endurómandi sælufögnuð fuglanna. Augu mín hafa upplokizt. Himinhvolf yfir veröldinni, og sólin á botni hvolfsins. Ég svaf. Sál mín á reiki, ekki veit ég hvar. Þar var ekki sólarsýn. Ég skalf, þegar myrkur féll á. Innan þess var dauðinn, dauðinn og kliðandi raddir. Nú er dagur jarðar. Bjöllur þyrpast fram úr skauti hennar, veltast um í hinu glaða lífslofti. Hvað varð um myrkrið kynlega? Hvert hörfaði það? Nú eru geislar alls staðar! Er veröldin smíðuð úr geislum? Að lauga hár sitt í þessu ljóshafi! sem flæðir inn í grasið og kyssir döggina svo hún springur út í litamergð. Að skynja þetta nærandi lífsloft! sem á enni mínu dansar, dillar sér við nasir mér. Gneistandi dagur! Þú ert hláturglatt auga guðs, spegill sálar hans. Hugsanir hans gjósa fram úr djúpunum, frá hvolfunum, frá hnöttunum, í logandi sæg anda. Dagur HANNES péTuRSSON ÞýDDI LJ Ó Sm Y N D : E IN A R F A Lu R IN g Ó LF SS O N

x

Vísbending

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.