Þjóðlíf - 01.10.1987, Qupperneq 13
ERLENT
Einræðisherrar og náðargáfan
Suharto forseti Indónesíu endurkjörinn í mars
’.HVERNIG getum við fariö aö því aö
§era Suharto forseta að náöarleiðtoga,"
sPurði Adam Malik, fyrrverandi utanríkis-
raöherra Indónesíu bandaríska stjórnmála-
fríeðinginn Ann Ruth Willner skömmu eftir
aö Ahmed Sukarno forseta hafði veriö vikiö
l,l hliðar í byltingu hersins árið 1965. Ann
Ruth Willner var þá þegar orðin víðþekkt
fyrir rannsóknir sínar á fyrirbærinu náðar-
forysta (Charisma) þ.e. þeim leiðtogum sem
skyndilega skjóta upp kollinum og njóta
nánast takmarkalausrar hollustu og hlýðni
fylgismanna sinna - jafnvel heillar þjóðar.
Að mati Ann Ruth Willner var Sukarno
°tvír£ett náðarleiðtogi. Suharto, núverandi
f°rseti Indónesíu,er það hins vegar ekki. í
fýlegri bók um einkenni náðarleiðtoga og
'tvernig þeir fara að því að heilla miljónir
fjanna með „innblæstri sínum“, beinir hún
sjónum sérstaklega að Sukarno.* Sukarno
var af höfðingjaættum á Jövu. Hann leiddi
Þjóðernissinna gegn nýlendustjórn Hollend-
'nga á eyjaklasanum, lýsti yfir stofnun lýð-
veldis í Indónesíu 1945 og tók sér forsetatitil
sama ár.
Indónesía varð sjálfstætt ríki árið 1949 og
nicö mjög persónulegri einræðisstjórn tókst
^akarno að sameina eyjarnar í eitt ríki og
e,ka flókna jafnvægislist með samspili þjóð-
Vrnishyggju, múhameðstrú og marxisma.
^allaði blönduna „Sukarnoisma.
Sukarno bar öll einkenni náðarleiðtog-
aris; tengdi ímynd sína goðsögnum, var
Sveipaður hetjuljóma, Indónesíubúar efuðust
v|<ki um réttmæti orða og athafna hans, og
^rgir töldu fullvíst að Sukarno væri for-
sPár. í framkomu og ræðu hreif hann ólíka
nóónesíubúa með sér. Fjöllyndi hans í ásta-
rnálum varð víðfrægt og síst til að veikja
n°kkuð náðarforystu hans. Ann Ruth
v,Hner segir að feður hafi gjarna fært dætur
s,r,ar á fund hans; „engin kona stóðst per-
s°nutöfra Sukarnos og ef hann gaf til kynna
hann girntist einhverja konu var hún
segir hún. Kynlíf hans varð táknrænt í
llgum smábændanna fyrir frjósemi jarðar-
lnar og afsannaðist þar með að ekki færi vel
^atan kynlíf stjórnmálaleiðtoga og pólitík.
^ldatími Sukarnos stóð í 20 ár. Frétta-
j ari breska vikuritsins The Economist segir
nýlegri yfirlitsgrein um ástand mála í Indó-
.> að Sukarno hafi leitt þjóð sína á barm
lunar. „Hann skapaði heilt þjóðfélag en
ra.nn lét eftirmönnum sínum eftir að borga
'kninginn," segir hann.
A
1‘rj'l'1. ^uth Willner.The Spellbinders. Charismatic
,lcal Leadership. Yale University Press.
Á árinu 1965 einkenndist stefna Sukarnos
af óstjórn og efnahagslegri ringulreið. Her-
stjórninni leist ekki á síaukna samvinnu
Sukarno við kommúnista og gerði byltingu
sem leiddi síðar til þess að hann afsalaði sér
forsetatitli. Kommúnistaflokkurinn, sem var
þriðji stærsti kommúnistaflokkur heims og
taldi 2.5 miljónir meðlima, var brotinn niður
og tugþúsundum fylgismanna hans slátrað í
blóðugum eftirleik byltingarinnar. Hers-
höfðinginn Suharto tók við forsetatitli og
hefur nú haldið honum í tæp 20 ár og segja
fréttaskýrendur að hann muni örugglega
verða endurkjörinn forseti í kosningunum
sem verða í mars á næsta ári. Enginn mót-
frambjóðandi dirfist að fara gegn Suharto.
Ekki gat Ann Ruth Willner gefið fylgis-
mönnunt Suhartos neina uppskrift að því
hvernig gera mætti hann að náðarleiðtoga.
Slíkir „innblásnir náðarforingjar" skjóta upp
kollinum þegar minnst varfr í ólíkum stjórn-
kerfum en verða ekki skapaðir í pólitísku
skyni þrátt fyrir fjölmiðlun og auglýsinga-
tækni nútímans.
STJÓRN Suhartos tók þegar til við að
styrkja vináttubönd sín við Vesturlönd og
gerði róttækar áætlanir til að endurskipu-
leggja efnahagslífið, ná tökum á ríkisfjár-
málunum og breyta stjórnkerfinu. í augum
Vesturlandabúa er Indónesía þó einræðisríki
enn í dag og mikil efnahags- og þjóðfélagsleg
vandamál hrjá íbúana.
Pó Indónesía sé fimmta fjölmennasta ríki
heims berast ekki daglegar fréttir þaðan í
heimspressunni. Áætlað er að þar búi 168
milljónir manna. Eyjarnar á svæðinu eru
13.667 og er búið á 6000 þeirra. Mismun-
andi tungumál og mállýskur eru um 300,
lifnaðarhættir og menning eins margbreyti-
leg og hugsast getur eftir því hvar borið er
niður á eyjaklasanum.
Fótksfjölgun hefur verið mikil undanfarin
ár í Indónesíu en hin mikla olíu- oggasfram-
leiðsla hefur orðið illa úti vegna lækkandi
heimsmarkaðsverðs og atvinnuleysi fer hríð-
vaxandi. Erlendar skuldir Indónesíu eru
komnar í 42.6 miljarða dollara.
Á fyrstu árum ríkisinsgátu Indónesíubúar
valið á milli tíu stjórnmálaflokka sem
spönnuðu allt pólitíska litrófið frá strang-
trúarflokki múslima til kommúnista. Indó-
nesía hafði erft þingræði og lýðræði frá
Hollendingum en þegar Sukarno hafði
tryggt sig í sessi var þjóðkjörið þingið afnum-
ið og meðlimir svokallaðs Þjóðráðs skipaðir
af forseta til að styrkja einveldi Sukarnosar.
Sjálfur kallaði Sukarno þetta stjórnarfyrir-
komulag „stýrt lýðræði." Á valdatíma
• Sukarno bar öll einkenni náðargáfunnar.
Suharto hafa möguleikar lýðræðis enn frekar
verið takmarkaðir. Kjósendur eiga nú aðeins
um þrjá kosti að velja: Sameinaða þróunar-
flokkinn, sem er samsteypa Múhameðs-
trúarhópa, Lýðrœðisflokk Indónesíu, kristi-
legan flokk, og svo hinn raunverulega
stjórnarflokk, Golongan Karya, sem er
flokkur embættismannanna, hersins og ann-
arra skipulagðra samtaka í Indónesíu sem
stjórnvöld hafa velþóknun á.
„Allir sæmilega skynsamir kjósendur
kjósa Golongan Karya," segir fréttaritari
The Economist. Áhrifa stjórnarflokksins
gætir á öllum stigum þjóðfélagsins. „Vilji
þorpsbúar eiga einhverja minnstu von um að
lagður verði vegur að þorpinu, styðja þeir
stjórnarflokkinn," segir einn af gagnrýnend-
um stjórnarinnar. Sameinaði þróunar-
flokkurinn og Lýðrœðisflokkur Indónesíu
eiga þó fulltrúa á þingi en allt flokksstarf og
áhrif er miklum takmörkunum bundið. í
seinustu kosningum í apríl s.l. fengu þeir þó
samanlagt um 27% atkvæða sem var talið
sýna vaxandi óánægju kjósenda með stjórn
Suharto.
A ÞINGINU sitja 400 kjörnir þingmenn og
100 skipaðir fulltrúar hersins. í forseta-
kosningunum í mars verður Suharto valinn
af svokölluðu Ráðgjafarþingi þjóðarinnar.
Par sitja allir þingfulltrúarnir 500 og auk
þess aðrir 500 fulltrúar hersins, embættis-
kerfisins og annarra hópa sem eru valdir af
stjórn forsetans. Þó það ómögulega gerðist
að stjórnarflokkurinn missti allt sitt fylgi og
allir kjósendur snérust gegn Suharto, hefði
hann þó enn fylgi 600 af 1000 fulltrúum
ráðgjafarþingsins og þar með trygga valda-
stöðu.
Helstu efnahagsráðgjafar Suhartos ganga
undir nafninu Berkeleymafían. Þeir eru
menntaðir í Bandaríkjunum og leggja
11