Þjóðlíf - 01.10.1987, Qupperneq 28

Þjóðlíf - 01.10.1987, Qupperneq 28
INNLENT Þjóð í leit að fullnægingu Aö lifa og vinna meö englum HELGINA 19. og 20. september komu um 40 manns saman í Víkingsheimilinu í Reykjavík. Þar var stödd bandaríski miðill- inn og danskennarinn Suzanne Gerleit sem andlegur leiðbeinandi á vakningarnám- skeiði. Kynnti hún viðstöddum Engla- konungdöminn og veitti leitandi sálum að- stoð svo að þeir gætu lært að lifa og vinna með englum, meisturum og tívum. Suzanne hélt bæði hópnámskeið og var með einka- tíma fyrir andlega leitandi fólk. „Þetta er hluti af þeirri alheimsvitund sem er að vakna. Við þurfum að læra að þekkja Engla- konungdóminn því það eru verndarenglar hjá okkur öllum og við þurfum að ná tökum á því að vinna með þeim,“ segir Sigurborg Guðmundsdóttir nuddfræðingur og for- stöðumaður námskeiðisins sem í sömu andránni hafnar því alfarið að þetta eigi eitt- hvað sameiginlegt með trúarbrögðum. „Trúflokkarnir mættu gjarnan koma til okk- ar svo að við gætum betrumbætt þá eitt- hvað,“ segir hún. Á sama tíma og konungdómur hjálpar- englanna var kynntur í Víkingsheimilinu var fyrsta helgarnámskeið vetrarins á vegum Heilunarskólans að hefja göngu sína í salar- kynnum skólans í Breiðholti. Þar tóku þátt- takendur þátt í hugleiðslu og meðtóku fræðslu um dulræn efni og aðferðir til að leiða alheimsorkuna til bóta fyrir mannkyn- ið. ,,Það er komið víða við á námskeiðinu," segir Jytta Eiríksson, skólastjóri Norræna heilunarskólans, sem hafði alla stjórn með höndum á námskeiðinu. „Við fjöllum um gerð innri mannsins og hvernig ytri áhrif geta haft áhrif á manneskjuna og hvernig hægt er að nota þessa þekkingu á hagnýtan hátt í lífinu. Meðal annars er fjallað um gerheima, sem eru tilfinningaheimurinn innra með okkur og allt í kringum okkur," bætir hún við. Sunnudagskvöld, þessa sömu helgi, sýndi ríkissjónvarpið svo þátt frá sálvaxtarmótinu Snœfellsás 87 sem félagsskapurinn Þrídrang- ur stóð fyrir. Þar komu rúmlega 300 manns saman í samstilltri samleitni, hóphugleiðslu - og innlendir sem erlendir áhugamenn um mannrækt og andleg efni kynntu aðferðir sínar. Einn óvirkur áhorfandi á mótinu sagði eftirá:„það sem er einkennandi þarna, er að það virðist vera pláss fyrir alla við þessar ARI JOHANNESSON • Orkuleiðni kennd hjá Heilunarskólanum, • Englanámskeið I Reykjavík. „Að *á það“ Á andlegum námskeiöum meö sálrænum leiöbeiningum, englum og orkugjöfum ÓTAL AÐILAR standa fyrir námskeiðahaldi á veturna, jafnt háskólagengið fólk sem sjálfmenntað og það fer ekki á milli mála að námskeiðin eru orðin stór atvinnuvegur, líkt og sólbaðsstofurnar og líkamsræktirnar. En hvert er innihald þeirra óvenjulegu nám- skeiða um ýmis andans mál sem skjóta nú hvarvetna upp kollinum? Lítum á nokkur dæmi: STJÖRNUKORTAGERÐ. Störnukortagerð og túlkun kortanna hefur komist í tísku á ný hin síðustu ár og má skipta í tvennt: faglega stjörnukortagerð og spádómlega. Iðkendur stjörnukortagerðar hafa verið að snúa baki við kerfunum, sem fram komu á miðöldum og aðallega eru notuð til spádóma, því að stjörnukerfaútreikningarnir, sem þau kerfi byggja á, eru taldir rangir. Þess í stað hafa kerfin frá því í fornöld verið hafin til vegs og virðingar á ný, en þau þykja byggja á réttari útreikningum. Hjá félagsskapnum Stjörnukortarann- sóknir er veitt tilsögn í gerð korta, auk þess sem námskeið eru haldin í þróunar- ogsálar- heimspeki. I þróunarheimspekinni er farið yfir sköp- un og þróun heimsins og að nokkru leyti byggt á Shamballa, sem er indó-evrópsk speki. Sálarheimspekin fjallar aftur á móti um þróun einstaklingsins og er í báðum greinum leitað fanga í trúarbragðaheimspeki og goðafræði. Að sögn aðstandenda Stjörnukortarann- sókna er þetta þungt námskeið, þar sem nemendur verða að leggja sig fram og reyna virkilega á gráu heilasellurnar. Og gagnsem- in? Um hana efast enginn. „Það hlýtur að vera gagnlegt að vita hvernig maðurinn hef- ur þróað hugmyndakerfi sín ígegnumaldirn- ar,“ segir einn kennaranna. ANDLEGA ORKAN. Norræni heilunarskól- inn hefur skotið rótum hér á landi og er nú að hefja þriðja skólaár sitt. Skólinn var stofnað- ur, að sögn aðstandenda, vegna vaxand1 þarfar fyrir andlegt starf, kennslu og æfingar í að starfa með þá andlegu orku sem er fyr,r hendi á hærri vitundarsviðum mannsins. Á helgarnámskeiðum skólans er þátttak- endum m.a. kennd nokkur afbrigði af hug' leiðslu, „sem á að stuðla að ró og jafnvægi og 26
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.