Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 29

Þjóðlíf - 01.10.1987, Síða 29
athafnir. Þaö mátti sjá ótrúlegasta fólk á svæðinu og þarna mættust bæði uppar og gamlir hippar. Sumir með einhverjar hug- myndir um að bæta samfélagið, aðrir í leit að hverskonar leiðsögn eða tilgangi í lífinu, og svo enn aðrir með aðeins praktísk fiff í huga.“ Þetta eru aðeins fá dæmi af mörgum - sýnishorn af þeirri „andlegu sjálfsstyrkingar- bylgju" sem gengur nú yfir þjóðina. Nefna atá námskeið í stjörnukortagerð sem er ný- hafið, hugræktarskóli Sigvalda heitins Hjálmarssonar var endurvakinn á þessu hausti og svo eru búddatrúarmenn á íslandi orðnir tæplega eitthundrað talsins. Búdda- trúarmenn trúa ekki á sérstakan guð heldur *eggja áherslu á alheimsfrið á jörðu og að styrkja eigið líf. Allt vekur þetta upp spurn- lngar um trúarvakningu meðal þjóðarinnar. hJÓÐLÍF greindi í ágúst frá mikilli trúar- vakningu meðal kristilegra samtaka utan Þjóðkirkjunnar. Sá sem fylgdist með nokkr- ____________INNLENT_________________ um samkomum þessara trúarhópa greindi frá því eftirá að hann hefði furðað sig mest á því hve hver og einn safnaðarmeðlimur virt- ist einangraður og einn með sjálfum sér í upphrópunum, söng og tilbeiðslu. A vegum Þrídrangs er nú boðið upp á einkatíma í endurfæðingu. Námskeiðið byggir á uppgötvun bandaríska sálfræðings- ins Leonard Orr sem gengur út á það að uppræta mótandi áhrif fæðingarreynslunnar, draga úr vöðvaspennu, örva eðlilegri öndun og frjálsara tilfinningalíf. Þrídrangsmenn segja: „Allir búa yfir þeim möguleika að verða frjálsir, sjálfsöruggir og skapandi. f sérhverjum einstaklingi leynast öfl sem miða að samræmdum þroska og þar með lífsfyll- ingu.“ Þá er þar einnig veitt ráðgjöf um mataræði; grasafæði og blómadropa. Það vekur athygli að á þeim námskeiðum sem haldin eru víðsvegar á höfuðborgar- svæðinu er oft erfitt að finna glögg skil á milli viðurkenndra vísindaráða eða kukls. Hjá Þrídrangi má finna lófalesara, miðla sem og leiðbeinanda menntaðan í Iífeðlissálfræði. Trúarlegt yfirbragð, leit á vit hins dulræna og galdrar, er einkenni þeirra ráða sem beitt er jafnhliða niðurstöðum vísindalegra rann- sókna og kenninga. „Þetta hlýtur að fara saman," segir einn meðlimur Þrídrangs í samtali við ÞJÓÐLÍF. „Annað hvort erum við að fást við hreina vitleysu eða staðreynd - og ef þetta er staðreynd þá eru þetta vísindi sem á eftir að uppgötva,“ segir hann. „Mikið af okkar starfi felst í þerapíuvinnu, ekki beinlínis lækningum, heldur að veita fólki, sem þyrfti e.t.v. á sálfræðingi að halda, að- stoð við að slaka á. Sálfræðingar hafa ekki sinnt þessu sem skyldi," bætir hann við. Ahersla á sérstakt mataræði vekur líka at- hygli í fréttum af fólki sem leggur reglulega á sig föstu, þarmahreinsun og stólpípu, „til að hreinsa sig líkamlega sem andlega,“segja þeir sem reynt hafa. „Ég held að við séum hér að tala um ýkt- ARI JÓHANNESSON hækka okkur í hugsun og lífsfyllingu," eins °&Jytta Eiríksson, skólastjóri kemst að orði. Þarna eru líka reyndar heilunaraðferðir og aTingar sem stuðla að því að læra að vera °rkuleiðari fyrir orku frá hærri vitundar- sviðum, stjörnuorku og orku meistara hinna §eisla. Kennd er andleg þróun og kynntir ■ngerðari líkamar mannsins, eðli þeirra og Próun. Jytta segir að áhuginn á þessum nám- keiðum sé umtalsverður og hún telur mikla P°’f fyrir námskeið af þessu tagi og segir: j’Eg held að fólk vilji fá skilning á tilgangi nsins og að fólk velti mikið fyrir sér spurn- 'ngum eins og af hverju er ég til. Það eina sem , ., Þarf til er opinn hugur og áhugi.“ Þau Ja heilunarskólanum leggja áherslu á að ^ann er ekki trúarbragðaskóli, „heldur rekar guðspeki hagnýtt í daglegu lífi.“ Þetta ,r Þó ólíkt kenningum Guðspekifélags ís- 'ands. ENGILL. Eitt helgarnámskeið Suzanne Ger- • „Folk vill fa skilning a tilgangi lífsins". Jytta Eiríksson skólastjóri. leit, bandaríska miðilsins og danskennarans, þar sem „Englakonungdómurinn" var kynntur, kostaði kr. 5000 fyrir manninn. Það stóð þó ekki í vegi fyrir mikilli aðsókn þegar námskeiðið fór fram í september s.l. „Allt í kringum okkur eru verndarar eða leiðsöguenglar sem hjálpa okkur og eru sí- fellt með okkur,“ segir Sigurborg Guð- mundsdóttir, nuddfræðingur og forstöðu- maður námskeiðsins. „í Englakonungdóm- inum eru margar tegundir engla; einn vakir yfir seremóníum, aðrir eru í sambandi við tónlist, þriðju vinna við að byggja upp and- legu hliðina, svo er ákveðinn verndarengill sem fylgir hverjum manni. Þá má nefna engla sem halda sig á heimilum - sérstaklega í kringum börn og þar sem umhverfið er gleði- legt o.s.frv. En til að kynnast þessu almenni- lega þarf talsvert að læra á svona nám- skeiði." Sigurborg segir að margir sem sækja nudd- tíma hjá henni hafi fengið áhuga á að kynnast Englakonungdóminum og um sé að ræða allskonar fólk. „Tilfinningarnar og líkaminn er svo samtengt að oft áttar fólk sig ekki á að allskonar Iíkamlegir erfiðleikar stafa af bældum tilfinningum eða koma úr fyrri lífum viðkomandi og hafa þá orsakirnar legið djúpt í meðvitundinni. Suzanne hjálpar fólki við andlega upplifun til að þroska sig og verða betur meðvitað. Ein kona sem aldrei hefur pælt í andlegum málum og er mjög efniskennd fór í einkatíma hjá Suzanne og varð mjög hrifin þannig að það er ekki aðeins fólk með sérstakan áhuga á andlegum mál- um sem nýtir sér þetta.“ HEILDRÆNAR AÐFERÐIR. Fræðslu- og upplýsingamiðstöðin Þrídrangur tók til starfa fyrir réttu ári síðan en hefur margeflst á síðustu mánuðum og stendur fyrir fjöl- skrúðugu námskeiðahaldi og starfsemi. Meðal þeirra námskeiða sem Þrídrangur hefur verið með má nefna námskeið í sjálf- 27

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.