Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 41

Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 41
LISTIR Ljóð er að loknu þessu Nýmæli. Ljóö ungskálda 1982-86. Eysteinn Þorvaldsson valdi efniö og annaöist útgáfuna, löunn 1987. þAN NIG YRKIR Stefán Snœvarr- og geri aðrir betur - um lágmælt og viðkvæmt orð Ijóðsins sem krefjast þess af lesandanum að hann leggi við hlustir, tileinki Ijóðinu alla sína at- hygli um stund; ekkert annað getur komist að ef hann á að hafa árangur sem erfiði. Þetta er sígild krafa til þeirra sem ljóð lesa og hún á ekkert síður við í dag en alla aðra daga. Ljóðavísir Láttu laufblað falla í gljúfrið hlustaðu á bergmálið. Slíkrar athygli lesandans þurfa líka nýj- ustu Ijóðin að njóta þótt sumir haldi því stað- fastlega fram að á þeim vettvangi stefni allt n°rður og niður. Ljóðavísir Stefáns Snœvarr er eitt þeirra ljóða sem prýða Nýmæli, úrval Ijóða ungskáldanna síðustu fimm árin. Arið 1983 kom út safnritið Nýgræðingar í •jóðagerð 1970-81, einnig í útgáfu Eysteins Lorvaldssonar. Sú bók var öðrum þræði ®tluð sem kennslubók og notfærðu það sér ntargir kennarar með góðum árangri. Mark- natðið með útgáfu Nýgræðinganna var að >,sýna heildarsvip og megineinkenni bestu Ijóða nýrra skálda" þessa tímaskeiðs, kemur fram í formála Eysteins fyrir útgáfunni og var ekki vanþörf á. Hefðbundinn bóka- ntarkaður hafði nánast sett ungskáldin á guð °g gaddinn og guð og gaddurinn reyndust ekki heppilegir til dreifingar ljóðabóka. Nýju Joðin fóru því leynt og meginstraumar í 'Joðagerð samtímans fóru fyrir ofan garð og neðan hjá flestum. Nýgræðingunum var vel tekið af flestum er> sumir brugðust ókvæða við og gagnrýndu, einkum val ljóðanna. En útgáfan sannaði 8>ldi sitt; bókin var lesin upp til agna og náði blætluðum árangri. Fjöldi fólks varð betur uPplýstur um nýja strauma og stefnur og e,gnaðist nýja mælistiku á ljóðlist. Fordóm- ar- sem sannarlega skorti ekki, létu í minni Pokann hjá sumum meðan aðrir héldu sér auðahaldi í íhalds- og vanastoðirnar, fuss- ?ndi og sveiandi, og halda sér þar enn sumir hverjir. Aýgræöingarnir mörkuðu að vissu leyti l'rnarnót í ljóðakennslu í framhaldsskólum i^n^s,ns- Á þeim vígstöðvum hefurekki ver- . s'e*s nema í undantekningartilfellum að l'nna nýjustu Ijóðagerðinni nema að litlu yb. enda óhægt um vik eins og fram hefur komið. Óhætt er að fullyrða að í skólastofum grunn- og framhaldsskólanna hefur hefðin setið of föst of lengi og nemendur því ekki fengið rétta mynd af Ijóðagerð samtímans. Ljóðauppeldi þjóðarinnar verður í molum meðan nemendur lesa ekki Ijóð sem þeir geta mátað við líf sitt, umhverfi og viðhorf. 19. öldin er liðin hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Margir þeirra nemenda, sem lásu Nýgræðingana, fundu að Ijóðin áttu brýnt erindi til þeirra. Sumir tóku að yrkja með bókina að leiðarljósi. Nú er tími nýgræðinganna liðinn og bókin horfin af markaði. Það var því heillaráð að ráðast í nýja útgáfu og kynna ungskáldin sem við tóku á árunum 1982-86. Eysteinn byggir Nýmæli sín upp á líkan hátt og Nýgræðingana forðum; fylgir ljóð- unum úr hlaði með inngangi þar sem hann rekur helstu einkenni ljóðanna og gerir grein fyrir þeirri þróun sem orðið hefur frá síðasta áratug. Ljóðunum skipar hann síðan í ákveðna flokka eða þemu eftir yrkisefnum. Slíkt orkar að vísu tvímælis og hefur bæði kosti og galla. Ýmsir telja t.d. að þannig upp- setning rýri hlut túlkendanna; búið sé að leiða Ijóðið á ákveðinn bás og binda það þar fast og túlka það að nokkru leyti. Aðrir halda því svo fram að þessi háttur valdi því að lesandinn kynnist einstökum skáldum iítt þar sem verk þeirra séu dreifð um bókina. Kostina tel ég samt miklu fleiri. Heildar- myndin verður ólíkt skýrari auk þess sem lesendur fá gott tækifæri til að bera saman ljóð ýmissa höfunda um áþekk viðfangsefni. Það eykur auðvitað gildi bókarinnar sem kennslubókar til muna. Eysteinn segir í formála sínum að ljóðaval Nýmælanna takmarkist við ljóð sem birst hafa eða verið búin til prentunará umræddu skeiði - eftir skáld sem fædd eru 1952 eða síðar. Þeir sem fylgst hafa með Ijóðagerð yngstu skáldakynslóðarinnar að undanförnu vita að hún stendur nú með miklum blóma. Síaukinn fjöldi nýgræðinga sækir fram ótrauður og lætur sig „markaðshorfur" og úrtölur litlu skipta. Valið hlýtur því að hafa verið erfitt. 48 skáld hafa verið valin sem fulltrúar ungra Ijóðskálda á umræddu skeiði, 35 karlar og 13 konur og virðist sú skipting ekki beinlínis jafnréttisleg. En í inngangi sín- um bendir Eysteinn á þá óþægilegu stað- reynd að á þessum jafnréttistímum fækki skáldkonum enn í hlutfalli við karlana. Nú hef ég rökstuddan grun um að konur yrki ekki minna en karlar, e.t.v. meira. Menn hljóta því að spyrja hví í ósköpunum kveði ekki meira að þeim á ljóðamarkaði. Eysteinn gefur enga skýringu á því en nefnir þó „félagslegar orsakir". Hugsanlega gera kon- ur meiri kröfur til sín en karlar og birta ekki ljóð sín á bók fyrr en í fulla hnefana. Einnig er sennilegt að konur leggi síður út í það þrekvirki að koma ljóðum sínum sjálfar út eins og nú tíðkast hjá ungum skáldum; til þess þarf talsvert fé og umtalsverða sölu- hörku. En jafnvel þótt Ijóst sé að hlutur kvenna sé í Nýmælum miklu minni en karla er jafnljóst að þær standa sterkt að vígi. Mörg áhrifa- mestu ljóðin í bókinni eru eftir konur. Hver vildi t.d. ekki hafa ort Elegíu Berglindar Gunnarsdóttur? Það liggur í hlutarins eðli að nokkur skáld eiga fleiri Ijóð í Nýmælum en önnur. Flest ljóð eiga Gyrðir Elíasson (8), Isak Harðar- son (7), Bragi Ólafsson (6), og Sjón (6). Ég held að flestum sem til þekkja muni finnast þetta sanngjarnt, enda hreint ekki út í hött að halda því fram að hvert þessara fjögurra skálda hafi stofnað sinn „skóla" í nútíma- ljóðlist á íslandi. Þegar ljóðin í Nýmælum eru lesin vekur það fljótt eftirtekt hversu gríðarleg breyting hefur orðið á ljóðagerðinni á stuttum tíma, örfáum árum. Á síðasta áratug opnaðist ljóðið til raunsæis, gagnrýni og ádeilu. Þá tíðkaðist að skáld væru ómyrk í máli, skorin- orð og herská. Nú er öldin önnur. Um þessa breytingu segir Eysteinn í inngangi: „En ungskáldastíll 8. áratugarins lenti í blind- götu; einföld framsetning hans, óbrotin skynjun og félagsmálaboðskapur dugir ung- um yrkjendum ekki lengur. Yngstu skáldin núna virðast hafa margslungnari hugmyndir um veruleikann en fyrirrennarar þeirra og í 39

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.