Þjóðlíf - 01.10.1987, Blaðsíða 43
LISTIR
Fílmuskúriim
í Soho
Vidtal viö Pete Bishop
einn af föstu liðunum í James Bond
fnyndunum er uppfinningagleði aðstoðar-
manns Bonds. í hverri mynd kemur hann
með ný tæki og tól sem Bond síðan velur úr
af sinni víðfrægu alfræðiorðabókarvisku.
Það er dálítið skemmtilegur sannleikskjarni í
þessu stefi Bondmyndanna. Af einhverjum
ástæðum höfum við alltaf gefið okkur að
Bandaríkjamenn væru meistarar tækni-
brellna í kvikmyndagerð. Menn eins og
Spielberg og Lucas koma í hugann og hollí-
vúddmaskínan í heild sinni. Staðreyndin er
aftur á móti sú að mest af þessum tækni-
brellum er framleitt í Englandi, svo sem
tæknihlutarnir í Star Wars og Superman, svo
ekki sé minnst á ævintýramyndir Terry
Gillians Time Bandits og Brazil. Bretum
hefur ekki gengið sérlega vel í kvikmynda-
gerð undanfarinn áratug, en London er
Mekka bellibragðanna í kvikmyndum. Ein-
hverra hluta vegna sækja menn að úr öllum
heimshornum og nú með tilkomu tónlistar-
■Hyndbandanna hefur ásóknin aukist veru-
*ega.
Fyrir nokkru var staddur hér á landi
Englendingur sem er á góðri leið með að
verða heimsfrægur, bæði í heimalandi sínu
?g í henni Ameríku. Jafnvel þó annar hver
Islendingur sé meira og minna heimsfrægur
Þá langaði mig til að festa á pappír brot úr
reynslusögu hans.
Peter Bishop er lögfræðingur að mennt, en
jnkkafötin og skrifstofustarfið áttu ekki við
hann og hann tór að vinna við teiknimynda-
gerð að námi loknu. Fyrir rúmu ári ákvað
hann að stofna eigið fyrirtæki ásamt vini sín-
Urn, Kitchen Smith, og fara út í sjálfstæða
"myndgerð" upp á von og óvon.
Þeim gekk ævintýralega vel. í fyrstu var
þeitn boðið að gera forsíðu á Time Out, viku-
r,tt um hvað er að gerast í London, síðan
fy!gdi sjónvarps- og kvikmyndahúsaauglýs-
lng fyrir blaðið. Áður en varði streymdu til
Þeirra verkefnin og fyrir stuttu gerðu þeir
jnyndband fyrir lag sem náði efsta sæti
nreska vinsældalistans, Star Trekkin, með
Hie Film. Þeir voru verðlaunaðir á stutt-
J^yndakeppni í New York fyrir stuttu og í
Fnglandi hefur þeim einnig verið veitt verð-
nun sem efnilegustu nýliðunum.
Leyndardómurinn að baki velgengni
Petrra er án efa hugmyndaauðgi, vinnuharka
°g sérstæður stíll sem er í senn hrár og vel
Ultærður tæknilega.
Sjónvarpið hefur möguleika og tak-
jnarkanir sem miðill. Það er alkunna hvernig
Pættir og sjónvarpsefni er formað eftir mjög
strörigum leikreglum um hvað má og hvað
ki má. Þannig hefur sjónvarpið verið langt
• Úr fimmtán sekúndna auglýsingu á Varta-rafhlöðum.
á eftir kvikmyndahúsunum í að brjóta niður
það sem kalla mætti siðferðisgrensur. Of-
beldi og kynlífssenur er mun vægara í sjón-
varpsþáttum en í kvikmyndum. En höml-
urnar ná einnig yfir viðfangsefni og fram-
setningu. Allt á að vera yfirmáta aðgengilegt.
Fjórtán ára stúlka utan af landi á að geta m Jt
allt sem fram fer, cn það skilst mér að sé
mælikvaröi DV á „þyngd" efnis. í bók sinni
Amusing Ourselves to Death heldur Postman
því fram að sjónvarpið sem miðill eigi sína
eigin þekkingarfræði. Hann telur að Huxley
fremur en Orwell hafi haft rétt fyrir sér: við
verðum ekki alræðinu að bráð heldur verður
skemmtanafíknin okkar banabiti. Að
dómi Postmans þarf sjónvarpið að vera
skemmtilegt og getur ekki verið annað. Allt
sem í sjónvarpið fer þarf að poppa upp.
Þannig verða umræður um alvarleg málefni
annaðhvort að vera fyndnar eða spennandi.
Gallinn við alla skemmtunina er þó sú, eins
og fyrr var minnst á, að þá má í rauninni ekki
gera neitt. Niðurstaða Postmans er bölsýn.
Hann telur að menning okkar öll byggist æ
meira á myndlæsi en á samræðum og rituð-
um texta og að yfirtaka myndmálsins og
þeirrar þekkingarfræði sem henni fylgi feli í
sér endalok alvarlegrar umræðu á opinber-
um vettvangi. Þar er hann sammála gömlu
menningarelítunni, þó rök hans séu nokkuð
önnur.
Ástæðan fyrir þessu innskoti í viðtal við
Peter Bishop er sú að ég tel Bishop og það
sem hann er að gera afsanna á vissan hátt
bölsýni Postmans (og annarra sem telja al-
ræði lágmenningarinnar vera syndafall nú-
tímans). Myndmálið býður upp á jafn mikla
túlkunarmöguleika og ritmál og samræöur.
Möguleikinn á að segja sögur er til staðar og
það sem er mikilvægast: sjónrænt læsi okkar
er orðið það mikið að vísanir eru orðnar
auðveldar. Kínverska máltækið um að mynd
sé á við þúsund orð hefur fengið endur-
nýjaða lífdaga.
PETER: „Við sækjum fyrirmyndir í teikni-
myndir fyrir börn og teiknimyndablöð fyrir
fullorðna. Það er einnig mikið að sækja í
brúðumyndir. Pólverjar eru t.d. mjög framar-
lega í slíku. Við erum með lítið myndver og
mjög takmarkaða vinnuaðstöðu og þegar við
þurfum að vera með leikin atriði leigjum við
aðstöðu fyrir upptökur."
Verk þeirra Peters og Kitchen Smith eru
fersk vegna þess að þeir sækja í aðrar smiðjur
en hefðbundnar leikreglursjónvarpsins. Þeir
nota blandaða tækni. Teiknimyndir, brúður
úr ólíklegustu efnum og kvikmyndun, en
41