Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 44

Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 44
eins og áöur sagöi er þaö hugmyndaauðgin og hæfileikinn til aö nota þaö sem hendi er næst sem gerir verk þeirra fersk. „Það eru margir aö þróa grafískar hönnunarstöðvar. Paint Box er hvaö fullkomnust núna, en það eru nokkrar á leiðinni sem hönnuöirnir lofa aö séu jafnvel enn fullkomnari. Ég er ekki á móti Paint Box eöa öörum kerfum. Þaö er hægt aö nota þau í vissum tilfellum. Gallinn er bara sá að hönnunin er svo umfangsmikil að útkoman veröur undantekningarlítið keimlík. Til dæmis var gaman aö sjá kynn- ingarnar í íslenska sjónvarpinu. Þær eru svo áberandi gamaldags og í þessari grein er tím- inn fljótur að líöa. Þaö eru ekki nema fjögur, fimm ár síðan hægt var að ná málmáferð á formin. Allir fóru þá út í málminn, sem endaði auövitaö með því aö málmáferð varö bannvara. Þegar ég sá kynningarmynd ís- lenska sjónvarpsins var það eins og aö hitta gamlan vin. Þeir sem komu fyrstir með málmáferðina eru að reyna að mjólka síö- ustu dropana með því aö bjóða lausnir gær- dagsins á útsöluverði til þeirra staöa þar sem ekki er búið aö ofkeyra fídusinn. ,,í rauninni eigum viö aö hluta til tækni- brellunum velgengni okkar að þakka! Þegar allt er eins og sömu brögðunum sé beitt, veröa þau verk þar sem tæknin ræöur ekki ferðinni mun ferskari fyrir vikið. Þaö taka LISTIR allir eftir því sem viö gerum af því að þaö er svo hrátt. „Ég heimsótti nokkra myndbandafram- leiöendur hér og þaö kom mér á óvart hvaö þeir gátu gert með litlum tilkostnaði, eins og t.d. þeir hjá Frostfilm. í Englandi og aö vissu leyti í Bandaríkjunum líka er samkeppnin svo hörö aö það eru mjög fáir sem hafa eitt- hvað að ráöi út úr þessum bransa. Það er nóg að gera t.d. í tónlistarmyndböndum en þaö eru varla gerð meira en tvö, þrjú tónlistar- myndbönd á mánuöi sem einhverjir veruleg- ir peningar eru lagðir í. Nú er þaö orðin staöreynd aö myndböndin eru forsenda fyrir því aö lögin nái inn á listana, en þetta er mikið kapphlaup. Ef hljómsveitirnar eru ekki þekktar þá er fyrst beðið eftir því hvort plöturnar hreyfist eitthvaö í búðunum, en ef það gerist er rokið til og þá er yfirleitt ekki nema vika til stefnu. Þegar við gerðum tón- listina viö Star Trekkin þá var haft samband við okkur á föstudegi og á sunnudeginum var ákveöiö aö fara út í myndbandagerð. Viö unnum samfleytt í tjóra sólarhringa og á fimmtudagsmorgni kl. 6 sendum við inn hrátt sýniseintak til BBC og þeir samþykktu að sýna þaö um helgina. Viö höfðum þá tíu tíma til aö ganga endanlega frá myndband- inu. Ef lagið heföi ekki komist inn þá heföi öll vinnan verið unnin fyrir gíg af því aö ekki heföi verið hægt að kynna lagið viku seinna sem nýtt lag. Ég er kominn á þá skoðun núna aö þaö sé betra að sofa tvo til fjóra tíma á sólarhring, vegna þess aö þaö veröa allir svo sljóir á aö vaka svona lengi. Þaö kemur niður á afköstum og gæöum. „Hingað til höfum við aðallega gert tón- listarmyndbönd, og nokkrar auglýsingar. Það er betur borgaö fyrir auglýsingarnar og þá höfum við líka betri tíma. Við höfum nokkuð frjálsar hendur við útfærsluna vegna þess að fólk leitar til okkar til að fá eitthvað sem er „öðruvísi". Auðvitað langar okkur til að fást við verkefni sem eru ekki jafn bundin af fé og tíma og það sem við erum að fást við núna, og það komum við til með að gera. Robert Johnson, sá sem gerði myndbandið við Sledgehammer fyrir Peter Gabriel er kominn í þá stöðu aö geta unnið við kjör- aðstæður. Hann og Gabriel undirbjuggu sig mánuðum saman áður en þeir hófust handa við útfærsluna og þá fengu þeir til sín þrjá at bestu brúðugerðarmönnunum í bransanum. „Þetta er erfið vinna, en mjög gefandi, og það er eins og að leikreglurnar séu að rýmka. Það er tekið eftir þeim sem gera hlutina öðruvísi og þeir fá tækifæri. Það er mikil þörf fyrir endurnýjun." • ÖrnD. Jónsson Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 ■ Simar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu viö Hagatorg ■ 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-27200 AMSTERDAM GLASGOW 42

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.