Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 45

Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 45
VIÐSKIPTI & FJÁRMÁL Bókvitið og tölvumar_______________________ Orn Aöalsteinsson um þekkingarkerfi og notkun þeirra SUMIR FRÆÐIMENN hafa sagt aö nú sé pnnur iðnbyltingin að hefjast og að þekk- 'ngarkerfin muni leggja grunninn að henni. kann e.t.v. að vera fullsterkt til orða tekið, en hitt er víst að þekkingarkerfin eiga eftir að valda straumhvörfum hjá mörgum fyrirtækjum með því að spara þeim fé og styrkja samkeppnisstöðu þeirra," sagði örn Aðalsteinsson í samtali við ÞJÓÐLÍF. Orn hefur starfað í Bandaríkjunum allt frá PVl að hann lauk doktorsprófi í efnaverk- fr*ði frá Massachussetts Institute of Fechnology í Boston árið 1977, þar af s>öustu átta árin hjá bandaríska stórfyrirtæk- 'nu Dupont og frá því seinni hluta ársins 1985 nefur hann haft með höndum umsjón með Uppbyggingu þekkingarkerfa hja Dupont. Hann kom hingað til lands nýverið og hélt yrirlestur um þekkingarkerfi á endur- jnenntunamámskeiði Háskóla íslands, sem aldið var í samráði við Verslunarráð íslands °8 Félag íslenskra iðnrekenda. Þekkingarkerfin tilheyra þeirri grein 'ólvufræðanna, sem nefnd hefur verið gervi- 8reind. Með gervigreind er átt við hluti, sem ®8t er að kenna tölvu að gera á jafngóðan °a betri hátt en meðalmaðurinn og má „ 'Pta gervigreindinni í fimm svið. í fyrsta °kknum eru vélmenni og tölvukerfi til stýríngar á þeim. í næsta flokki eru ýmis °nar tölvukerfi ætluð til að stjórna flóknum ^erlum, t.d. í iðnaði. Til þriðja flokksins eyra kerfi, sem t.d. eru ætluð til hönnunar tramleiðslu, svonefnd CAD forrit. í J°rða flokknum eru forrit, sem ætluð eru til að kenna tölvum að tala og loks eru það svo þekkingarkerfin. Eins og nafnið þekkingarkerfi ber með sér eru kerfi þess ætluð til að setja þekkingu á einhverju ákveðnu sérsviði upp á aðgengi- legan, einfaldan og rökréttan hátt. Á þennan hátt er komið í veg fyrir að þekking glatist þó svo einhver starfsmaður innan fyrirtækisins láti af starfi, þvert á móti er þekkingunni ennþá haldið í fyrirtækinu og hana geta aðrir starfsmenn fært sér í nyt, auk þess sem hægt er að hafa gagn af henni við þjálfun á nýju starfsfólki. Með tímanum safnast þannig upp innan fyrirtækisins mikil þekkingarbrunnur, sem sífellt er að bætast í. Þekkingarkerfin eru í raun náskyld þeim gagnagrunnum, sem víða eru notuð í fyrir- tækjum í dag, því hægt er að nota þau við að nýta þær upplýsingar, sem fyrir hendi eru, en koma e.t.v. ekki nægilega vei fram. Þetta má til dæmis gera með því að búa til einhverjar reglur út frá þeim upplýsingum, sem er að finna í gögnum fyrirtækisins. Líklega er heppilegast að skýra hvað þekkingarkerfi er með dæmi. Um er að ræða forrit sem skýrir hvers vegna bíll fer ekki í gang. Forritið gæti spurt notandann hvort bensínmælir væri á núlli og ef svo væri ekki, hvort að nóg rafmagn væri á bílnum. Þannig mætti halda áfram, forritið spyrði notandann hverrar spurningarinnar á fætur annarrar, uns ástæðan fyrir bilun bílsins væri orðin ljós. Fyndist engin skýring á biluninni fyrr en eftir að viðgerðarmaður hefði yfirfarið bílinn, mætti bæta þeirri vitneskju við forritið, t.d. í formi spurningar. Þannig er sífellt hægt að bæta við nýjum hlutum og þekkingin tapast aldrei. Eins og sést af þessu dæmi eru þekkingar- kerfin í raun sáraeinföld, enda er það svið vart til, þar sem þau kæmu ekki að notum. Að mati Arnar henta þekkingarkerfin best til að leysa vandamál, sem oft koma upp og eru stöðluð, þannig að þau þurfi ætíð að leysa á sama hátt. Með þessu er t.d. átt við gæðaeftirlit í framleiðslu. Þegar búið er að búa til þekkingakerfi er mikilvægt að sérfræðingar noti kerfið í lang- an tíma, bæði til að sníða af því alla agnúa og lagfæra villur, og eins til að athuga hvort að kerfið sé ekki samkvæmt sjálfu sér. Að því loknu getur hver sem er notað kerfið. Segja má að fyrirtæki eigi tvo valkosti við uppbyggingu á þekkingarkerfum; hanna sjálf forritin sem kerfin byggja á eða kaupa þau frá utanaðkomandi aðilum. Boeing fyrirtækið í Seattle er dæmi um fýrirtæki, sem valdi fyrri leiðina. Þegar forráðamenn þess ákváðu að tileinka sér tækni þekkingar- kerfanna, leituðu þeir fýrst til háskóla- prófessora í tölvunarfræðum og báðu þá um að áætla hversu margir nemendur myndu útskrifast næstu árin með magistersnafnbót í gervigreind. Af svörum prófessoranna var yfirmönnum Boeing Ijóst, að sá fjöldi myndi vera ónógur til að sjá fyrir þörfum Boeing, og því ákváðu þeir að mennta sína menn sjálfir. Innan tölvudeildar Boeing var sett á stofn eins árs skóli í gervigreind, sem sniðinn var eftir magistersnámi nokkurra háskóla í Bandaríkjunum, þó aðallega háskólanum í Stanford. Á sex mánaða fresti eru tólf eða 13 sérfræðingar innan Boeing teknir inn í skól- ann, en til að fá inngöngu verða þeir að leggja fyrir tölvudeildina nákvæma lýsingu á því hvaða verkefni þeir ætla að leysa með notkun gervigreindar. Námið sjálft saman- stendur svo af fimm mánaða bóklegum kúrsum, og sjö mánaða verkefnavinnu. Að skólaárinu loknu eiga nemendur að hafa sýnt fram á, að verkefni þeirra megi í raun leysa á þann hátt, sem þeir höfðu mælt með og þá er hægt að hefja vinnu við þau í hinum ýmsu deildum fyrirtækisins. Dupont valdi hina leiðina. Nú er hægt að fá forrit fyrir þekkingakerfi á einmennings- tölvur, en forrit þessi eru kölluð skeljar (shells) á ensku. Fyrir bragðið geta alls ólærðir forritarar notað þessi forrit og búið sér til sín eigin þekkingarkerfi, svo framar- lega sem þeir fylgja þeim reglum, sem forrit- ið setur þeim. „Þetta hefði ekki verið hægt að gera fyrir fimm árum síðan, því að þá var hugbúnaðurinn einfaldlega ekki til. En framfararnir hafa verið geysilega örar síðan þá,“ segir Örn, „og næsta skrefið er að setja þekkíngarkerfin inn í stóru tölvurnar.“ Nú hafa um þúsund manns verið þjálfaðir í notkun skeljanna og í áætlunum Dupont er gert ráð fyrir að eftir fjögur ár verði um tvö þúsund lítil þekkingarkerfi í fyrirtækinu. Þekkingarkerfin er síðan hægt að tengja 43

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.