Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 46

Þjóðlíf - 01.10.1987, Page 46
VIÐSKIPTI & FJÁRMÁL saman og þannig má vefa mikinn þekkingar- vef um allt fyrirtækið, sem starfsmenn geta sótt í. Dupont hefur byggt kerfi sitt upp í nijög nánu sambandi við starfsfólkið og séð til þess að þjálfunin hafi náð jafnt til undir- manna sem toppanna. Reynt hefur verið að koma því þannig fyrir að einn starfsmaður á sérhverjum vinnustað Dupont, sem eru ótal margir því að fyrirtækið teygir anga sína um gervalla heimsbyggðina, sjái um uppbygg- ingu þekkingarkerfanna á hverjum stað. „Dupont er viðurkennt sem leiðandi fyrir- tæki í notkun þekkingarkerfa og það er fylgst mjög vandlega með öllu því sem Dupont gerir.“ En hvað ávinnst við notkun þekkingar- kerfa? ,,í fyrsta lagi er mikilvægt að fyrirtæki glati ekki þeirri þekkingu, sem búið er að búa til innan þess, því að sú þekking kemur að miklu gagni við ákvarðanatöku, bæði hvað snertir mál innan fyrirtækisins og eins út á við. Fyrir bragðið batnar samkeppnisað- staða fyrirtækisins. Uppsetning þekkinga- kerfa er ódýr og gefur af sér mikla arðsemi, eða allt upp í 1500%. Þannig má nefna að árið 1991 áætla stjórnendur Dupont að þekkingarkerfin hafi skilað hundrað milljón dollara hagnaði fyrir fyrirtækið," segir Örn. Á íslandi eru fáir sérfræðingar í gervi- greind og Örn er spurður að því hvort að hann haldi, að það muni ekki gera notkun þekkingarkerfa illmögulega á íslandi. „Það gæti gert hana erfiðari en ella, en fólk þarf ekki að vera neitt sérfræðimenntað í tölvufræðum til að geta notfært sér þekk- ingarkerfin, þar sem nú er hægt að kaupa forritapakkana, eða skeljarnar, hér á landi. íslendingar eru menntuð þjóð og fljótir að tileinka sér nýjungar og auk þess henta þekkingarkerfin vel á íslandi, því að fyrir- tækin hér eru lítil og kerfin sjálf ódýr og frekar fljótlegt að setja þau upp. Ég sé því ekkert í veginum fyrir því að íslensk fyrirtæki gætu notfært sér þessa tækni í ríkum mæli." Á hvaða sviðum væri heppilegast að nota þessa tœkni á íslandi? „Alls staðar. Það mætti t.d. nota þekk- ingarkerfi í frystihúsum, í öðrum iðnaði, við sérfræðiaðstoð handa fötluðum o.s.frv. Það eru í raun fá svið, ef nokkur, þar sem ekki væri hægt að nota þekkingarkerfin. En Há- skóli Islands og fyrirtækin þyrftu að styðja vel við hvort annað til að svo gæti orðið.“ „En íslendingar geta gert fleira en notað þekkingarkerfin, mér fyndist athugandi fyrir þá að reyna að hanna sín eigin forrit sjálfir og selja þau, því að í heiminum núna er geysi- lega mikil eftirspurn eftir þekkingarkerfa- forritum. Gamalt íslenskt máltæki segir að bókvitið verði ekki í askana látið. Ég held að það sé orðið tímabært að breyta því og segja að bókvitið verði í tölvurnar látið.“ • Sveinn Agnarsson Framtíðin___________ Hördur Ólafsson hjá Velti h.f. ÞEKKINGARKERFI myndu nýtast okk- ur í þessu fyrirtæki fyrst og fremst sem greiningartæki við viðgerðir á bílum og tækjum á verkstæðinu," sagði Hörður Ólafsson, tölvunarfræðingur hjá Velti hf. „Þá dettur mér í hug að hægt væri að nota þekkingarkerfi í sambandi við við- skiptabréf, til að fylgjast með hvað gert er við víxla, skuldabréf og aðrar kröfur. Hugbúnaðurinn myndi þá ráðleggja stjórnendum hvað þeir ættu að gera með hliðsjón af þróun vaxta og öðru. Einnig gætu kerfin komið að gagni við eftirlit með tölvukerfi fyrirtækisins, ef að t.d. einn skjár niyndi detta út væri hægt að nota þekkingarkerfi til að athuga ástæöur bilunarinnar, því að sérfræðingar eru ekki alltaf til staðar." „Ég held að flest fyrirtæki gætu notfært sér þekkingarkerfi, því að oftast byggja þau á einhverri sérfræðiþekkingu, sem hægt er að setja upp á kerfisbundinn hátt. JENS ALEXANDERSSON Þessi tækni á því að mínu mati tvímæla- laust rnikla framtíð fyrir sér hér á landi," sagði Hörður Ólafsson. Þarf þekkingu Páll Kr. Pálsson, formaöur lóntæknistofnunar ÞETTA ER GEYSILEGA öflug tækni, en ég held að menn verði að leggja töluvert á sig til að ná þeirri þekkingu, sem þarf til að geta notfært sér hana,“ sagði Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iöntæknistofnunar ríkisins. „Háskóli íslands þarf því að bjóða tæknimenntuðu fólki upp á endur- og eftirmennturnarnámskeið, auk þess sem leggja þarf aukna rækt við kennslu á þessu sviði í Háskólanum. Þá þarf að gefa rann- sóknastofnunum atvinnuveganna tæki- færi á að vinna stór þróunarverkefni. „Nú er hópur að vinna að gerð ákvörðunarkerfis fyrir skipstjóra, sem ætti að nýtast útgerðinni vel. Hér er um að ræða hugbúnað sem tekur tillit til ýmissa óvissuþátta, svo sem veðurs, aflaverð- mætis og fjarlægðar á miðin og ráðleggur skipstjórunum hvað þeir eigi að gera. Þetta má segja að sé eina stóra verkefnið, sem í gangi er í dag, en eflaust mætti nýta þekkingarkerfi í fiskiðnaði og öðrum framleiðsluiðnaði, þegar við höfum öðlast frekari þekkingu á notkunarmöguleikun- um. „Á ýmsan hátt má segja að þessi kerfi séu notuð þegar í dag, t.d. notar Eimskip SIGURÐUR MAR forrit sem hjálpar starfsmönnum að ákveða farmgjöld. Ég gæti einnig vel trúað að hægt væri að þróa forrit fyrir verktaka, sem myndi hjálpa þeim að taka ákvarðan- ir við gerð stærri mammvirkja, forrit. sem myndi taka tillit til jarðvegs, fjármagns- kostnaðar, vindhæðar og veðurfars, svo dænti séu tekin." 44

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.