Þjóðlíf - 01.10.1987, Qupperneq 58
STJÓRNMÁL
Svavar áfram
Landsfundurinn mun sennilega engu breyta
ÞEGAR ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hafði
starfað í einn áratug hófust þar innanbúðar
miklar deilur. Formaður þess og forseti Al-
þýðusambandsins, Hannibal Valdimarsson,
hafði stofnað til sérstaks framboðs í Reykja-
vík í kosningunum 1967 og fékk til liðs við
sig menntamenn og áhrifamenn úr verka-
lýðsfélögunum. Listinn hlaut tæp 9% at-
kvæða en Alþýðubandalagið í Reykjavík,
með Magnús Kjartansson í broddi fylkingar,
hlaut aðeins 13,3%; á landsvísu fékkyMþýðu-
bandalagið án Hannibals tæp 14%. Ekki
reyndist vera vilji til að jafna þennan ágrein-
ing innan Alþýðubandalagsins og þegar leið
að kosningunum 1971 stóð flokkurinn
frammi fyrir miklum vanda: stofnaður hafði
verið nýr stjórnmálaflokkur, Samtök frjáls-
lyndra og vinstri manna, sem bauð fram í
öllum kjördæmum nema á Norðurlandi
vestra. Ýmsir af helstu forystumönnum Al-
þýðubandalagsins höfðu gengið til liðs við
hinn nýja flokk. Á Vestfjörðum var Hanni-
bal í framboði og í Norðurlandi eystra Björn
Jónsson, varaforseti ASÍ og þingmaður Al-
þýðubandalagsins. í Reykjavík var efstur á
lista Samtakanna Magnús Torfi Ólafsson,
fyrrum ritstjóri Þjóðviljans og fyrsti formað-
ur Alþýðubandalagsfélagsins í höfuðborg-
inni. Á Suðurlandi hafði þingmaður Alþýðu-
bandalagsins gengið í Alþýðuflokkinn og var
þar í efsta sæti.
Á þessum árum voru helstu forystumenn
Alþýðubandalagsins þeir Lúðvík Jósefsson
og Magnús Kjartansson. Þeir voru um margt
ákaflega ólíkir; Magnús var menntamaður
og ritstjóri en Lúðvík lagði áherslu á sjávar-
útveg og byggðamál. Eitt meginmarkmið
áttu þeirsameiginlegt: að Alþýðubandalagið
yrði ekki smáflokkur heldur stór samfylking
vinstri manria. Þannig var rækilega undir-
strikað 1968, þegar Alþýðubandalaginu var
breytt úr kosningabandalagi í sérstakan
stjórnmálaflokk, að fólki utan Sósíalista-
flokksins væri ætlaður þar veglegur sess. For-
maður var valinn ungur maður, Ragnar
Arnalds, sem hafði starfað í Þjóð-
vafnarflokknum. Sömu ættar voru þau
viðbrögð Alþýðubandalagsins við stofnun
Samtakanna að leita til þekktra einstaklinga
utan flokksins um að fara í framboð í kosn-
ingunum 1971. Þriðja sætið í Reykjavík,
baráttusætið, skipaði Svava Jakobsdóttir,
rithöfundur. Hún var í hugum fólks helst
talin standa nærri Sjálfstæðisflokknum; var
lengi blaðamaður á Morgunblaðinu og eigin-
maður hennar, Jón Hnefill Aðalsteinsson,
var yfirlýstur sjálfstæðismaður. í Norður-
landi eystra var efstur Stefán Jónsson,
fréttamaður, en hann hafði starfað í Fram-
sóknarflokknum. í kosningunum hlaut Al-
þýðubandalagið 17,1% atkvæða og tíu þing-
menn, þar af fjóra nýliða: Garðar Sigurðs-
son, Helga Seljan, Ragnar Arnalds og Svövu
Jakobsdóttur. Samtökin unnu að vísu mik-
inn sigur en ekki á kostnað Alþýðubanda-
lagsins heldur Alþýðuflokks og Framsóknar.
ÉG RIFJA ÞETTA upp til að sýna hvemig Al-
þýðubandalagið erfði frá forverum sínum,
Sósíalistaflokknum og Kommúnistaflokkn-
um, mikla hæfileika til að bregðast markvisst
við áföllum, snúa vörn í sókn. Forysta þess-
ara flokka hafði t.d. forgöngu um að leita
nýrra samstarfsaðila utan flokksins. Með
reglulegu millibili klofnaði síðan aðalkeppi-
nauturinn, Alþýðuflokkurinn, og ýmsir af
bestu forystumönnum hans gengu til sam-
starfs til vinstri: Héðinn Valdimarsson, Sig-
fús Sigurhjartarson, Finnbogi Rútur Valdi-
marsson og bróðir hans Hannibal og Alfreð
Gíslason læknir. Úr Sjálfstæðisflokknum
kom Hermann Guðmundsson verkalýðs-
leiðtogi í Hafnarfirði, og síðar úr Þjóð-
varnarflokknum Gils Guðmundsson.
Ég legg ekki dóm á baráttumál og hug-
myndafræði íslenskra sósíalista; í því efni
voru og eru skoðanir manna mjög skiptar.
Hins vegar verður tæpast efast um hæfni
forystu þeirra. Flokkar þeirra urðu stundum
fyrir áföllum - 1934, 1953 og 1967 - en
töpuðu aldrei tvennum kosningum í röð og
er það einsdæmi í sögu íslenskra stjórnmála-
flokka. Raunar má hiklaust fullyrða, að
þarna sé ein meginástæða þess, að á íslandi
varð róttækur vinstri flokkur mikið stærri en
hliðstæðir flokkar víðast hvar í V-Evrópu.
Á SÍÐASTA áratug hefur Alþýðubandalag-
inu hnignað og tapað stöðugt fylgi: 1978
hlaut flokkurinn tæp 23%; í síðustu kosn-
ingum ríflega 13%. Alþýðubandalagið ef
orðið að smáflokki. Ýmsar ástæður eru fýr>r
þessum umskiptum en veigamikil ástæða er
tvímælalaust minnkandi hæfni tlokksforyst-
unnar til að takast á við nýjar kringumstæð-
ur. Þannig virðist flokkurinn m.a. hafa glatað
þeim eiginleika að leita eftir samstarfsaðilum
utan flokksins, endurnýja forystuna með
nýju fólki. í staðinn hefur myndast í flokkn-
um innra framgangskerfi, þar sem fólk færist
smám saman upp eftir framboðslistunum.
Fyrirkomulag framboðsmála skiptir þarna
nokkru máli. Ekki er mjög líklegt, að nýú
fólk gefi kost á sér í forvali, þar sem einung'S
flokksfólk tekur þátt. Einnig hefur frambo
á hæfum einstaklingum til forystustarfa 1
stjórnmálum almennt minnkað. Skólageng'
nu fólki standa t.d. yfirleitt til boða marg''lS
leg störf með betri launum, þægilegri vinnu
tíma og minna álagi, svo ekki sé talað um
56