Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 10

Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 10
INNLENT ingum við EFTA sem heild. Um það var í sjálfu sér enginn ágreiningur. Hins vegar höfum við allan tímann verið í tvíhliða viðræðum líka; í fyrsta lagi höfum við verið að undirbúa jarðveginn pólitískt við einstök EB-ríki, — forsætisráðherra hefur talað við sína kollega, sjávarútvegsráð- herra sína, viðskiptaráðherra og ég sömu- leiðis. Þetta höfum við gert kerfisbundið á síðustu tveimur árum. í öðru lagi eru við- ræður við framkvæmdastjórnina í Bruss- el, sem fer með tollamál og framfylgir yfir- lýstri fiskveiðistefnu bandalagsins. Hún er kunn og einföld — þeir gefi ekki íviln- anir varðandi tolla nema fyrir komi veiði- heimildir. Þessu fáum við ekki breytt að svo stöddu. Það gæti áunnist í samningum EFTA-ríkjanna og þá vegna þess að ráð- herrar EB-ríkjanna féllust á það. Við erum engu að síður undir forystu Halldórs Ás- grímssonar að ræða við sjávarútvegsdeild framkvæmdastjórnar EB um ýmis sam- eiginleg hagsmunamál. Það er ljóst að sjávarútvegsmál eru grundvallarhags- munamál og sérmál íslendinga í EFTA og því gæti hvenær sem er komið til þess að þau verði tekin út úr heildarsamningun- um og rædd sérstaklega milli EB og ís- lands. — Ég hef tekið eftir munnsöfnuði Kristjáns Ragnarssonar varðandi þessi mál og um gámaútflutning. Við höfum ekki áhuga á að afhenda LÍÚ alræðisvald og einokun á útflutningi sjávarfangs. Þar eiga fleiri hagsmuna að gæta, ekki síst verkafólk við fiskvinnslu, fiskmarkaðir og fleiri. Það er því út í hött að afhenda full- trúum útgerðarhagsmuna öll völd í út- flutningi. Að undanförnu hefur sjávarút- vegsráðherra verið að viðra hugmyndir um aflamiðlun, stofnun sem hefði að markmiði að skrá og veita upplýsingar um allan afla sem að landi berst og úthluta síðan leyfum til útflutnings. Þetta er út af fyrir sig skömmtunarkerfi af sama tagi og verið hefur í gildi á undanförnum tveimur árum. Munurinn væri sá að þetta væri í höndum hagsmunaaðila. Mitt sjónarmið hefur verið að þá ættu fulltrúar fisk- vinnslu, fiskmarkaða og frjálsra útflytj- enda að hafa sitt að segja varðandi þetta líka. Mér finnst þetta ekki snjöll hugmynd og alls ekki til frambúðar. Verkamanna- sambandið tók þetta mál upp á sínu þingi sl. haust og gerði þessum málum rækilega skil. Fékk m.a. ágætan mann, Jóhann Antonsson til að flytja erindi um málið og ályktaði um það. Þeirra sjónarmið er að koma eigi á skilvirkum upplýsingum um allan afla sem á land berst, en varðandi útflutning, þá ætti aflinn að fara í gegnum „Ég heftekið eftir munnsöfnuði Kristjáns Ragnarssonar varðandi þessi mál og um gámaútflutning. Við höfum ekki áhuga á að afhenda LIU alræðisvald og einokun á útflutningi sjávarfangs.“ íslenska markaði. Það þýddi þá að erlendu aðilarnir yrðu að koma á markaðina hér til að kaupa. Þetta er að mínu mati rétt stefna og ætti að gerast í áföngum. Þessar hugmyndir VMSÍ og hug- myndir Gylfa Þ. Gíslasonar og fleiri um veiðigjald virðast eiga hljómgrunn sem nauðsynleg uppstokkun sjávarútvegs- ins, en af hverju bólar ekkert á fram- kvæmd þeirra? Hvaða tregðulögmál eru hér að verki? — Það er trúaratriði þeirra sem telja sig eigendur auðlindar íslensku þjóðarinnar, þ.e. útgerðarmanna, að þeir skuli eiga hana einir. Að vísu tókst okkur krötum að koma því ákvæði inn í lög, að auðlindir sjávar væru sameign þjóðarinnar. Varð- andi útlendinga og erlent fjármagn, eimir enn eftir af hugsunarhætti fyrrverandi nýlenduþjóðar, að það sé afsal landsrétt- inda að opna dyrnar fyrir þátttöku erlends fjármagns í fiskvinnslu á íslandi. Það er í lagi í stóriðju og jafnvel í fiskeldi, hvers vegna þá ekki í fiskvinnslu? Þannig er í þessu er margvísleg hræsni og tvískinn- ungur. — Annað dæmi: Það skortir út af fyrir sig ekkert á erlent fjármagn í íslenskum sjávarútvegi. Talið er að um 70% alls láns- fjár í sjávarútvegi sé erlent. Þetta er dýrt fjármagn. Er eitthvað þjóðlegra að vera háður erlendum lánardrottnum og um leið öllum gengiskollsteypunum sem verð- tryggja þetta lánsfé útlendinganna en að fá áhættufjármagn í formi hlutafjár þar sem áhættan er líka útlendinganna. Hver er munurinn? Sjálfir höfum við neyðst til þess, að byggja upp fiskvinnslu og dreif- ingarfyrirtæki á erlendum mörkuðum (sbr. Bandaríkin og á seinni árum Bret- land). Ástæðurnar eru m.a. þær, að við vildum komast fram hjá tollmúrum, en líka að við vildum eignast hlutdeild í virð- isauka fullvinnslu og söluhagnaðar. Hvers vegna ekki? Það skortir mikið á að menn hafi hugsað þetta til enda. Þjóðin hefur í skoðanakönnunum reynst fremur jákvæð því að tengjast Evrópu. Hefur hún verið spurð hvort hún vilji erlent áhættufjármagn í at- vinnulífið? — Já, viðhorfið er jákvætt og í vaxandi mæli hjá ungu kynslóðinni. Ungt fólk er bæði forvitnara og opnara gagnvart Evrópu en eldra fólk, það er Evrópusinn- aðra. Ungt fólk lítur fremur á sig sem Evrópubúa. En varðandi afstöðu hags- munaaðila og stjórnmálaflokka eru heil- margar þversagnir. Um fátt hefur verið meira rætt en peningamarkaðinn á ís- landi. Meginkrafa hefur verið að minnka fjármagnskostnað. Fáir hafa orðið til að benda á það að fjármagnsmarkaðurinn ís- lenski er verndaður fákeppnismarkaður, einangraður og það er sérstaða íslands núna. Hvers vegna hljóp ofvöxtur í ís- lenska bankakerfið? Hvers vegna er vaxta- munur inn-og útlána svo óskaplega mik- ill? Hvers vegna gerðist það þegar Sjálf- stæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu tilraun með frjálsa vexti innan þessa einokunarramma að við sátum fljótlega uppi með hæstu raunvexti í heimi? Það er vegna þess að þetta er lokað kerfi, einokunarkerfi. Ef við viljum keyra niður fjármagnskosmað gerum við það ekki öðruvísi en með því að opna markaðinn fyrir samkeppni. Það er auðvitað hagsmunamál þjóðarinnar að opna fyrir markað. Þá hagsmuni verður síðan að vega og meta gagnvart óskýr- greindri hættu á því að útlendir fjár- magnseigendur standi í röðum fyrir utan landhelgina og bíði eftir að kaupa þetta land. Alltaf þegar við höfum staðið frammi fyrir meiriháttar samningum við erlenda aðila hefur verið reynt að vekja upp drauga úr fortíðinni. Menn hafa séð skrattann í hverju horni, hættu við hvert fótmál og farið að tala tungum í anda þjóð- frelsisbaráttu 19. aldar. Við höfum komið inn á hraðstígar breytingar í heiminum. Það er talað um að Evrópa sé að verða til sem ný ríkja- heild, bandaríki Evrópu hvernig sem það á eftir að þróast. Þú hefur nefnt eðlis- breytingu á ríkjum Austur-Evrópu og Varsjárbandalaginu. En er ekki hins sama að vænta innan Nató? Verður Nató ekki að breyta um eðli eins og aðrar hlið- stæðar stofnanir í kjölfar breyttra að- stæðna? — Það hefur verið fróðlegt fyrir mig sem forðum daga var ungur Marxisti og andstæðingur Nató að kynnast innviðum þeirrar stofnunar sem utanríkisráðherra. Það sem mér finnst þurfa að taka fram varðandi framtíð hernaðarbandalaganna er þetta: Það er ólíku saman að jafna. Það sem nú hefur verið að gerast er að Nató hefur náð markmiðum sínum. Varsjár- bandalagið er að hrynja. Nató var frá upp- 10 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.