Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 15
EFTA—EB viðræður. Fundur Jóns Baldvins og Franz Andressen „utanbandalags“ ráðherra EB í Brussel. Einnig má kenna þá Georg Reisch framkvæmdastjóra EFTA og Hannes Hafstein á myndinni. það í skúmaskotum, en þorðu ekki að bera sannleikanum vitni í almannaheyrn eða undir vitni. Þetta er hin glataða kynslóð í íslenskri pólitík. — Spurning er hvort komin sé ný kynslóð til skjalanna í Alþýðubandalaginu sem er hugsandi á annan veg — er hún þar minnihlutahópur eða meirihlutahópur. Hvers vegna varð Birting til? Þessu fólki var orðið ólíft í Alþýðubandalaginu. Ég held að þorri þessa fólks eigi samleið með okkur, sem störfum í flokki lýðræðisjafn- aðarmanna. Ég vona að öfugt við forvera þeirra þori þeir að þekkja sinn vitjunar- tíma. — Jafnaðarmannaflokkur getur spannað talsvert breitt litróf skoðana ef hann er virk fjöldahreyfing og lýðræðisleg vinnubrögð eru í lagi. Gundvallaratriðin verða þó að vera á hreinu; við erum tals- menn blandaðs hagkerfis, gerum okkur grein fyrir að auðsköpun þjóðfélagsins er best komin í höndum sjálfstæðra einstak- linga, sem starfa í samkeppni í opnu markaðskerfi. En við þekkjum takmark- anir markaðarins og viljum því virkja kraft fjöldans til þess að hafa áhrif í jöfn- unarátt á eigna— og tekjuskiptinu, sam- kvæmt lýðræðislegum leikreglum. Við er- um alþjóðasinnar í lífsviðhorfum og beit- um okkur af alefli fyrir opnun þjóðfélagsins og virkri þátttöku í alþjóð- legu samstarfi á sviði efnahagsmála, við- skipta, umhverfismála og afvopnunar- mála. Við erum ekki einangrunarsinnar. Jafnaðarmenn eru í öllum íslensku stjórnmálaflokkunum, spurningin er sú hvernig þú viljir sameina þá í einni hreyf- ingu? Er flokkurinn reiðubúinn til að leggja sig niður ef það mætti verða til að auðvelda stofnun stórs Jafnaðarmanna- flokks? — Nú hef ég út af fyrir sig ekki spurt flokkinn að því. Alþýðuflokkurinn er dá- lítið sérstakur að því leyti að hann er ekki mikið flokkskerfi — hann er skipulögð skoðun. Ég held að ég fari rétt með að það sé ekkert flokkseigendafélag í Alþýðu- flokknum lengur... — Finnst þér það bara ekki, vegna þess að þú er sjálfur flokkseigendafélag- ið? — Nei, ég hef það ekki á tilfinning- unni, enda er ég ekki arftaki flokkseig- endafélagsins. Varðandi sameiningu jafn- aðarmanna vil ég vitna til Bernsteins, sem sagði að aðferðin skipti meira máli en skýrgreiningin á markmiðinu. Ég held að aðferðin skipti hér meira máli en heildar- lausnin. Þetta á að gerast í áföngum og hlýtur að gerast að einhverju leyti sjálf- vakið, af sjálfu sér. Kratar buðu fram lista með kommum í Reykjavík 1937. Ari síðar varð klofningurinn örlagaríki og síðan þá hefur vinstri hreyfingin í Reykjavík framselt vald sitt til Sjálfstæð- isflokksins nær því samfellt. Þetta er náttúrlega sameiginlegt vandamál allra jafnaðarmanna og vinstri manna. Það er auðvitað ekki samboðið virðingu okkar að horfa upp á þessi ósköp. Það segir sig sjálft að við þessar aðstæður er það nán- ast prófsteinn á vilja manna til þessa sam- starfs hvort þeir vilja rétta úr kútnum og ná saman um sameiginlegan pólitískan front í þessum borgarstjórnarkosning- um. Mér er ekki kunnugt um nein þau málefni sem ættu að koma í veg fyrir það. Og aftur er þetta spurning um aðferð; þetta á ekki að gerast með samningum milli mín og Ólafs Ragnars eða flokkseig- endafélaga um pólitískt búmark og kvóta- kerfi á frambjóðendur. Þetta á að gerast með því að setja upp málefnin í forgan- gsröð, ná samstöðu um að gefa fólkinu í Reykjavík kost á að velja saman fram- boðslista. Fyrst þetta er svona góð aðferð í borg- arstjórnarkosningum, má þá ekki líka nota hana f næstu þingkosningum? — Jú það má, en við værum mun betur staddir ef við hefðum við þessar aðstæður fengið ákveðinn prófstein á hana, vegna þess að af þessari sameiningu verður ekki ef fólk vill hana ekki. Það mun ráðast með þessari sömu aðferð hverjir vilja vinna saman í næstu þingkosningum — og hvernig þingflokkur jafnaðarmanna muni líta út. Áttu þér draum í pólitík? — Jafnarmannaflokkur íslands — hve- nær kemur þú ? Ég á mér þá ósk heitasta í pólitík að ná því markmiði, að endurreisa sameinaða hreyfingu íslenskra jafnaðar- manna og gera hana að því sem hún átti að verða í upphafi — stórveldi í íslenskri póli- tík. Ég sé ekkert út af fyrir sig sem ætti að koma í veg fyrir það að slíkt gæti gerst fyrir næstu kosningar. Er eftir nokkru að bíða? 0 ÞJÓÐLÍF 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.