Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 15
EFTA—EB viðræður. Fundur Jóns Baldvins og Franz Andressen „utanbandalags“ ráðherra EB í Brussel. Einnig má kenna þá Georg Reisch
framkvæmdastjóra EFTA og Hannes Hafstein á myndinni.
það í skúmaskotum, en þorðu ekki að bera
sannleikanum vitni í almannaheyrn eða
undir vitni. Þetta er hin glataða kynslóð í
íslenskri pólitík.
— Spurning er hvort komin sé ný
kynslóð til skjalanna í Alþýðubandalaginu
sem er hugsandi á annan veg — er hún þar
minnihlutahópur eða meirihlutahópur.
Hvers vegna varð Birting til? Þessu fólki
var orðið ólíft í Alþýðubandalaginu. Ég
held að þorri þessa fólks eigi samleið með
okkur, sem störfum í flokki lýðræðisjafn-
aðarmanna. Ég vona að öfugt við forvera
þeirra þori þeir að þekkja sinn vitjunar-
tíma.
— Jafnaðarmannaflokkur getur
spannað talsvert breitt litróf skoðana ef
hann er virk fjöldahreyfing og lýðræðisleg
vinnubrögð eru í lagi. Gundvallaratriðin
verða þó að vera á hreinu; við erum tals-
menn blandaðs hagkerfis, gerum okkur
grein fyrir að auðsköpun þjóðfélagsins er
best komin í höndum sjálfstæðra einstak-
linga, sem starfa í samkeppni í opnu
markaðskerfi. En við þekkjum takmark-
anir markaðarins og viljum því virkja
kraft fjöldans til þess að hafa áhrif í jöfn-
unarátt á eigna— og tekjuskiptinu, sam-
kvæmt lýðræðislegum leikreglum. Við er-
um alþjóðasinnar í lífsviðhorfum og beit-
um okkur af alefli fyrir opnun
þjóðfélagsins og virkri þátttöku í alþjóð-
legu samstarfi á sviði efnahagsmála, við-
skipta, umhverfismála og afvopnunar-
mála. Við erum ekki einangrunarsinnar.
Jafnaðarmenn eru í öllum íslensku
stjórnmálaflokkunum, spurningin er sú
hvernig þú viljir sameina þá í einni hreyf-
ingu? Er flokkurinn reiðubúinn til að
leggja sig niður ef það mætti verða til að
auðvelda stofnun stórs Jafnaðarmanna-
flokks?
— Nú hef ég út af fyrir sig ekki spurt
flokkinn að því. Alþýðuflokkurinn er dá-
lítið sérstakur að því leyti að hann er ekki
mikið flokkskerfi — hann er skipulögð
skoðun. Ég held að ég fari rétt með að það
sé ekkert flokkseigendafélag í Alþýðu-
flokknum lengur...
— Finnst þér það bara ekki, vegna
þess að þú er sjálfur flokkseigendafélag-
ið?
— Nei, ég hef það ekki á tilfinning-
unni, enda er ég ekki arftaki flokkseig-
endafélagsins. Varðandi sameiningu jafn-
aðarmanna vil ég vitna til Bernsteins, sem
sagði að aðferðin skipti meira máli en
skýrgreiningin á markmiðinu. Ég held að
aðferðin skipti hér meira máli en heildar-
lausnin. Þetta á að gerast í áföngum og
hlýtur að gerast að einhverju leyti sjálf-
vakið, af sjálfu sér. Kratar buðu fram
lista með kommum í Reykjavík 1937. Ari
síðar varð klofningurinn örlagaríki og
síðan þá hefur vinstri hreyfingin í
Reykjavík framselt vald sitt til Sjálfstæð-
isflokksins nær því samfellt. Þetta er
náttúrlega sameiginlegt vandamál allra
jafnaðarmanna og vinstri manna. Það er
auðvitað ekki samboðið virðingu okkar
að horfa upp á þessi ósköp. Það segir sig
sjálft að við þessar aðstæður er það nán-
ast prófsteinn á vilja manna til þessa sam-
starfs hvort þeir vilja rétta úr kútnum og
ná saman um sameiginlegan pólitískan
front í þessum borgarstjórnarkosning-
um. Mér er ekki kunnugt um nein þau
málefni sem ættu að koma í veg fyrir það.
Og aftur er þetta spurning um aðferð;
þetta á ekki að gerast með samningum
milli mín og Ólafs Ragnars eða flokkseig-
endafélaga um pólitískt búmark og kvóta-
kerfi á frambjóðendur. Þetta á að gerast
með því að setja upp málefnin í forgan-
gsröð, ná samstöðu um að gefa fólkinu í
Reykjavík kost á að velja saman fram-
boðslista.
Fyrst þetta er svona góð aðferð í borg-
arstjórnarkosningum, má þá ekki líka
nota hana f næstu þingkosningum?
— Jú það má, en við værum mun betur
staddir ef við hefðum við þessar aðstæður
fengið ákveðinn prófstein á hana, vegna
þess að af þessari sameiningu verður ekki
ef fólk vill hana ekki. Það mun ráðast með
þessari sömu aðferð hverjir vilja vinna
saman í næstu þingkosningum — og
hvernig þingflokkur jafnaðarmanna muni
líta út.
Áttu þér draum í pólitík?
— Jafnarmannaflokkur íslands — hve-
nær kemur þú ? Ég á mér þá ósk heitasta í
pólitík að ná því markmiði, að endurreisa
sameinaða hreyfingu íslenskra jafnaðar-
manna og gera hana að því sem hún átti að
verða í upphafi — stórveldi í íslenskri póli-
tík. Ég sé ekkert út af fyrir sig sem ætti að
koma í veg fyrir það að slíkt gæti gerst
fyrir næstu kosningar. Er eftir nokkru að
bíða?
0
ÞJÓÐLÍF 15