Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 19

Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 19
Scx afhverjum tíu kvenstúdentum kjósa Röskvu, en sjö af hverjum tíu karlkyns kjósa Vöku. und í sumartekjur gáfu Vöku atkvæði sitt, en aðeins þrír Röskvu. Eftir því sem tekj- urnar hækka eykst fylgi Vöku. Það virðist ekki hafa áhrif á kosninga- hegðun stúdenta hvort þeir eiga börn eða ekki og skipti barnafólk sér nokkurn veg- inn jafnt á milli listanna tveggja. Niður- stöðurnar skjóta stoðum undir þær kenn- ingar sem ganga út á það að fólk láti hags- muni fremur en hugsjónir stjórna því hvar það krossar við á atkvæðaseðlinum. if varar þó við túlkunum sem þessum. Hún segir fjölmiðla oft draga hæpnar ályktanir af niðurstöðum skoðanakann- ana. „Könnunin staðfestir almennan grun um tengsl afkomu og kosningahegðunar, en strangt tekið segir hún ekkert um orsök og afleiðingu. Skoðanakönnun eins og þessi tekur ekki til orsakasamhengis.“ Með skoðanakönnunum er stundum hægt að staðfesta fordóma, - eða þá hafna. í könnun Sifjar og Skúla er staðfest þjóð- sögnin um að viðskiptafræðingar séu upp til hópa hægrisinnaðir í pólitík. Úrtak Sifj- ar og Skúla var tekið hlutfallslega eftir fjölda stúdenta í hverri deild Háskólans. Af þeim viðskiptafræðingum sem lentu í úrtakinu og svöruðu spurningunni um hvorum listanum þeir hefðu gefið atkvæði sitt, sögðust átta af hverjum tíu hafa kosið Vöku, en aðeins tveir af tíu Röskvu. Það kemur aftur á móti nokkuð á óvart að verkfræðingar skiptast í sama hlutfalli. Hingað til hefur ekki verið einhlítur hægristimpill á verkfræðingum, en þessi könnun gefur tilefni til að álykta svo. Upprennandi lögfræðingar í Háskólanum verða tæplega sagðir einlit hjörð. „Aðeins“ sex af hverjum u'u kusu Vöku, en fjórir af tíu Röskvu. Margur hefði búist við meira fylgi við Vöku í lögfræðideild. terkustu vígi vinstrimanna eru í fé- lagsvísindadeild og heimspekideild. Níu af hverjum tíu stúdentum í heim- spekideild fylgja Röskvu og þrír af hverj- um fjórum í félagsvísindadeild. Hér er rúm fyrir frjálslegar vangaveltur: Hvort er það nám í mannlegum fræðum sem gerir fólk vinstrisinnað, eða er skýringin sú að vinstrimenn leita í þessi fræði? Röskva reyndist líka eiga mikið fylgi í guðfræðideild, en mælingin var ekki marktæk hvað þá deild varðar, sökum þess hve fáir guðfræðinemar voru spurðir. Það sem kom þeim Sif og Skúla helst á óvart var kynskiptingin á milli fylgjenda Röskvu annarsvegar og Vöku hinsvegar. Það kom á daginn að konur kjósa heldur Röskvu en Vöku, sex af hverjum tíu gáfu Röskvu atkvæði sitt. Þegar kemur að karl- mönnum snýst dæmið við; 7 af hverjum tíu karlmönnum kjósa Vöku. Sif segir enga einhlíta skýringu á kynja- hlutfallinu. Hún nefnir tvö atriði sem gætu haft áhrif þar á. í fyrsta lagi hafa konur almennt lægri tekjur en karlmenn og þannig gæti afstaða kvenna allt eins ráðist af efnahag. í öðru lagi hafa konur gjarnan verið meira áberandi á framboðs- listum Röskvu en Vöku. Það gæti sömu- leiðis haft áhrif á kosningahegðun kvenna. Síðustu árin hefur Vaka jafnt og þétt sótt í sig veðrið í stúdentapólitíkinni. Við síðustu kosningar fékk Vaka meirihluta í stúdentaráði, sjö fulltrúa á móti fimm sem komu í hlut Röskvu. I framhaldi vaknar sú spurning hvort efnahagur stúdenta hafí almennt batnað á síðustu árum og það sé skýring á auknu fylgi Vöku. í niðurstöðum sínum taka þau Sif og Skúli ekki afstöðu til þessarar spurningar. En það er líka hægt að spyrja á móti, eins og þau gera; eru góðar tekjur að verða forsenda þess að ungt fólk geti stundað háskólanám? 0 ÞJÓÐLÍF 19

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.