Þjóðlíf - 01.02.1990, Side 23
um réttinn til að skora Kasparov á hólm.
Short var undrabarn á sinni tíð, tveimur
árum yngri en heimsmeistarinn og á enn
eftir að þroskast sem skákmaður. Þrátt
fyrir þetta munu fáir veðja á þessa tvo.
Þeir virðast ekki, fremur en vestrænir of-
urmeistarar yfir höfuð, vera tilbúnir að
leggja það í sölurnar sem þarf til að komast
alla leið á tindinn.
Þegar svona hátt er komið þurfa menn
að geta breytt sér í fanatískar skákvélar 6-8
mánuði á ári til að mjaka sér síðustu skref-
in. í slíkum málum standa misjafnlega
makráðugir Vesturlandabúar höllum fæti
í samanburði við þá hungruðu sovésku
meistara sem sjá í skákframanum sína ein-
ustu leið til nýrra og áður óþekktra lífs-
þæginda. Enda virðast yfirburðir Sovét-
manna á þessu sviði síst fara minnkandi, á
nýja listanum eiga þeir 16 af þeim 29 sem
hafa 2600 stig eða meira.
Vasilí Ivantsjúk er 23 ára gamall sveita-
strákur frá Hvítarússlandi og feikilega
hæfileikaríkur. Hann er nýjasta stjarna
Sovétmanna og því hugsanlegur arftaki
Kasparovs. Þó er hætt við að honum verði
síðustu skrefin á tindinn erfið. Hann þyk-
ir hinn mesti furðufugl og það virðist há
honum hversu taugaslappur hann er, í
mörgum skáka sinna við Kasparov hefur
hann fengið hörmulega útreið. Valerí Sa-
lov er hugsanlega enn meira efni og tví-
mælalaust meiri karakter til að standa
uppi í hárinu á Kasparov. Hann hefur
hinsvegar átt við alvarlegan blóðsjúkdóm
að stríða sem dregið hefur úr honum mátt.
Fleiri ungir menn koma á hæla þeim á
listanum; Gelfand, Ehlvest, Drejev og
Barejev og munu vafalaust allir láta til sín
taka í auknum mæli á næstunni. Af þeim
er sá fyrstnefndi forvitnilegastur en um þá
alla má segja að þrátt fyrir góða spretti
hefur enginn sýnt þá takta sem þarf til að
hafa Kasparov undir. Og fermingarstrák-
arnir bíða bak við næsta horn...
„í draumi sérhvers manns er fall hans
falið“ orti Steinn og má e.t.v. heimfæra
upp á hinn djarfhuga Armena sem hér er
svo mjög til umfjöllunar. Það skyldi þó
ekki vera að mesta hættan kæmi frá hon-
um sjálfum? Hvað bíður skákmanns sem
hefur unnið alla titla og náð öllum áföng-
um sem hægt er að láta sig dreyma um?
Fischer var búinn að vera þegar hann náði
sínu mikla takmarki. Kasparov er ekki
jafn brothættur, en hversu lengi getur
hann haldið áfram af þessum krafti? Skák-
spekingar hafa löngum haldið á lofti þeirri
kenningu að þeir sem gefa sig alla í skák-
ina og eyða mikilli orku, „brenni út“ fyrr
en hinir sem hafa rólegri stíl. Menn hafa
nefnt Tal sem dæmi um mann í fyrr-
Vasilí Ivantsjúk. Of slappur á taugum?
nefnda flokknum, meðan karlar eins og
Smyslov fylla þann síðari. Hann nálgast
nú sjötugt og er enn í hópi 50 bestu. Hann
hefur lengi farið vel með sig, leggur mest
upp úr einfaldri stöðubaráttu þar sem
reynsla hans nýtur sín en forðast flóknar
stöður þar sem miklir útreikningar og
taktískar brellur koma við sögu. Honum
má líkja við aldraðan fótboltamann sem
tekst með góðum staðsetningum, knatt-
meðferð og yfirvegun í leik að vega á móti
snerpu, úthaldi og spretthörku yngri
manna. Langar, spennuþrungnar og lýj-
andi skákir eru vitaskuld slítandi, einnig
stormasamar sóknarskákir; sá sem reynir
alltaf að kreista hið ítrasta út úr hverri
skák þreytist fljótt. Því er spurt: verður
Kasparov farinn að lýjast um þrítugt?
Karpov hefur alla tíð þótt fara sparleg-
ar með orkuforða sinn en Kasparov
— sem hefur raunar látið þau orð falla að
það sé einmitt akkilesarhæll heimsmeist-
arans fyrrverandi, að geta ekki tæmt sig í
bom þegar það er nauðsynlegt. Þótt síð-
asta ár hafi verið hið lélegasta hjá Karpov
um langa hríð er víst að hann er sá sem
best á með að grípa tækifærið ef heims-
meistarinn fer að lýjast. Hans logi brennur
hægt og þótt hann sé tólf árum eldri en
hinn örlyndi Kasparov er ekki óhugsandi
að hann endist lengur í þessum bransa.
0
10 stigahœstu skákmenn heims
1. janúar 1990:
1. Garrí Kasparov (Sovétr.) . 2800
2. Anatólí Karpov (Sovétr.) 2730
3. Jan Timman (Holland)... 2680
4. Vasilí ívantsjúk (Sovétr.) 2665
5. Mikhaíl Gúrevits (Sovétr.) 2645
6. Valerí Salov (Sovétr.) ... 2645
7. Alexander Beljavskí
(Sovétr.) 2640
8. Nigel Short (England) ... 2635
9. Ulf Andersson (Svíþjóð) . 2630
10. Viktor Kortsnoj (Sviss) .. 2625
Ljubomir Ljubojevic (Júgósl.) 2625
ÞJÓÐLÍF 23