Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 25

Þjóðlíf - 01.02.1990, Blaðsíða 25
Horfum stundum ekki nóg til heildarinnar Málmfríður Sigurðardóttir þingmaður í viðtali um höfuðborgina, landsbyggðina og stefnu í byggðamálum Hún segist stundum sjá það í lesenda- bréfum dagblaðanna að höfuðborgar- búar hafl ekki mikinn skilning á lífi og starfl fólksins á landsbyggðinni. Aftur telur hún fólk úti á landi ekki neikvætt í garð Reykjavíkur. Enda er það ekki íbú- um höfuðborgarinnar að kenna hvcrnig komið er fyrir landsbyggðinni, ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. Málmfríður Sigurðardóttir er þing- maður Kvennalistans og settist á þing eftir síðustu kosningar en áður kynntist hún Alþingi sem varamaður. Hún á heimili á Jaðri í Reykdælahrepp skammt frá Húsavík en leigir íbúð með dóttur sinni og barnabarni í Hlíðunum í Reykjavík. Málmfríður er önnum kafin kona og var ekki auðhlaupið að því að fá hana í viðtal. Hún var upptekin um helgina og þegar hún hafði samþykkt málaleitan blaða- manns vildi hún fá að vita umræðuefnið, „til að ég segi ekki einhverja bölvaða vit- leysu.““ Varkár kona hún Málmfríður og flanar ekki að neinu.,, Ég er ekki mjög kunnug vítt um land,““ segir Málmfríður,,, en mín tilfinning er að allir landsmenn vilji myndarlega höfuð- borg, höfuðborg hsta og menningar. En ég hef líka sterkt á tilfinningunni að íbúar höfuðborgarinnar skynji ekki mikilvægi þess að listir og menning þrífist einnig á landsbyggðinni.““ Hún bendir á að í les- endabréfum dagblaðanna, „sem virðast flest skrifuð af höfuðborgarbúum,““ megi stundum sjá andúð í garð landsbyggðar- innar. Málmfríður leggur áherslu á að lands- byggðin og höfuðborgarsvæðið eru hvort öðru háð. Það sem gerir okkur að íslend- ingum sé menning okkar og hún á rætur sínar í landsbyggðinni. Menntun er eitt af skilyrðum þess að landsbyggðin haldi velli, að áliti Málmfríðar.,, Háskólinn á Akureyri er byggðamál. Við höfum hingað til menntað fólk frá uppruna sínum. Menntastofnanir eru í Reykjavík og unga fólkið af landsbyggðinni skilar sér illa heim að loknu langskólanámi. Háskól- anum á Akureyri, og sérstaklega sjávar- útvegsbrautinni þar, er ætlað að breyta þessu. Fólk fær tækifæri til að mennta sig í hagnýtri námsgrein sem nýtist í heima- byggð.““ Þegar talið berst að byggðastefnu stjórnvalda heldur Málmfríður því fram að í raun hafin engin samræmd byggða- stefna verið til. „Þetta hefur verið tilvilj- anakennt og yfirsýn hefur skort.““ Hún telur að Reykjavík megi ekki stækka mik- ið meira, ójafnvægið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sé orðið slíkt að við svo búið megi ekki standa. Málmfríður segir að uppbyggingin í Reykjavík stafi af fólksflutningum utan af landi og framkvæmdir í höfuðborginni bjóði fólki af landsbyggðinni atvinnutæki- færi og þeim fjölgi sem bregði búi í heima- högum. Hún vill ekki kalla þetta víta- hring, en henni er auðheyrilega á móti skapi hvernig tekist hefur til.„ Það er samt ekki hægt að kenna höfuð- borgarbúum um þessa þróun. Það eru stjórnvöld sem bera ábyrgðina.““ Málm- fríður segir þjóðina komna að þeim þrösk- uldi núna að hún verði að gera upp við sig hvernig við ætíum að byggja landið. Hún sér hættumerkin meðal annars í því að fólki fækkar í blómlegum byggðum og jafnvel flytji úr sjávarþorpum þar sem nóg vinna er. ún sér fyrir sér úrræði sem þrinnast saman í bættum samgöngum, betri fjarskiptum og menntun í heimabyggð. Einnig þarf að koma til hugarfarsbreyt- ing, hvorttveggja hjá almenningi yfirleitt og meðal landsbyggðarmanna sjálfra, einkum þeirra sem með mannaforráð fara.„ Viðkvæðið — þú ætíar þó ekki að vinna í fiski alla ævi—er algengt og það segir mik- ið um virðingarleysi gagnvart mikilvæg- Málmfríður Sigurðardóttir. Reykjavíkmá ekki stækka meira. ustu auðlind okkar. Starf í frystihúsum er ekki í meiri metum en svo að það er varla hægt að leggjast lægra en að vinna í þar. Það þarf að breyta þessu og fyrstu skrefin í þá átt væru að hækka kaupið fyrir frysti- húsavinnu og auka fræðslu starfsfólks um hversu meðferð hráefnisins er mikilvægur hlekkur í verðmætasköpuninni.““ Þingkona Kvennalistans telur að með auknu samstarfi sveitarfélaga úti um land megi miklu áorka. Bættar samgöngur geri litlum sveitarfélögum kleift að sameinast um ýmis verkefni. Einnig hafi bættar sam- göngur í för með sér að fólk geti sótt vinnu í einu byggðarlagi þótt það búi í öðru. Samstarf sveitarfélaga er oft erfitt vegna hrepparígs, en Málmfríður er þeirrar skoðunar að rígurinn sé á undanhaldi og getur nefnt ýmis nýleg dæmi um ná- grannasveitarfélög sem taka sig saman til að auka velferð íbúanna. Hvernig skyldu þá þingmenn standa sig? Eru þeir ekki um of bundnir af þröng- um hagsmunum kjördæmanna? Jú, segir Málmfríður, stundum er kjördæmahugs- un óþarflega áberandi. „Við horfum stundum ekki nóg til heildarinnar.““ pv ÞJÓÐLÍF 25 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.