Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 25

Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 25
Horfum stundum ekki nóg til heildarinnar Málmfríður Sigurðardóttir þingmaður í viðtali um höfuðborgina, landsbyggðina og stefnu í byggðamálum Hún segist stundum sjá það í lesenda- bréfum dagblaðanna að höfuðborgar- búar hafl ekki mikinn skilning á lífi og starfl fólksins á landsbyggðinni. Aftur telur hún fólk úti á landi ekki neikvætt í garð Reykjavíkur. Enda er það ekki íbú- um höfuðborgarinnar að kenna hvcrnig komið er fyrir landsbyggðinni, ábyrgðin liggi hjá stjórnvöldum. Málmfríður Sigurðardóttir er þing- maður Kvennalistans og settist á þing eftir síðustu kosningar en áður kynntist hún Alþingi sem varamaður. Hún á heimili á Jaðri í Reykdælahrepp skammt frá Húsavík en leigir íbúð með dóttur sinni og barnabarni í Hlíðunum í Reykjavík. Málmfríður er önnum kafin kona og var ekki auðhlaupið að því að fá hana í viðtal. Hún var upptekin um helgina og þegar hún hafði samþykkt málaleitan blaða- manns vildi hún fá að vita umræðuefnið, „til að ég segi ekki einhverja bölvaða vit- leysu.““ Varkár kona hún Málmfríður og flanar ekki að neinu.,, Ég er ekki mjög kunnug vítt um land,““ segir Málmfríður,,, en mín tilfinning er að allir landsmenn vilji myndarlega höfuð- borg, höfuðborg hsta og menningar. En ég hef líka sterkt á tilfinningunni að íbúar höfuðborgarinnar skynji ekki mikilvægi þess að listir og menning þrífist einnig á landsbyggðinni.““ Hún bendir á að í les- endabréfum dagblaðanna, „sem virðast flest skrifuð af höfuðborgarbúum,““ megi stundum sjá andúð í garð landsbyggðar- innar. Málmfríður leggur áherslu á að lands- byggðin og höfuðborgarsvæðið eru hvort öðru háð. Það sem gerir okkur að íslend- ingum sé menning okkar og hún á rætur sínar í landsbyggðinni. Menntun er eitt af skilyrðum þess að landsbyggðin haldi velli, að áliti Málmfríðar.,, Háskólinn á Akureyri er byggðamál. Við höfum hingað til menntað fólk frá uppruna sínum. Menntastofnanir eru í Reykjavík og unga fólkið af landsbyggðinni skilar sér illa heim að loknu langskólanámi. Háskól- anum á Akureyri, og sérstaklega sjávar- útvegsbrautinni þar, er ætlað að breyta þessu. Fólk fær tækifæri til að mennta sig í hagnýtri námsgrein sem nýtist í heima- byggð.““ Þegar talið berst að byggðastefnu stjórnvalda heldur Málmfríður því fram að í raun hafin engin samræmd byggða- stefna verið til. „Þetta hefur verið tilvilj- anakennt og yfirsýn hefur skort.““ Hún telur að Reykjavík megi ekki stækka mik- ið meira, ójafnvægið milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins sé orðið slíkt að við svo búið megi ekki standa. Málmfríður segir að uppbyggingin í Reykjavík stafi af fólksflutningum utan af landi og framkvæmdir í höfuðborginni bjóði fólki af landsbyggðinni atvinnutæki- færi og þeim fjölgi sem bregði búi í heima- högum. Hún vill ekki kalla þetta víta- hring, en henni er auðheyrilega á móti skapi hvernig tekist hefur til.„ Það er samt ekki hægt að kenna höfuð- borgarbúum um þessa þróun. Það eru stjórnvöld sem bera ábyrgðina.““ Málm- fríður segir þjóðina komna að þeim þrösk- uldi núna að hún verði að gera upp við sig hvernig við ætíum að byggja landið. Hún sér hættumerkin meðal annars í því að fólki fækkar í blómlegum byggðum og jafnvel flytji úr sjávarþorpum þar sem nóg vinna er. ún sér fyrir sér úrræði sem þrinnast saman í bættum samgöngum, betri fjarskiptum og menntun í heimabyggð. Einnig þarf að koma til hugarfarsbreyt- ing, hvorttveggja hjá almenningi yfirleitt og meðal landsbyggðarmanna sjálfra, einkum þeirra sem með mannaforráð fara.„ Viðkvæðið — þú ætíar þó ekki að vinna í fiski alla ævi—er algengt og það segir mik- ið um virðingarleysi gagnvart mikilvæg- Málmfríður Sigurðardóttir. Reykjavíkmá ekki stækka meira. ustu auðlind okkar. Starf í frystihúsum er ekki í meiri metum en svo að það er varla hægt að leggjast lægra en að vinna í þar. Það þarf að breyta þessu og fyrstu skrefin í þá átt væru að hækka kaupið fyrir frysti- húsavinnu og auka fræðslu starfsfólks um hversu meðferð hráefnisins er mikilvægur hlekkur í verðmætasköpuninni.““ Þingkona Kvennalistans telur að með auknu samstarfi sveitarfélaga úti um land megi miklu áorka. Bættar samgöngur geri litlum sveitarfélögum kleift að sameinast um ýmis verkefni. Einnig hafi bættar sam- göngur í för með sér að fólk geti sótt vinnu í einu byggðarlagi þótt það búi í öðru. Samstarf sveitarfélaga er oft erfitt vegna hrepparígs, en Málmfríður er þeirrar skoðunar að rígurinn sé á undanhaldi og getur nefnt ýmis nýleg dæmi um ná- grannasveitarfélög sem taka sig saman til að auka velferð íbúanna. Hvernig skyldu þá þingmenn standa sig? Eru þeir ekki um of bundnir af þröng- um hagsmunum kjördæmanna? Jú, segir Málmfríður, stundum er kjördæmahugs- un óþarflega áberandi. „Við horfum stundum ekki nóg til heildarinnar.““ pv ÞJÓÐLÍF 25 L

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.