Þjóðlíf - 01.02.1990, Page 27
Skogarhöggsmaður
dráttardýrum sínum
Transylvaníu ásamt
fallið í uppreisninni í Rúmeníu. Enda þótt
Transylvanía hafi fyrst og fremst sögulega
og þjóðernislega þýðingu fyrir Ungverja
þá er trúin ekki síður mikilvægur hlekkur
í baráttunni fyrir tilveru þjóðarbrotsins
þar. Og þegar öllu er á botninn hvolft var
það einmitt samstaðan um trúna sem varð
því til lífs og kom uppreisninni í landinu af
stað.
AHetjutorginu flytur séra Laszló Tök-
es ungversku þjóðinni þakkir fyrir
stuðninginn af segulbandi. Hann lagði
þunga áherslu á að með uppreisninni í
Rúmeníu væri ekki barist um hver ætti
yfirráðaréttinn yfir Transylvaníu, þrætu-
epli Ungverja og Rúmena, heldur væri nú
loksins tækifæri komið til þess að snúa við
blaðinu og leyfa þjóðunum á þessu svæði
að ráða sér sjálfar. Landamærin yrðu
óhreyfð en enginn skyldi hér eftir spurður
að þjóðerni né hverrar trúar hann væri.
Nú skyldu þjóðabrotin í Transylvaníu búa
saman í sátt og samlyndi, enginn skyldi
ríkja yfir öðrum, dagar hrokans og drottn-
unarinnar væru taldir.
Séra Laszló átti sér ekki viðeisnar von
þegar hann var fluttur ásamt konu sinni
nauðugur viljugur á brott úr kalli sínu
skömmu fyrir jól. Kalvínista-kirkjan sem
bæði hann og faðir hans þjónuðu af trú-
mennsku hafði snúið opinberlega baki við
þessum „lýðskrumara, andkommúnista
og óvini Rúmeníu“ að undirlagi stjórn-
valda. Á samri stundu gerðist undrið;
söfnuður hans fylkti liði inn í miðborg
Temesborgar; þúsundir manna, bæði
þýskættaðir Svabar, Serbar, að ógleymd-
um Rúmenum sjálfum sameinuðust undir
merki þeirra gegn óréttlætinu. Þetta voru
sannkölluð vetrarsólhvörf í lífi þjóðarinn-
ar. Svartnætti kúgunar og misréttis steypt
á braut, í stað þess hækkandi sól frelsis og
réttlætis. Mál til komið að snúa heim.
byltingin eða öllu heldur klámbyltingin
sem orðið hefur. í valdatíð kommúnista
var öllu sem snerti niðurlægingu konunn-
ar í myndum og prentuðu máli haldið í
skefjum. Nú er sem landsmenn hafi aldrei
séð nakinn kvenmann fyrr. Blaðasölurnar
eru yfirfullar af ómerkilegum sorpblöðum
sem ekki þekktust fyrir ári síðan. Sakleys-
islegum fjölskyldutímaritum virðist einn-
ig hafa orðið hált á siðgæðissvellinu —
jafnvel vikuheftið sem geymir skrá yfir
það sem er á döfinni í menningarlífi borg-
arinnar kemst ekki af án þess að opinbera
tvo til þrjá bera kvenmannsrassa á forsíðu.
Samfara þessari þróun hafa klámbúllur
skotið upp kollinum eins og gorkúlur um
alla borg og þeim sem fyrir voru vaxið
fiskur um hrygg.
Þrátt fyrir þessa þróun í átt til léttlyndis
í landinu hafa Ungverjar ekki gengið af trú
sinni. Á aðfangadagskvöld þyrptust þús-
undir manna á Hetjutorgið í höfuðborg-
inni til samkirkjulegrar guðsþjónustu þar
sem þeirra var minnst sem þegar höfðu
ÞJÓÐLÍF 27